Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er heilbrigð skynsemi?

HMH

Heilbrigð skynsemi (á ensku: common sense) er hæfileikinn til að átta sig á því sem er dagljóst. Heilbrigð skynsemi segir okkur til dæmis að búast vel áður en haldið er á íslenskt hálendi því að reynslan sýnir að þar er allra veðra von.


Um aldamótin 1800 komu fram skoskir heimspekingar sem kenndu sig við heilbrigða skynsemi. Fremstir í flokki þeirra voru þeir Thomas Reid og nemandi hans, Dugald Stewart. Þeir sögðu undanfarna hughyggjumenn og efahyggjumenn hafa lagt upp frá röngum stað. Allt hið augljósa, sem hverjum manni er nærtækt með fulltingi heilbrigðrar skynsemi, setti heimspekilegum vangaveltum takmörk og væri jafnvel með réttu upphaf þeirra. -- Ef maður sér glas á borði er deginum ljósara að glasið er með sanni á borðinu, sögðu þeir, og öll heimspeki sem vill efast um það er á villugötum.

Á tuttugustu öld var G.E. Moore (1873-1958) arftaki skoska skólans, stofnandi rökgreiningarheimspekinnar. Hann staðhæfði að hlutverk heimspekinnar væri ekki að efast um augljósar staðreyndir, það sem heilbrigð skynsemi sýndi, heldur greina þær.

Heimildir:

Britannica.com

Thomas Mautner. Penguin Dictionary of Philosophy. Penguin Books, 1999.

Höfundur

heimspekingur og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

13.7.2000

Spyrjandi

Gréta Pétursdóttir

Tilvísun

HMH. „Hvað er heilbrigð skynsemi?“ Vísindavefurinn, 13. júlí 2000, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=638.

HMH. (2000, 13. júlí). Hvað er heilbrigð skynsemi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=638

HMH. „Hvað er heilbrigð skynsemi?“ Vísindavefurinn. 13. júl. 2000. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=638>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er heilbrigð skynsemi?
Heilbrigð skynsemi (á ensku: common sense) er hæfileikinn til að átta sig á því sem er dagljóst. Heilbrigð skynsemi segir okkur til dæmis að búast vel áður en haldið er á íslenskt hálendi því að reynslan sýnir að þar er allra veðra von.


Um aldamótin 1800 komu fram skoskir heimspekingar sem kenndu sig við heilbrigða skynsemi. Fremstir í flokki þeirra voru þeir Thomas Reid og nemandi hans, Dugald Stewart. Þeir sögðu undanfarna hughyggjumenn og efahyggjumenn hafa lagt upp frá röngum stað. Allt hið augljósa, sem hverjum manni er nærtækt með fulltingi heilbrigðrar skynsemi, setti heimspekilegum vangaveltum takmörk og væri jafnvel með réttu upphaf þeirra. -- Ef maður sér glas á borði er deginum ljósara að glasið er með sanni á borðinu, sögðu þeir, og öll heimspeki sem vill efast um það er á villugötum.

Á tuttugustu öld var G.E. Moore (1873-1958) arftaki skoska skólans, stofnandi rökgreiningarheimspekinnar. Hann staðhæfði að hlutverk heimspekinnar væri ekki að efast um augljósar staðreyndir, það sem heilbrigð skynsemi sýndi, heldur greina þær.

Heimildir:

Britannica.com

Thomas Mautner. Penguin Dictionary of Philosophy. Penguin Books, 1999....