Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Samkvæmt 26. grein reglugerðar nr. 652/2004 er stuðningsfjölskylda aðili sem barnaverndarnefnd fær til þess að taka á móti barni, eða í sumum tilvikum barni og foreldrum, á einkaheimili. Þetta er meðal annars gert í því skyni að tryggja öryggi barnsins, létta álagi af því og fjölskyldu þess og leiðbeina foreldrum og styðja þá í uppeldishlutverkinu. Í reglugerðinni kemur einnig fram að heimilt sé að vista barn hjá stuðningsfjölskyldu í allt að sjö daga samfellt. Nánari ákvæði er tengjast umsóknum, skilyrðum og fleiru má sömuleiðis finna í VI. kafla reglugerðarinnar.
Stuðningsfjölskyldur mynda náin tengsl við börnin sem þær taka inn á heimili sitt.
Hugtakið 'stuðningsfjölskylda' er einnig að finna í lögum um málefni fatlaðra. Það þarf því að vera ljóst á hvaða lagagrunni verið er að veita barninu og fjölskyldu þess stuðningsfjölskyldu. Þegar um er að ræða úrræði á vegum barnaverndarnefndar gerist það á grundvelli niðurstöðu könnunar og sem liður í áætlun um stuðningsúrræði. Þá er einnig vakin sérstök athygli á því hvernig ganga á frá leyfi til stuðningsfjölskyldna sem vinna fyrir barnaverndarnefndir, samanber fyrrnefnd ákvæði reglugerðar nr. 652/2004.
Stuðningsfjölskyldan þarf að vera tilbúin að taka barnið, og í sumum tilvikum líka foreldri, inn á heimili sitt til dvalar í ákveðinn tíma í einu. Eins og þegar öðrum úrræðum er beitt þarf markmiðið með starfinu að vera öllum ljóst. Starf stuðningsfjölskyldunnar krefst þess að hún myndi náin tengsl við barnið (og í sumum tilvikum fjölskylduna alla), kynnist gleði þess og sorgum og oft og tíðum erfiðum upplifunum og reynslu. Markviss handleiðsla er því nauðsynleg um leið og meta þarf reynsluna af starfinu. Hafa þarf í huga hvort stuðningurinn sé að ná tilætluðum árangri eða hvort breyta þurfi áherslum í starfinu með barnið.
Þetta svar er fengið úr handbók sem gefin er út af Barnaverndarstofu og birtist hér í örlítið breyttri útgáfu. Upprunalegan texta má finna á vef Barnaverndarstofu.Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd
Barnaverndarstofa. „Hvað er stuðningsfjölskylda eða stuðningsaðili?“ Vísindavefurinn, 13. nóvember 2006, sótt 10. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6374.
Barnaverndarstofa. (2006, 13. nóvember). Hvað er stuðningsfjölskylda eða stuðningsaðili? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6374
Barnaverndarstofa. „Hvað er stuðningsfjölskylda eða stuðningsaðili?“ Vísindavefurinn. 13. nóv. 2006. Vefsíða. 10. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6374>.