Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaðan kemur orðatiltækið 'á elleftu stundu'?

Guðrún Kvaran

Orðatiltækið á elleftu stundu á rætur að rekja til Biblíunnar.

Í 20. kafla Matteusarguðspjalls segir Jesús lærisveinum sínum dæmisögu af húsbónda einum sem gekk út snemma morguns í þeim tilgangi að ráða verkamenn til vinnu í víngarði sínum. Vinnudagurinn hjá Gyðingum stóð frá sex að morgni til sex síðdegis. Suma réði hann í byrjun vinnudags, suma klukkan níu, enn aðra um hádegi og einhverja klukkan þrjú eftir hádegi. Um elleftu stund, það er klukkan fimm síðdegis, fann hann enn menn sem ekki voru að vinna og réð þá til sín til loka vinnudags klukkan sex. Þeir síðustu sem ráðnir voru unnu því aðeins í klukkustund. Þeir voru ráðnir á elleftu stundu, það er rétt fyrir síðustu klukkustund vinnudagsins, en fengu samt sömu laun og hinir.


Í Biblíunni segir frá verkamönnum sem á elleftu stundu voru ráðnir til að vinna í víngarði húsbónda nokkurs.

Síðar var farið að nota orðasambandið í yfirfærðri merkingu um eitthvað sem gerist á síðustu stundu. Orðasambandið er til í öðrum málum. Í ensku er það til dæmis eleventh hour og í þýsku elfter Stunde og er sótt til sama staðar í Nýja testamentinu.

Mynd: One drop. Flickr.com. Höfundur myndar er Nathan Arnold. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

30.11.2006

Spyrjandi

Auður Guðmundsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðatiltækið 'á elleftu stundu'?“ Vísindavefurinn, 30. nóvember 2006. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6413.

Guðrún Kvaran. (2006, 30. nóvember). Hvaðan kemur orðatiltækið 'á elleftu stundu'? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6413

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðatiltækið 'á elleftu stundu'?“ Vísindavefurinn. 30. nóv. 2006. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6413>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðatiltækið 'á elleftu stundu'?
Orðatiltækið á elleftu stundu á rætur að rekja til Biblíunnar.

Í 20. kafla Matteusarguðspjalls segir Jesús lærisveinum sínum dæmisögu af húsbónda einum sem gekk út snemma morguns í þeim tilgangi að ráða verkamenn til vinnu í víngarði sínum. Vinnudagurinn hjá Gyðingum stóð frá sex að morgni til sex síðdegis. Suma réði hann í byrjun vinnudags, suma klukkan níu, enn aðra um hádegi og einhverja klukkan þrjú eftir hádegi. Um elleftu stund, það er klukkan fimm síðdegis, fann hann enn menn sem ekki voru að vinna og réð þá til sín til loka vinnudags klukkan sex. Þeir síðustu sem ráðnir voru unnu því aðeins í klukkustund. Þeir voru ráðnir á elleftu stundu, það er rétt fyrir síðustu klukkustund vinnudagsins, en fengu samt sömu laun og hinir.


Í Biblíunni segir frá verkamönnum sem á elleftu stundu voru ráðnir til að vinna í víngarði húsbónda nokkurs.

Síðar var farið að nota orðasambandið í yfirfærðri merkingu um eitthvað sem gerist á síðustu stundu. Orðasambandið er til í öðrum málum. Í ensku er það til dæmis eleventh hour og í þýsku elfter Stunde og er sótt til sama staðar í Nýja testamentinu.

Mynd: One drop. Flickr.com. Höfundur myndar er Nathan Arnold. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi....