Sólin Sólin Rís 02:58 • sest 23:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:00 • Sest 02:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:15 • Síðdegis: 17:25 í Reykjavík

Ef allir bílar í heiminum gengju fyrir vetni myndi þá rigna endalaust um allan heim?

María Maack

Í stuttu máli: Nei það myndi ekki gerast.

Vert er að líta á nokkur atriði í þessu sambandi. Þegar bílar eru í gangi gefa þeir frá sér bæði vatnsgufu og koltvísýring (CO2). Nú þegar berst því mikil vatnsgufa út í andrúmsloftið frá allri umferð. Umferðin ásamt hitun frá húsum og ljósum í borginni veldur því einnig að það er að jafnaði hlýrra inni í borgum en á landsbyggðinni. Þar sem er hlýrra þéttist vatnsgufan ekki eins ört og helst því eins og ósýnilegur raki í loftinu.

Efnarafalar eru yfirleitt notaðir í farartækjum sem knúin eru áfram með vetni. Þegar þetta er gert er vatnsgufan sem myndast ekki eins heit og sú sem kemur frá venjulegum bílum. Hún er því þéttari og sést meira líkt og gufan sem stígur upp frá sundlaugunum okkar. Einnig getur runnið vatn frá þessum farartækjum, eins og gerist til dæmis stundum í vetnisknúnu strætivögnunum sem nú eru í umferð. Þessu vatni er auðvelt að safna saman og hella svo niður í stað þess að láta það renna á göturnar.

Vatnið úr vetnisbílum er alveg tandurhreint og þarf ekki að hreinsa áður en það fer sína venjulegu leið til sjávar. Sama má segja um vatnsgufuna sem frá þeim kemur. Ef allir bílar heims gengju fyrir vetni er því ljóst að vatnsgufan yrði talsvert meira áberandi en hún er núna. Þetta myndi hins vegar ekki valda aukinni úrkomu eða raka ef vatnsgufunni væri einfaldlega safnað og hún endurnotuð eða hellt niður sem rennandi vatni.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Einnig viljum við benda á nánari fróðleik á eftirfarandi síðum:

Höfundur

umhverfisstjóri hjá Íslenskri NýOrku

Útgáfudagur

16.11.2006

Spyrjandi

Ragnheiður Jónsdóttir

Tilvísun

María Maack. „Ef allir bílar í heiminum gengju fyrir vetni myndi þá rigna endalaust um allan heim?“ Vísindavefurinn, 16. nóvember 2006. Sótt 13. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6382.

María Maack. (2006, 16. nóvember). Ef allir bílar í heiminum gengju fyrir vetni myndi þá rigna endalaust um allan heim? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6382

María Maack. „Ef allir bílar í heiminum gengju fyrir vetni myndi þá rigna endalaust um allan heim?“ Vísindavefurinn. 16. nóv. 2006. Vefsíða. 13. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6382>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ef allir bílar í heiminum gengju fyrir vetni myndi þá rigna endalaust um allan heim?
Í stuttu máli: Nei það myndi ekki gerast.

Vert er að líta á nokkur atriði í þessu sambandi. Þegar bílar eru í gangi gefa þeir frá sér bæði vatnsgufu og koltvísýring (CO2). Nú þegar berst því mikil vatnsgufa út í andrúmsloftið frá allri umferð. Umferðin ásamt hitun frá húsum og ljósum í borginni veldur því einnig að það er að jafnaði hlýrra inni í borgum en á landsbyggðinni. Þar sem er hlýrra þéttist vatnsgufan ekki eins ört og helst því eins og ósýnilegur raki í loftinu.

Efnarafalar eru yfirleitt notaðir í farartækjum sem knúin eru áfram með vetni. Þegar þetta er gert er vatnsgufan sem myndast ekki eins heit og sú sem kemur frá venjulegum bílum. Hún er því þéttari og sést meira líkt og gufan sem stígur upp frá sundlaugunum okkar. Einnig getur runnið vatn frá þessum farartækjum, eins og gerist til dæmis stundum í vetnisknúnu strætivögnunum sem nú eru í umferð. Þessu vatni er auðvelt að safna saman og hella svo niður í stað þess að láta það renna á göturnar.

Vatnið úr vetnisbílum er alveg tandurhreint og þarf ekki að hreinsa áður en það fer sína venjulegu leið til sjávar. Sama má segja um vatnsgufuna sem frá þeim kemur. Ef allir bílar heims gengju fyrir vetni er því ljóst að vatnsgufan yrði talsvert meira áberandi en hún er núna. Þetta myndi hins vegar ekki valda aukinni úrkomu eða raka ef vatnsgufunni væri einfaldlega safnað og hún endurnotuð eða hellt niður sem rennandi vatni.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Einnig viljum við benda á nánari fróðleik á eftirfarandi síðum:...