Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu margir kristnir hátíðisdagar eru byggðir á gömlum heiðnum hátíðisdögum?

Árni Björnsson

Spyrjandi bætir við:

Hvers vegna ber þá upp á svipaðan eða sama tíma?

Segja má að næstum allir alþjóðlegir kristnir hátíðisdagar eigi sér einhverjar rætur í eldri veraldlegum hátíðum, og hófst þess þróun þegar í gyðingdómi. Til er hirðisbréf sem Gregoíus páfi fyrsti (eða mikli) sendi um árið 600 til Ágústínusar erkibiskups í Kantaraborg. Kjarni þess er að heilög kirkja skuli umbera gamla siði alþýðunnar eftir föngum og reyna að gæða þá kristilegum anda. Þetta varð hvarvetna stefna kirkjunnar þótt misvel gengi að framfylgja henni.

Páskar og hvítasunna eru dæmi um hátíðir sem eiga sér enn eldri rætur en páfabréfið. Hvítasunnan var upphaflega haldin til að fagna hveitiuppskeru. Á þeirri hátíð urðu lærisveinarnir fyrir sendingu heilags anda.

Upprunalega voru páskar aftur á móti hátíð hjá hirðingjaþjóðinni Hebreum þar sem fæðingu fyrstu lambanna var fagnað. Þaðan er runninn sá siður að snæða páskalambið. Eftir að Gyðingar urðu akuryrkjuþjóð var einnig farið að nefna páskana hátíð ósýrðu brauðanna. Enn seinna voru þeir haldnir í minningu flótta Gyðinga frá Egyptalandi og loks urðu þeir upprisuhátíð Jesú Krists.


Upphaflega var fæðingu fyrstu lambanna fagnað á páskum.

Þekktasta dæmið er vitaskuld jólin. Skammdegishátíð var víða til löngu fyrir Krists burð, meðal annars í Rómaveldi. Hvergi er hins vegar minnst á nákvæman fæðingardag Jesú í Biblíunni, ekki einu sinni árstíðina. Eftir að kristni var gerð að ríkistrú í Rómaveldi á 4. öld var smám saman farið að halda upp á fæðingu Jesú Krists á gömlum sólhvarfadegi, 25. desember. Þannig fór einnig um hin fornu norrænu jól sem sennilega hafa verið haldin við fyrsta fulla tungl eftir vetrarsólhvörf.

Af öðrum alþjóðlegum stórhátíðum má nefna sem dæmi að boðunardagur Maríu 25. mars er dagsettur í nánd við vorjafndægur. Krossmessa á vor 3. maí er sömuleiðis í nánd við gamla sumarkomuhátíð og Jónsmessa 24. júní, fæðingarhátíð Jóhannesar skírara, er í nánd við sumarsólstöður. Krossmessa á haust 14. september er nærri haustjafndægrum en bæði hún og Mikjálsmessa 29. september voru á svipuðum tíma og gamlar uppskeruhátíðir í Evrópu. Loks var allraheilagramessa 1. nóvember í nánd við vetrarkomu.

Síðastnefnda tengingin er mjög augljós á Íslandi. Í öndverðu fögnuðu menn vetri skömmu eftir sláturtíð og gæddu sér ótæpilega á því nýmeti sem þá féll til en sjaldnast var mikið um á veturna. Eftir að kirkjunni óx fiskur um hrygg færðist veislan yfir á allraheilagramessu sem af þeim sökum fékk auknefnið sviðamessa.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

Höfundur

Árni Björnsson

dr. phil. í menningarsögu

Útgáfudagur

22.11.2006

Spyrjandi

Helga Björg Arnarsdóttir

Tilvísun

Árni Björnsson. „Hversu margir kristnir hátíðisdagar eru byggðir á gömlum heiðnum hátíðisdögum?“ Vísindavefurinn, 22. nóvember 2006, sótt 10. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6396.

Árni Björnsson. (2006, 22. nóvember). Hversu margir kristnir hátíðisdagar eru byggðir á gömlum heiðnum hátíðisdögum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6396

Árni Björnsson. „Hversu margir kristnir hátíðisdagar eru byggðir á gömlum heiðnum hátíðisdögum?“ Vísindavefurinn. 22. nóv. 2006. Vefsíða. 10. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6396>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu margir kristnir hátíðisdagar eru byggðir á gömlum heiðnum hátíðisdögum?
Spyrjandi bætir við:

Hvers vegna ber þá upp á svipaðan eða sama tíma?

Segja má að næstum allir alþjóðlegir kristnir hátíðisdagar eigi sér einhverjar rætur í eldri veraldlegum hátíðum, og hófst þess þróun þegar í gyðingdómi. Til er hirðisbréf sem Gregoíus páfi fyrsti (eða mikli) sendi um árið 600 til Ágústínusar erkibiskups í Kantaraborg. Kjarni þess er að heilög kirkja skuli umbera gamla siði alþýðunnar eftir föngum og reyna að gæða þá kristilegum anda. Þetta varð hvarvetna stefna kirkjunnar þótt misvel gengi að framfylgja henni.

Páskar og hvítasunna eru dæmi um hátíðir sem eiga sér enn eldri rætur en páfabréfið. Hvítasunnan var upphaflega haldin til að fagna hveitiuppskeru. Á þeirri hátíð urðu lærisveinarnir fyrir sendingu heilags anda.

Upprunalega voru páskar aftur á móti hátíð hjá hirðingjaþjóðinni Hebreum þar sem fæðingu fyrstu lambanna var fagnað. Þaðan er runninn sá siður að snæða páskalambið. Eftir að Gyðingar urðu akuryrkjuþjóð var einnig farið að nefna páskana hátíð ósýrðu brauðanna. Enn seinna voru þeir haldnir í minningu flótta Gyðinga frá Egyptalandi og loks urðu þeir upprisuhátíð Jesú Krists.


Upphaflega var fæðingu fyrstu lambanna fagnað á páskum.

Þekktasta dæmið er vitaskuld jólin. Skammdegishátíð var víða til löngu fyrir Krists burð, meðal annars í Rómaveldi. Hvergi er hins vegar minnst á nákvæman fæðingardag Jesú í Biblíunni, ekki einu sinni árstíðina. Eftir að kristni var gerð að ríkistrú í Rómaveldi á 4. öld var smám saman farið að halda upp á fæðingu Jesú Krists á gömlum sólhvarfadegi, 25. desember. Þannig fór einnig um hin fornu norrænu jól sem sennilega hafa verið haldin við fyrsta fulla tungl eftir vetrarsólhvörf.

Af öðrum alþjóðlegum stórhátíðum má nefna sem dæmi að boðunardagur Maríu 25. mars er dagsettur í nánd við vorjafndægur. Krossmessa á vor 3. maí er sömuleiðis í nánd við gamla sumarkomuhátíð og Jónsmessa 24. júní, fæðingarhátíð Jóhannesar skírara, er í nánd við sumarsólstöður. Krossmessa á haust 14. september er nærri haustjafndægrum en bæði hún og Mikjálsmessa 29. september voru á svipuðum tíma og gamlar uppskeruhátíðir í Evrópu. Loks var allraheilagramessa 1. nóvember í nánd við vetrarkomu.

Síðastnefnda tengingin er mjög augljós á Íslandi. Í öndverðu fögnuðu menn vetri skömmu eftir sláturtíð og gæddu sér ótæpilega á því nýmeti sem þá féll til en sjaldnast var mikið um á veturna. Eftir að kirkjunni óx fiskur um hrygg færðist veislan yfir á allraheilagramessu sem af þeim sökum fékk auknefnið sviðamessa.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

...