Sólin Sólin Rís 08:51 • sest 18:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 09:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:10 • Síðdegis: 19:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:03 • Síðdegis: 13:25 í Reykjavík

Breytast hafstraumar?

Jón Ólafsson

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Breytast hafstraumar? Eru líkur á að hafstraumar í kringum Ísland breytist þannig að landið verði óbyggilegt?

Svo háttar til um legu Íslands að það er á mörkum mildra og kaldra strauma í sjó og lofti. Sá angi eða afsprengi Golfstraumsins sem berst að sunnan- og vestanverðu landinu veldur því að veðurfar er miklu mildara en vænta mætti af norðlægri hnattstöðu landsins, rétt við heimskautsbauginn. Þessi straumur flæðir norður fyrir landið og blandast köldum sjó úr norðri þegar hann berst austur eftir landgrunninu þar. Ísland væri álíka vistlegt og Austur Grænland ef við nytum ekki þessa hlýa hafstraums, tæpast byggilegt.Yfirborðsstraumar í hafinu umhverfis Ísland. Rauðu örvarnar tákna hlýjan og saltan Atlantssjó, þær bláu eru kaldur seltulágur pólsjór, grænu sýna kaldan svalsjó og gulu örvarnar eru strandsjór.

Loft- og hafstraumar miðla varmaorku sólarinnar um yfirborð jarðar og þar sem sólarorkan er býsna stöðug eru hafstraumarnir það einnig. Þó eru sveiflur í kerfinu, sumar verða á löngum tíma, aðrar örar. Dæmi um breytingar á jarðsögulegum tíma er það að á ísöld, sem lauk fyrir um 10.000 árum, náði Golfstraumurinn ekki til Íslands eða norðvestur Evrópu, Bretlandseyja og Skandinavíu.

Einnig eru áratuga hlýskeið og kuldaskeið. Á síðustu öld var þannig milt veðurfar hér á landi á tímabilinu 1920-1964 en í kjölfarið komu hafísárin svonefndu, 1965-1971, þegar hafís var algengur við norður- og austurlandi á vorin. Síðan hafa aðstæður verið breytilegar, sum ár köld en önnur hlý. Þannig var 1979 kalt en 1980 hlýtt og 1995 mjög kalt þó ekki bærist hafís að landinu. Eftir 2000 hefur verið fremur hlýtt og var 2003 eitt allra besta ár sem athuganir skrá.Hafís við strendur Íslands janúar - júní á árunum 1964 - 1971. (Mynd eftir Hlyn Sigtryggsson, 1972).

Allar tengjast þessar breytingar flæði hlýsjávar inn á norðurmið, styrk hlýsjávarstraumsins sem þangað nær. Þegar hann er veikur færist kaldur og seltulágur sjór úr norðri að landinu. Hafstraumar í yfirborði heimshafanna eru í nánum tengslum við vindakerfin þar sem vindurinn togar í hafflötinn. Það er þekkt að breytileikinn í flæði hlýsjávar inn á norðurmið tengist veðráttu, vindstyrk og stefnu við landið norðvestanvert undangengna mánuði, afstöðu og styrk hæða og lægða sem berast yfir Atlantshafið. Með öðrum orðum tengist þessi breytileiki veðurfarinu.

Það er víst lítill vafi á því, að vegna breytinga á gróðurhússáhrifum í lofthjúpi jarðar eiga sér stað og verða veðurfarsbreytingar á jörðinni. Við hlýnandi veðurfar, bráðnun jökla og aukið ferskvatnsflæði til hafsins, kann selta nyrst í Atlantshafi að lækka svo mjög að það dragi úr djúpsjávarmyndun í Norðurhöfum og um leið úr flæði hlýsjávar inn í Norðurhöf með þremur straumum, vestan Íslands, milli Íslands og Færeyja og austan Færeyja (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvað mundi gerast ef Norður-Atlantshafsstraumurinn stöðvaðist eða breytti um stefnu?). Fari svo, er líklegt að kólna muni á okkar slóðum en til mótvægis kemur almenn hlýnun lofthjúpsins.

Margt er þó á huldu um framtíðarþróun veðurfars en hún skiptir miklu máli og er eitt helsta rannsóknaefni haf- og veðurfræða. Á þeim vettvangi er meðal annars stuðst við tölvulíkön um samskipti lofts og sjávar og reynt að spá í þróunina út frá mismunandi forsendum. Nokkur helstu líkönin gefa til kynna að hlýsjávarflæðið norður Atlantshaf muni hafa minnkað um 30% fyrir lok þessarar aldar. Það verður að teljast afskaplega ólíklegt að hlýsjávarstraumurinn norður fyrir Ísland muni hætta og að landið verði óbyggilegt. En straumurinn verður eflaust breytilegur frá ári til árs sem fyrr.

Önnur svör um hafstrauma á Vísindavefnum:

Höfundur

Jón Ólafsson

prófessor emeritus í haffræði við HÍ

Útgáfudagur

16.11.2006

Spyrjandi

Þórólfur Sveinsson

Tilvísun

Jón Ólafsson. „Breytast hafstraumar?“ Vísindavefurinn, 16. nóvember 2006. Sótt 25. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6383.

Jón Ólafsson. (2006, 16. nóvember). Breytast hafstraumar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6383

Jón Ólafsson. „Breytast hafstraumar?“ Vísindavefurinn. 16. nóv. 2006. Vefsíða. 25. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6383>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Breytast hafstraumar?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Breytast hafstraumar? Eru líkur á að hafstraumar í kringum Ísland breytist þannig að landið verði óbyggilegt?

Svo háttar til um legu Íslands að það er á mörkum mildra og kaldra strauma í sjó og lofti. Sá angi eða afsprengi Golfstraumsins sem berst að sunnan- og vestanverðu landinu veldur því að veðurfar er miklu mildara en vænta mætti af norðlægri hnattstöðu landsins, rétt við heimskautsbauginn. Þessi straumur flæðir norður fyrir landið og blandast köldum sjó úr norðri þegar hann berst austur eftir landgrunninu þar. Ísland væri álíka vistlegt og Austur Grænland ef við nytum ekki þessa hlýa hafstraums, tæpast byggilegt.Yfirborðsstraumar í hafinu umhverfis Ísland. Rauðu örvarnar tákna hlýjan og saltan Atlantssjó, þær bláu eru kaldur seltulágur pólsjór, grænu sýna kaldan svalsjó og gulu örvarnar eru strandsjór.

Loft- og hafstraumar miðla varmaorku sólarinnar um yfirborð jarðar og þar sem sólarorkan er býsna stöðug eru hafstraumarnir það einnig. Þó eru sveiflur í kerfinu, sumar verða á löngum tíma, aðrar örar. Dæmi um breytingar á jarðsögulegum tíma er það að á ísöld, sem lauk fyrir um 10.000 árum, náði Golfstraumurinn ekki til Íslands eða norðvestur Evrópu, Bretlandseyja og Skandinavíu.

Einnig eru áratuga hlýskeið og kuldaskeið. Á síðustu öld var þannig milt veðurfar hér á landi á tímabilinu 1920-1964 en í kjölfarið komu hafísárin svonefndu, 1965-1971, þegar hafís var algengur við norður- og austurlandi á vorin. Síðan hafa aðstæður verið breytilegar, sum ár köld en önnur hlý. Þannig var 1979 kalt en 1980 hlýtt og 1995 mjög kalt þó ekki bærist hafís að landinu. Eftir 2000 hefur verið fremur hlýtt og var 2003 eitt allra besta ár sem athuganir skrá.Hafís við strendur Íslands janúar - júní á árunum 1964 - 1971. (Mynd eftir Hlyn Sigtryggsson, 1972).

Allar tengjast þessar breytingar flæði hlýsjávar inn á norðurmið, styrk hlýsjávarstraumsins sem þangað nær. Þegar hann er veikur færist kaldur og seltulágur sjór úr norðri að landinu. Hafstraumar í yfirborði heimshafanna eru í nánum tengslum við vindakerfin þar sem vindurinn togar í hafflötinn. Það er þekkt að breytileikinn í flæði hlýsjávar inn á norðurmið tengist veðráttu, vindstyrk og stefnu við landið norðvestanvert undangengna mánuði, afstöðu og styrk hæða og lægða sem berast yfir Atlantshafið. Með öðrum orðum tengist þessi breytileiki veðurfarinu.

Það er víst lítill vafi á því, að vegna breytinga á gróðurhússáhrifum í lofthjúpi jarðar eiga sér stað og verða veðurfarsbreytingar á jörðinni. Við hlýnandi veðurfar, bráðnun jökla og aukið ferskvatnsflæði til hafsins, kann selta nyrst í Atlantshafi að lækka svo mjög að það dragi úr djúpsjávarmyndun í Norðurhöfum og um leið úr flæði hlýsjávar inn í Norðurhöf með þremur straumum, vestan Íslands, milli Íslands og Færeyja og austan Færeyja (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvað mundi gerast ef Norður-Atlantshafsstraumurinn stöðvaðist eða breytti um stefnu?). Fari svo, er líklegt að kólna muni á okkar slóðum en til mótvægis kemur almenn hlýnun lofthjúpsins.

Margt er þó á huldu um framtíðarþróun veðurfars en hún skiptir miklu máli og er eitt helsta rannsóknaefni haf- og veðurfræða. Á þeim vettvangi er meðal annars stuðst við tölvulíkön um samskipti lofts og sjávar og reynt að spá í þróunina út frá mismunandi forsendum. Nokkur helstu líkönin gefa til kynna að hlýsjávarflæðið norður Atlantshaf muni hafa minnkað um 30% fyrir lok þessarar aldar. Það verður að teljast afskaplega ólíklegt að hlýsjávarstraumurinn norður fyrir Ísland muni hætta og að landið verði óbyggilegt. En straumurinn verður eflaust breytilegur frá ári til árs sem fyrr.

Önnur svör um hafstrauma á Vísindavefnum:...