Sólin Sólin Rís 07:30 • sest 19:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:12 • Sest 07:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:04 • Síðdegis: 18:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 12:14 í Reykjavík

Getið þið útskýrt þessa skrýtnu titla háskólakennara: Lektor, dósent, aðjúnkt og svo framvegis?

Heiða María Sigurðardóttir

Aðrir spyrjendur eru:

Þorsteinn Briem, Róbert Már, Dagur Halldórsson, Guðmundur Jóhannsson, Hafdís Þorgilsdóttir, Magnús Torfi, Sverrir Þorvaldsson, Eva Thoroddsen, Dagur Halldórsson og Guðrún Guðmundsdóttir.

Í reglum Háskóla Íslands segir að kennarar háskólans séu „prófessorar, dósentar, lektorar, þar á meðal erlendir lektorar, aðjúnktar og stundakennarar“. Þessi mismunandi starfsheiti gefa til kynna tiltekna stöðu eða hlutverk viðkomandi kennara innan stofnunarinnar. Aðrir íslenskir háskólar virðast nota sömu eða svipuð starfsheiti, þótt störfin skiptist ef til vill ekki á sama hátt. Aðrar þjóðir nota ekki endilega þessa sömu titla. Í bandarískum háskólum er til að mynda talað um aðstoðarprófessora (e. assistant professors), meðprófessora (e. associate professors) og prófessora (e. professors, full professors) og samsvarar þetta að sumu leyti stöðu lektora, dósenta og prófessora hér á landi.

Stundakennarar hafa ekki fasta stöðu innan Háskólans heldur eru sérstaklega ráðnir til að sinna kennslu í tilteknum námskeiðum. Þeir eru oft í hlutastarfi og gegna oft og tíðum starfi annars staðar að auki. Aðjúnktar starfa aðallega við kennslu en einnig við rannsóknir og að örlitlu leyti við stjórnun. Deildarforseti hverrar deildar hefur heimild til að ráða bæði aðjúnkta og stundakennara til starfa við skorir innan deildarinnar.

Rektor ræður aftur á móti prófessora, dósenta og lektora. Áður en ráðið er í þessar stöður verður meirihluti sérstakrar dómnefndar að telja viðkomandi aðila hæfan til að gegna starfinu. Í lögum um Háskóla Íslands segir:
Engan má ráða í starf prófessors, dósents [eða] lektors ... nema hann hafi lokið meistaraprófi hið minnsta eða hafi jafngilda þekkingu og reynslu að mati dómnefndar. Umsækjendur um þessi störf skulu jafnframt hafa sýnt þann árangur í starfi að þeir njóti viðurkenningar á starfssviði sínu.
Enn fremur segir:
Dómnefnd skal láta uppi rökstutt álit um það hvort ráða megi af vísindagildi rita og rannsókna umsækjanda, svo og af námsferli hans og störfum, að hann sé hæfur til að gegna starfinu.

Oft eru menn fyrst ráðnir í stöðu lektors eða dósents en geta seinna sótt um framgang í starf dósents og síðar prófessors. Almennt er litið svo á að æðsta staða háskólakennara sé prófessorsstaða. Yfir helmingur tíma háskólakennara fer í rannsóknir og stjórnun og að forminu til er lítill munur á þeim og öðrum kennurum að þessu leyti.

Að lokum má geta þess að titlarnir aðjúnkt, lektor, dósent og prófessor eru allir komnir úr latínu. Aðjúnkt er af lýsingarorðinu 'adjunctus' sem merkir 'sá sem tengist einhverju' (í þessu tilfelli háskóla eða deild); lektor merkir 'lesari, sá sem les upp' og er komið af sögninni 'lego' sem merkir 'lesa'; dósent er 'sá sem kennir', af sögninni 'doceo'; prófessor er svo í rauninni 'sá sem býður fram þekkingu sína, sá sem þykist kunna eitthvað' og er orðið komið af sögninni 'profiteor'.

Svavari Hrafni Svavarssyni og Baldvini M. Zarioh er þakkað fyrir ráðleggingar um gerð svarsins.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

7.12.2006

Spyrjandi

Ingibjörg Björnsdóttir, Gunnþórunn Steinarsdóttir, Ragnar Pétursson, Kristófer Alex Guðmundsson

Tilvísun

Heiða María Sigurðardóttir. „Getið þið útskýrt þessa skrýtnu titla háskólakennara: Lektor, dósent, aðjúnkt og svo framvegis?“ Vísindavefurinn, 7. desember 2006. Sótt 29. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=6426.

Heiða María Sigurðardóttir. (2006, 7. desember). Getið þið útskýrt þessa skrýtnu titla háskólakennara: Lektor, dósent, aðjúnkt og svo framvegis? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6426

Heiða María Sigurðardóttir. „Getið þið útskýrt þessa skrýtnu titla háskólakennara: Lektor, dósent, aðjúnkt og svo framvegis?“ Vísindavefurinn. 7. des. 2006. Vefsíða. 29. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6426>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getið þið útskýrt þessa skrýtnu titla háskólakennara: Lektor, dósent, aðjúnkt og svo framvegis?
Aðrir spyrjendur eru:

Þorsteinn Briem, Róbert Már, Dagur Halldórsson, Guðmundur Jóhannsson, Hafdís Þorgilsdóttir, Magnús Torfi, Sverrir Þorvaldsson, Eva Thoroddsen, Dagur Halldórsson og Guðrún Guðmundsdóttir.

Í reglum Háskóla Íslands segir að kennarar háskólans séu „prófessorar, dósentar, lektorar, þar á meðal erlendir lektorar, aðjúnktar og stundakennarar“. Þessi mismunandi starfsheiti gefa til kynna tiltekna stöðu eða hlutverk viðkomandi kennara innan stofnunarinnar. Aðrir íslenskir háskólar virðast nota sömu eða svipuð starfsheiti, þótt störfin skiptist ef til vill ekki á sama hátt. Aðrar þjóðir nota ekki endilega þessa sömu titla. Í bandarískum háskólum er til að mynda talað um aðstoðarprófessora (e. assistant professors), meðprófessora (e. associate professors) og prófessora (e. professors, full professors) og samsvarar þetta að sumu leyti stöðu lektora, dósenta og prófessora hér á landi.

Stundakennarar hafa ekki fasta stöðu innan Háskólans heldur eru sérstaklega ráðnir til að sinna kennslu í tilteknum námskeiðum. Þeir eru oft í hlutastarfi og gegna oft og tíðum starfi annars staðar að auki. Aðjúnktar starfa aðallega við kennslu en einnig við rannsóknir og að örlitlu leyti við stjórnun. Deildarforseti hverrar deildar hefur heimild til að ráða bæði aðjúnkta og stundakennara til starfa við skorir innan deildarinnar.

Rektor ræður aftur á móti prófessora, dósenta og lektora. Áður en ráðið er í þessar stöður verður meirihluti sérstakrar dómnefndar að telja viðkomandi aðila hæfan til að gegna starfinu. Í lögum um Háskóla Íslands segir:
Engan má ráða í starf prófessors, dósents [eða] lektors ... nema hann hafi lokið meistaraprófi hið minnsta eða hafi jafngilda þekkingu og reynslu að mati dómnefndar. Umsækjendur um þessi störf skulu jafnframt hafa sýnt þann árangur í starfi að þeir njóti viðurkenningar á starfssviði sínu.
Enn fremur segir:
Dómnefnd skal láta uppi rökstutt álit um það hvort ráða megi af vísindagildi rita og rannsókna umsækjanda, svo og af námsferli hans og störfum, að hann sé hæfur til að gegna starfinu.

Oft eru menn fyrst ráðnir í stöðu lektors eða dósents en geta seinna sótt um framgang í starf dósents og síðar prófessors. Almennt er litið svo á að æðsta staða háskólakennara sé prófessorsstaða. Yfir helmingur tíma háskólakennara fer í rannsóknir og stjórnun og að forminu til er lítill munur á þeim og öðrum kennurum að þessu leyti.

Að lokum má geta þess að titlarnir aðjúnkt, lektor, dósent og prófessor eru allir komnir úr latínu. Aðjúnkt er af lýsingarorðinu 'adjunctus' sem merkir 'sá sem tengist einhverju' (í þessu tilfelli háskóla eða deild); lektor merkir 'lesari, sá sem les upp' og er komið af sögninni 'lego' sem merkir 'lesa'; dósent er 'sá sem kennir', af sögninni 'doceo'; prófessor er svo í rauninni 'sá sem býður fram þekkingu sína, sá sem þykist kunna eitthvað' og er orðið komið af sögninni 'profiteor'.

Svavari Hrafni Svavarssyni og Baldvini M. Zarioh er þakkað fyrir ráðleggingar um gerð svarsins.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir

...