Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Stífnar líkaminn upp eftir að maður deyr og ef svo er, hvers vegna?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Dauðastjarfi (e. rigor mortis) er eitt einkenni andláts. Við dauðsfall verða efnafræðilegar breytingar í vöðvum sem valda því að liðamót stífna eða læsast. Þetta kemur aðallega fram í stífum útlimum líksins og gerir það að verkum að erfitt er að hreyfa það.

Hvenær dauðastjarfi hefst og hversu lengi hann varir fer meðal annars eftir hitastigi í umhverfinu. Miðað við tiltölulega milt hitastig má gera ráð fyrir að dauðastjarfi hefjist 3-4 klukkustundum eftir dauða og nái hámarki þegar um 12 klukkustundir eru liðnar. Oftast slaknar á líkinu á ný þegar um 36 klukkustundir eru liðnar frá andláti, en í heildina stendur dauðastjarfi gjarnan yfir í um það bil 72 klukkustundir.

Við dauðsfall verða efnafræðilegar breytingar í vöðvum sem valda því að liðamót stífna eða læsast.

Flæði kalkjóna inn og út úr vöðvafrumum gegnir lykilhlutverki í vöðvasamdrætti. Þegar jónirnar flæða inn í frumuna myndast krosstengsl á milli vöðvaprótínanna aktíns og mýósíns. Þetta veldur því að vöðvaþráðurinn dregst saman. Þegar kalkjónum er dælt út úr frumunni rofna hins vegar þessi tengsl og það slaknar á vöðvaþræðinum.

Til þess að geta dælt kalkjónum út úr frumunni þarf orku. Þessa orku fá vöðvaþræðirnir frá ATP, sem er orkumiðill frumna. Eftir dauða er ATP ekki lengur myndað og orkan til að dæla kalkjónunum út úr vöðvaþræðinum því ekki lengur til staðar. Þetta gerir það að verkum að kalkjónir haldast inni í frumunum og tengslin á milli vöðvaprótínanna rofna ekki. Vöðvinn styttist því og verður stífur, með þeim afleiðingum að dauðastjarfi kemur fram. Þegar vöðvaprótínin fara hins vegar að brotna niður slaknar aftur á vöðvunum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

30.11.2006

Spyrjandi

Rebekka Riviere, f. 1990

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Stífnar líkaminn upp eftir að maður deyr og ef svo er, hvers vegna?“ Vísindavefurinn, 30. nóvember 2006. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6414.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2006, 30. nóvember). Stífnar líkaminn upp eftir að maður deyr og ef svo er, hvers vegna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6414

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Stífnar líkaminn upp eftir að maður deyr og ef svo er, hvers vegna?“ Vísindavefurinn. 30. nóv. 2006. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6414>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Stífnar líkaminn upp eftir að maður deyr og ef svo er, hvers vegna?
Dauðastjarfi (e. rigor mortis) er eitt einkenni andláts. Við dauðsfall verða efnafræðilegar breytingar í vöðvum sem valda því að liðamót stífna eða læsast. Þetta kemur aðallega fram í stífum útlimum líksins og gerir það að verkum að erfitt er að hreyfa það.

Hvenær dauðastjarfi hefst og hversu lengi hann varir fer meðal annars eftir hitastigi í umhverfinu. Miðað við tiltölulega milt hitastig má gera ráð fyrir að dauðastjarfi hefjist 3-4 klukkustundum eftir dauða og nái hámarki þegar um 12 klukkustundir eru liðnar. Oftast slaknar á líkinu á ný þegar um 36 klukkustundir eru liðnar frá andláti, en í heildina stendur dauðastjarfi gjarnan yfir í um það bil 72 klukkustundir.

Við dauðsfall verða efnafræðilegar breytingar í vöðvum sem valda því að liðamót stífna eða læsast.

Flæði kalkjóna inn og út úr vöðvafrumum gegnir lykilhlutverki í vöðvasamdrætti. Þegar jónirnar flæða inn í frumuna myndast krosstengsl á milli vöðvaprótínanna aktíns og mýósíns. Þetta veldur því að vöðvaþráðurinn dregst saman. Þegar kalkjónum er dælt út úr frumunni rofna hins vegar þessi tengsl og það slaknar á vöðvaþræðinum.

Til þess að geta dælt kalkjónum út úr frumunni þarf orku. Þessa orku fá vöðvaþræðirnir frá ATP, sem er orkumiðill frumna. Eftir dauða er ATP ekki lengur myndað og orkan til að dæla kalkjónunum út úr vöðvaþræðinum því ekki lengur til staðar. Þetta gerir það að verkum að kalkjónir haldast inni í frumunum og tengslin á milli vöðvaprótínanna rofna ekki. Vöðvinn styttist því og verður stífur, með þeim afleiðingum að dauðastjarfi kemur fram. Þegar vöðvaprótínin fara hins vegar að brotna niður slaknar aftur á vöðvunum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:...