Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er uppruni orðsins sími?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Upphafleg spurning var í heild sem hér segir:
Hver er uppruni orðsins sími? Er þetta gamalt orð eða nýsmíði? Ef þetta er gamalt orð, hver var þá upphafleg merking þess? Ef þetta er nýtt orð, hver var þá hugsunin á bak við þá smíði?
Orðið sími er gamalt í málinu. Það var þó einkum notað í hvorugkyni, síma, í merkingunni 'þráður, band'. Í karlkyni kemur það fyrir í samsetningunni varrsími í merkingunni 'kjölrák'.

Dæmi eru um orðið í nágrannamálum. Í nýnorsku merkir sime 'reipi, taug', í sænskum mállýskum er til simme í merkingunni 'ól, reipi' og í dönsku merkir sime '(hálm)reipi'. Á eldri germönskum málstigum má finna sîmo í fornsaxnesku og sîma í fornensku í merkingunni 'band' (Ásgeir Blöndal Magnússon. Íslensk orðsifjabók 1989:816).

Þegar farið var að tala um síma hérlendis í lok nítjándu aldar fóru ýmis orð á kreik svo sem hljóðberi, hljómþráður, hljóðþráður, talþráður og fréttaþráður. Í dansk-íslenskri orðabók eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili frá 1896 birtist orðið sími í fyrsta sinn, svo vitað sé, í samsetningunum talsími og ritsími og í sögninni að talsíma. Orðið sími vann smám saman á og árið 1905 er það nær eingöngu notað í frumvarpi frá Alþingi um símasamband milli Íslands og Evrópu. Hin forna merking 'þráður, band' varð kveikjan að því að gamalt orð var endurvakið í nýrri merkingu.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

13.7.2000

Spyrjandi

Steingrímur Ólafsson

Efnisorð

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins sími?“ Vísindavefurinn, 13. júlí 2000, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=640.

Guðrún Kvaran. (2000, 13. júlí). Hver er uppruni orðsins sími? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=640

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins sími?“ Vísindavefurinn. 13. júl. 2000. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=640>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni orðsins sími?
Upphafleg spurning var í heild sem hér segir:

Hver er uppruni orðsins sími? Er þetta gamalt orð eða nýsmíði? Ef þetta er gamalt orð, hver var þá upphafleg merking þess? Ef þetta er nýtt orð, hver var þá hugsunin á bak við þá smíði?
Orðið sími er gamalt í málinu. Það var þó einkum notað í hvorugkyni, síma, í merkingunni 'þráður, band'. Í karlkyni kemur það fyrir í samsetningunni varrsími í merkingunni 'kjölrák'.

Dæmi eru um orðið í nágrannamálum. Í nýnorsku merkir sime 'reipi, taug', í sænskum mállýskum er til simme í merkingunni 'ól, reipi' og í dönsku merkir sime '(hálm)reipi'. Á eldri germönskum málstigum má finna sîmo í fornsaxnesku og sîma í fornensku í merkingunni 'band' (Ásgeir Blöndal Magnússon. Íslensk orðsifjabók 1989:816).

Þegar farið var að tala um síma hérlendis í lok nítjándu aldar fóru ýmis orð á kreik svo sem hljóðberi, hljómþráður, hljóðþráður, talþráður og fréttaþráður. Í dansk-íslenskri orðabók eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili frá 1896 birtist orðið sími í fyrsta sinn, svo vitað sé, í samsetningunum talsími og ritsími og í sögninni að talsíma. Orðið sími vann smám saman á og árið 1905 er það nær eingöngu notað í frumvarpi frá Alþingi um símasamband milli Íslands og Evrópu. Hin forna merking 'þráður, band' varð kveikjan að því að gamalt orð var endurvakið í nýrri merkingu....