Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er uppruni örnefnisins Skálafell og gæti verið að upphaflega hafi það heitið Skálarfell eða Skaflafjell?

Svavar Sigmundsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Fyrirspyrjandi nefnir ekki hvaða fell hann á við en Skálafell eru tvö í nágrenni Reykjavíkur:
  1. Austan Esju, inn af Mosfellsdal í Kjósarsýslu (774 m).
  2. Upp af Hellisheiði, suðaustur af Hveradölum (574 m).

Landnámabók segir að Ingólfur Arnarson hafi látið gera skála á Skálafelli (Íslenzk fornrit I, 45) og mun þá átt við Skálafell sunnan Hellisheiðar. Hins vegar segir Kristian Kålund í sögustaðalýsingu sinni að sagnir séu um að Ingólfur hafi haft skála (fjárskála) á Skálafelli austan Esju (Kålund I, 43). Jónas Magnússon í Stardal segir í örnefnaskrá að fellið í Kjós „ætti betur við söguna af Ingólfi Arnarsyni en Skálafell upp af Kömbum, því að Þingvallavatn blasir við af þessu felli.“

Stardalur séð til norðurs, Skálafell í baksýn.

Líklega er nafnið á fjallinu austan Esju upphaflega *Skálarfell, af áberandi skál í fjallinu. Þó er önnur skál minni í austurenda fjallsins og gæti því nafnið hafa verið Skálafell í upphafi, segir Egill J. Stardal, sonur Jónasar í Stardal í Árbók Ferðafélagsins 1985, 122-123.

Ekki er líklegt að upphaflega nafnið hafi verið Skaflafjell eða Skavlfjell. Þórhallur Vilmundarson segir að Skálafell sunnan Hellisheiðar minni á húsburst séð úr Ölfusi og gæti því verið líkingarnafn (Grímnir I, 128).

Heimildir og mynd:

  • Ferðafélag Íslands. Árbók 1985. Rvk. 1985.
  • Grímnir I. Rvk. 1980.
  • Kristian Kålund. Íslenzkir sögustaðir I. Sunnlendingafjórðungur. Íslenzk þýðing: Haraldur Matthíasson. Rvk. 1984.
  • Landnámabók. Íslenzk fornrit. I. Rvk. 1968.
  • Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. (Sótt 18. 1. 2013).


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Uppruni orðsins/örnefnisins Skálafell. Ef uppruni örnefnisins væri vegna þess að skáli hafi verið reistur þar myndi það passa ágætlega en nú hef ég séð það á prenti að Skálafell sé kennt við skál sem er í fjallinu. Ætti það þá ekki að vera Skálarfell?

Gæti kannski verið að nafnið sé tilkomið að allt öðrum toga og vísi í snjó í fjalli, það er Skaflafjell eða Skavlfjell en síðar misritað?

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

21.1.2013

Spyrjandi

Gunnar Þór Gunnarsson

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hver er uppruni örnefnisins Skálafell og gæti verið að upphaflega hafi það heitið Skálarfell eða Skaflafjell?“ Vísindavefurinn, 21. janúar 2013, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=64102.

Svavar Sigmundsson. (2013, 21. janúar). Hver er uppruni örnefnisins Skálafell og gæti verið að upphaflega hafi það heitið Skálarfell eða Skaflafjell? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=64102

Svavar Sigmundsson. „Hver er uppruni örnefnisins Skálafell og gæti verið að upphaflega hafi það heitið Skálarfell eða Skaflafjell?“ Vísindavefurinn. 21. jan. 2013. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=64102>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni örnefnisins Skálafell og gæti verið að upphaflega hafi það heitið Skálarfell eða Skaflafjell?
Fyrirspyrjandi nefnir ekki hvaða fell hann á við en Skálafell eru tvö í nágrenni Reykjavíkur:

  1. Austan Esju, inn af Mosfellsdal í Kjósarsýslu (774 m).
  2. Upp af Hellisheiði, suðaustur af Hveradölum (574 m).

Landnámabók segir að Ingólfur Arnarson hafi látið gera skála á Skálafelli (Íslenzk fornrit I, 45) og mun þá átt við Skálafell sunnan Hellisheiðar. Hins vegar segir Kristian Kålund í sögustaðalýsingu sinni að sagnir séu um að Ingólfur hafi haft skála (fjárskála) á Skálafelli austan Esju (Kålund I, 43). Jónas Magnússon í Stardal segir í örnefnaskrá að fellið í Kjós „ætti betur við söguna af Ingólfi Arnarsyni en Skálafell upp af Kömbum, því að Þingvallavatn blasir við af þessu felli.“

Stardalur séð til norðurs, Skálafell í baksýn.

Líklega er nafnið á fjallinu austan Esju upphaflega *Skálarfell, af áberandi skál í fjallinu. Þó er önnur skál minni í austurenda fjallsins og gæti því nafnið hafa verið Skálafell í upphafi, segir Egill J. Stardal, sonur Jónasar í Stardal í Árbók Ferðafélagsins 1985, 122-123.

Ekki er líklegt að upphaflega nafnið hafi verið Skaflafjell eða Skavlfjell. Þórhallur Vilmundarson segir að Skálafell sunnan Hellisheiðar minni á húsburst séð úr Ölfusi og gæti því verið líkingarnafn (Grímnir I, 128).

Heimildir og mynd:

  • Ferðafélag Íslands. Árbók 1985. Rvk. 1985.
  • Grímnir I. Rvk. 1980.
  • Kristian Kålund. Íslenzkir sögustaðir I. Sunnlendingafjórðungur. Íslenzk þýðing: Haraldur Matthíasson. Rvk. 1984.
  • Landnámabók. Íslenzk fornrit. I. Rvk. 1968.
  • Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. (Sótt 18. 1. 2013).


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Uppruni orðsins/örnefnisins Skálafell. Ef uppruni örnefnisins væri vegna þess að skáli hafi verið reistur þar myndi það passa ágætlega en nú hef ég séð það á prenti að Skálafell sé kennt við skál sem er í fjallinu. Ætti það þá ekki að vera Skálarfell?

Gæti kannski verið að nafnið sé tilkomið að allt öðrum toga og vísi í snjó í fjalli, það er Skaflafjell eða Skavlfjell en síðar misritað?

...