Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Á hvaða tíðnisviði heyrir maðurinn best?

Heiða María Sigurðardóttir

Það er tíðni hljóða sem ræður hvað mestu um hvernig við skynjum tónhæð þeirra, en tíðni er að jafnaði gefin upp í sveiflum á sekúndu eða í Hz. Að jafnaði geta menn heyrt hljóð frá tíðninni 20 Hz (mjög dimmir eða djúpir tónar) upp í 20.000 Hz (mjög bjartir eða skærir tónar).

Eins og spyrjandi virðist vita heyrir fólk ekki jafn vel á öllu þessu bili; yfirleitt er heyrnin best um miðbik þess eða í kringum 2000 til 4000 Hz. Þetta er einmitt það tíðnisvið sem mikilvægast er að heyra til að geta skilið mælt mál, sem skýrir líklega hvers vegna menn eru næmastir fyrir þessari tíðni hljóða. Verst er heyrnin svo fyrir tóna af lægstu tíðninni, þannig að styrkur bassatóna þarf að vera tiltölulega mikill til að maður greini þá.


Myndin sýnir svokallaðar jafnháværðarlínur, en fólki finnst tónar á sömu línu hljóma jafn háværir. Heyrnarþröskuldur gefur til kynna minnsta greinanlega hljóðstyrk fyrir hverja tíðni. Sársaukaþröskuldur segir til um hversu sterkt hljóð af tiltekinni tíðni þarf að vera til að fólki finnist sársaukafullt að heyra það.

Ekki eru allir jafn næmir á hljóð og er þetta að hluta til aldurstengt. Að jafnaði gildir að eldra fólk heyrir síður tóna af efri hluta tíðnisviðsins, en fullorðið fólk nær oft ekki að greina hljóð af tíðni yfir um 10.000 til 15.000 Hz.

Lesendur geta kannað heyrn sína með því að hlusta á hljóðskrár sem finna má á síðunni Test your sound system & ears. Þó verður að athuga að fæstir búa við bestu aðstæður til heyrnarmælinga og nokkuð víst að bakgrunnshljóð, svo sem hljóð frá tölvu notenda, geri mönnum erfiðara um vik að heyra tóna á mörkum skynsviðs síns. Eins er líklegt að bakgrunnshljóð hylji tóna af svipaðri tíðni og þau hafa sjálf.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

  • Aldís Guðmundsdóttir og Jörgen Pind (2003). Almenn sálfræði: Hugur, heili, hátterni. Reykjavík: Mál og menning.
  • Goldstein, E. B. (2002). Sensation and perception. Pacific Grove, CA: Wadsworth.
  • Image:FletcherMunson ELC.svg. Wikipedia: The Free Encyclopedia.

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

4.12.2006

Spyrjandi

Einar Haraldsson

Tilvísun

Heiða María Sigurðardóttir. „Á hvaða tíðnisviði heyrir maðurinn best?“ Vísindavefurinn, 4. desember 2006, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6420.

Heiða María Sigurðardóttir. (2006, 4. desember). Á hvaða tíðnisviði heyrir maðurinn best? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6420

Heiða María Sigurðardóttir. „Á hvaða tíðnisviði heyrir maðurinn best?“ Vísindavefurinn. 4. des. 2006. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6420>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Á hvaða tíðnisviði heyrir maðurinn best?
Það er tíðni hljóða sem ræður hvað mestu um hvernig við skynjum tónhæð þeirra, en tíðni er að jafnaði gefin upp í sveiflum á sekúndu eða í Hz. Að jafnaði geta menn heyrt hljóð frá tíðninni 20 Hz (mjög dimmir eða djúpir tónar) upp í 20.000 Hz (mjög bjartir eða skærir tónar).

Eins og spyrjandi virðist vita heyrir fólk ekki jafn vel á öllu þessu bili; yfirleitt er heyrnin best um miðbik þess eða í kringum 2000 til 4000 Hz. Þetta er einmitt það tíðnisvið sem mikilvægast er að heyra til að geta skilið mælt mál, sem skýrir líklega hvers vegna menn eru næmastir fyrir þessari tíðni hljóða. Verst er heyrnin svo fyrir tóna af lægstu tíðninni, þannig að styrkur bassatóna þarf að vera tiltölulega mikill til að maður greini þá.


Myndin sýnir svokallaðar jafnháværðarlínur, en fólki finnst tónar á sömu línu hljóma jafn háværir. Heyrnarþröskuldur gefur til kynna minnsta greinanlega hljóðstyrk fyrir hverja tíðni. Sársaukaþröskuldur segir til um hversu sterkt hljóð af tiltekinni tíðni þarf að vera til að fólki finnist sársaukafullt að heyra það.

Ekki eru allir jafn næmir á hljóð og er þetta að hluta til aldurstengt. Að jafnaði gildir að eldra fólk heyrir síður tóna af efri hluta tíðnisviðsins, en fullorðið fólk nær oft ekki að greina hljóð af tíðni yfir um 10.000 til 15.000 Hz.

Lesendur geta kannað heyrn sína með því að hlusta á hljóðskrár sem finna má á síðunni Test your sound system & ears. Þó verður að athuga að fæstir búa við bestu aðstæður til heyrnarmælinga og nokkuð víst að bakgrunnshljóð, svo sem hljóð frá tölvu notenda, geri mönnum erfiðara um vik að heyra tóna á mörkum skynsviðs síns. Eins er líklegt að bakgrunnshljóð hylji tóna af svipaðri tíðni og þau hafa sjálf.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

  • Aldís Guðmundsdóttir og Jörgen Pind (2003). Almenn sálfræði: Hugur, heili, hátterni. Reykjavík: Mál og menning.
  • Goldstein, E. B. (2002). Sensation and perception. Pacific Grove, CA: Wadsworth.
  • Image:FletcherMunson ELC.svg. Wikipedia: The Free Encyclopedia.
...