Um aldamótin 1800 komu fram skoskir heimspekingar sem kenndu sig við heilbrigða skynsemi. Fremstir í flokki þeirra voru þeir Thomas Reid og nemandi hans, Dugald Stewart. Þeir sögðu undanfarna hughyggjumenn og efahyggjumenn hafa lagt upp frá röngum stað. Allt hið augljósa, sem hverjum manni er nærtækt með fulltingi heilbrigðrar skynsemi, setti heimspekilegum vangaveltum takmörk og væri jafnvel með réttu upphaf þeirra. -- Ef maður sér glas á borði er deginum ljósara að glasið er með sanni á borðinu, sögðu þeir, og öll heimspeki sem vill efast um það er á villugötum. Á tuttugustu öld var G.E. Moore (1873-1958) arftaki skoska skólans, stofnandi rökgreiningarheimspekinnar. Hann staðhæfði að hlutverk heimspekinnar væri ekki að efast um augljósar staðreyndir, það sem heilbrigð skynsemi sýndi, heldur greina þær. Heimildir: Britannica.com Thomas Mautner. Penguin Dictionary of Philosophy. Penguin Books, 1999.
Hvað er heilbrigð skynsemi?
Um aldamótin 1800 komu fram skoskir heimspekingar sem kenndu sig við heilbrigða skynsemi. Fremstir í flokki þeirra voru þeir Thomas Reid og nemandi hans, Dugald Stewart. Þeir sögðu undanfarna hughyggjumenn og efahyggjumenn hafa lagt upp frá röngum stað. Allt hið augljósa, sem hverjum manni er nærtækt með fulltingi heilbrigðrar skynsemi, setti heimspekilegum vangaveltum takmörk og væri jafnvel með réttu upphaf þeirra. -- Ef maður sér glas á borði er deginum ljósara að glasið er með sanni á borðinu, sögðu þeir, og öll heimspeki sem vill efast um það er á villugötum. Á tuttugustu öld var G.E. Moore (1873-1958) arftaki skoska skólans, stofnandi rökgreiningarheimspekinnar. Hann staðhæfði að hlutverk heimspekinnar væri ekki að efast um augljósar staðreyndir, það sem heilbrigð skynsemi sýndi, heldur greina þær. Heimildir: Britannica.com Thomas Mautner. Penguin Dictionary of Philosophy. Penguin Books, 1999.
Útgáfudagur
13.7.2000
Spyrjandi
Gréta Pétursdóttir
Tilvísun
HMH. „Hvað er heilbrigð skynsemi?“ Vísindavefurinn, 13. júlí 2000, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=638.
HMH. (2000, 13. júlí). Hvað er heilbrigð skynsemi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=638
HMH. „Hvað er heilbrigð skynsemi?“ Vísindavefurinn. 13. júl. 2000. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=638>.