
Orðasambandið eins og krækiber í helvíti er notað í merkingunni ‛eitthvað hrekkur skammt, eitthvað er eins og dropi í hafið'. Lítið munar um eitt krækiber í helvíti sem ætti að vera stórt og rúma mikið.
- Crowberry - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 4.2.2013).
Líkingin „eins og krækiber í helvíti“ birtist stundum í hinum ýmsu textum. Vitið þið við hvað er átt með henni?