Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík

Hverjir eru kostir og gallar atferlisþjálfunar fyrir börn?

Zuilma Gabriela Sigurðardóttir

Atferlisþjálfun er markviss notkun á vel þekktum námslögmálum í þeim tilgangi að kenna eða móta tiltekna hegðun og losna við aðra úr hegðunarmynstri einstaklings. B. F. Skinner (1904-1990) setti þessi lögmál fram einna fyrstur manna og byggja þau á þeirri grundvallarhugmynd að hegðun skilyrðist eða lærist vegna þeirra afleiðinga sem hún hefur. Í rauninni er hægt að líta svo á að öll samskipti manna á milli, öll kennsla, þjálfun og uppeldi, byggi meira eða minna á slíkum námslögmálum; sum hegðun velst úr og önnur hverfur, allt eftir því hvort afleiðingar hegðunarinnar eru hagstæðar eða ekki. Atferlisþjálfun felst að miklu leyti í því að hagræða þessum afleiðingum og hafa með því áhrif á hegðun, til dæmis færni fólks. Þessi aðferð hefur til að mynda verið notuð með góðum árangri til að taka á hegðunarvanda og námserfiðleikum barna og unglinga.

Atferlisþjálfun er ávallt einstaklingsmiðuð þannig að námslögmálin eru nýtt á þann hátt sem hentar nemanum best hverju sinni. Þannig getur ein gerð atferlisþjálfunar hentað tilteknu barni í ákveðnum aðstæðum jafnvel þótt sams konar aðferð henti ekki öðru barni eða ólíkum aðstæðum. Með því að miða atferlisþjálfun við þarfir hvers barns er stuðlað að því að sem mest nám eigi sér stað á sem skemmstum tíma. Einnig er hugað að því að námið verði varanlegt og að einstaklingurinn geti nýtt sér þá færni sem hann tileinkar sér í nýjum aðstæðum án viðbótarþjálfunar eða með eins lítilli aukaþjálfun og kostur er.


Hafi hegðun hagstæðar afleiðingar styrkist hún í sessi. Fái nemandi til að mynda góða einkunn eða hrós fyrir vel unnin verkefni er hann líklegur til að standa sig enn betur næst.

Ef til vill er helsti galli atferlisþjálfunar að hún krefst töluverðrar menntunar og starfsþjálfunar eigi hún að vera rétt hönnuð frá upphafi til enda. Að öðru leyti fylgja henni fáir ókostir; það er sama á hvaða svið er litið, samkvæmt rannsóknum síðastliðinna 45 ára er atferlisþjálfun ein árangursríkasta aðferðin til að taka á hvers konar vanda, sama hver orsök hans er. Það er nefnilega innbyggt í atferlisþjálfun að mælingar á áhrifum og árangri hennar eru gerðar frá upphafi og þjálfunin er sniðin, endurskoðuð og endurhönnuð út frá þessum gögnum. Þannig er þjálfuninni breytt ef hún virðist ekki ná tilsettum markmiðum, þó ávallt með tilvísun í námslögmálin.

Árangursrík atferlisþjálfun krefst þess að hún sé bæði kerfisbundin og markviss. Ef margir koma að þjálfuninni er sérstaklega mikilvægt að gætt sé að samkvæmni í beitingu aðferða. Þetta kallar á þjálfun og endurþjálfun, nokkurs konar gæðaeftirlit með öllum sem að atferlisþjálfuninni standa. Slík ráðstöfun getur kallað á fjárútlát sem þó skila sér margfalt til baka ef færni barnsins eykst og vandinn sem barnið glímir við leysist.

Mynd: Apparently, I'm Still in Kindergarten. Höfundur myndar er Amy. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi.

Höfundur

dósent í sálfræði við HÍ

Útgáfudagur

28.11.2006

Spyrjandi

Eva Friðjónsdóttir

Tilvísun

Zuilma Gabriela Sigurðardóttir. „Hverjir eru kostir og gallar atferlisþjálfunar fyrir börn?“ Vísindavefurinn, 28. nóvember 2006. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6407.

Zuilma Gabriela Sigurðardóttir. (2006, 28. nóvember). Hverjir eru kostir og gallar atferlisþjálfunar fyrir börn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6407

Zuilma Gabriela Sigurðardóttir. „Hverjir eru kostir og gallar atferlisþjálfunar fyrir börn?“ Vísindavefurinn. 28. nóv. 2006. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6407>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hverjir eru kostir og gallar atferlisþjálfunar fyrir börn?
Atferlisþjálfun er markviss notkun á vel þekktum námslögmálum í þeim tilgangi að kenna eða móta tiltekna hegðun og losna við aðra úr hegðunarmynstri einstaklings. B. F. Skinner (1904-1990) setti þessi lögmál fram einna fyrstur manna og byggja þau á þeirri grundvallarhugmynd að hegðun skilyrðist eða lærist vegna þeirra afleiðinga sem hún hefur. Í rauninni er hægt að líta svo á að öll samskipti manna á milli, öll kennsla, þjálfun og uppeldi, byggi meira eða minna á slíkum námslögmálum; sum hegðun velst úr og önnur hverfur, allt eftir því hvort afleiðingar hegðunarinnar eru hagstæðar eða ekki. Atferlisþjálfun felst að miklu leyti í því að hagræða þessum afleiðingum og hafa með því áhrif á hegðun, til dæmis færni fólks. Þessi aðferð hefur til að mynda verið notuð með góðum árangri til að taka á hegðunarvanda og námserfiðleikum barna og unglinga.

Atferlisþjálfun er ávallt einstaklingsmiðuð þannig að námslögmálin eru nýtt á þann hátt sem hentar nemanum best hverju sinni. Þannig getur ein gerð atferlisþjálfunar hentað tilteknu barni í ákveðnum aðstæðum jafnvel þótt sams konar aðferð henti ekki öðru barni eða ólíkum aðstæðum. Með því að miða atferlisþjálfun við þarfir hvers barns er stuðlað að því að sem mest nám eigi sér stað á sem skemmstum tíma. Einnig er hugað að því að námið verði varanlegt og að einstaklingurinn geti nýtt sér þá færni sem hann tileinkar sér í nýjum aðstæðum án viðbótarþjálfunar eða með eins lítilli aukaþjálfun og kostur er.


Hafi hegðun hagstæðar afleiðingar styrkist hún í sessi. Fái nemandi til að mynda góða einkunn eða hrós fyrir vel unnin verkefni er hann líklegur til að standa sig enn betur næst.

Ef til vill er helsti galli atferlisþjálfunar að hún krefst töluverðrar menntunar og starfsþjálfunar eigi hún að vera rétt hönnuð frá upphafi til enda. Að öðru leyti fylgja henni fáir ókostir; það er sama á hvaða svið er litið, samkvæmt rannsóknum síðastliðinna 45 ára er atferlisþjálfun ein árangursríkasta aðferðin til að taka á hvers konar vanda, sama hver orsök hans er. Það er nefnilega innbyggt í atferlisþjálfun að mælingar á áhrifum og árangri hennar eru gerðar frá upphafi og þjálfunin er sniðin, endurskoðuð og endurhönnuð út frá þessum gögnum. Þannig er þjálfuninni breytt ef hún virðist ekki ná tilsettum markmiðum, þó ávallt með tilvísun í námslögmálin.

Árangursrík atferlisþjálfun krefst þess að hún sé bæði kerfisbundin og markviss. Ef margir koma að þjálfuninni er sérstaklega mikilvægt að gætt sé að samkvæmni í beitingu aðferða. Þetta kallar á þjálfun og endurþjálfun, nokkurs konar gæðaeftirlit með öllum sem að atferlisþjálfuninni standa. Slík ráðstöfun getur kallað á fjárútlát sem þó skila sér margfalt til baka ef færni barnsins eykst og vandinn sem barnið glímir við leysist.

Mynd: Apparently, I'm Still in Kindergarten. Höfundur myndar er Amy. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi....