Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Gæti það verið merki um misnotkun ef 4-5 ára börn kyssast í laumi eða er það fullkomlega eðlileg hegðun?

Barnahús

Það er fullkomlega eðlileg hegðun hjá fjögurra til fimm ára gömlum börnum að kyssast í laumi, enda verða börn oft vitni að slíku, til dæmis í myndum, á heimilinu eða annars staðar í umhverfi sínu. Ekkert kynferðislegt er tengt forvitni barna um kynfæri og kossa á þessum aldri.

Búast má við því að flest börn sýni kynferðislega hegðun fyrir 13 ára aldur. Eðlileg og heilbrigð kynferðisleg hegðun barna er oft vegna forvitni þeirra og áhuga á líkamanum. Börn gætu leikið sér í læknisleik og viljað skoða líkama annarra, þar með talda einkastaðina. Börn gætu einnig viljað fara í búleik og prófa að látast vera bæði kona og karl.

Það er fullkomlega eðlileg hegðun hjá fjögurra til fimm ára gömlum börnum að kyssast í laumi.

Börn sem sýna kynferðislega hegðun með öðrum börnum eru oftast á svipuðum aldri og samhliða þeim í þroska. Einnig ber slíkur leikur þess merki að börnin séu viljug til að taka þátt í slíkum leikjum með hvoru öðru. Börnin eru þá oftast félagar sem leika sér einnig í annars konar leikjum saman. Eðlilega kynferðislega hegðunin á sér ekki stað ítrekað, heldur kemur af og til fram hjá börnum í gegnum hin ýmsu þroskaskeið þeirra og er í jafnvægi við forvitni þeirra og tilraunir á öðrum sviðum. Börnin gætu skammast sín vegna kynferðislegrar hegðunar en upplifa þó sjaldan mikla sektarkennd, skömm eða ótta, sé kynferðislega hegðunin eðlileg. Ef börn eru staðin að verki við kynferðislegan leik getur það orðið til þess að þau hætta slíkri hegðun eða sýni hana ekki þegar fullorðnir sjá til.

Hjá Barnaverndarstofu eru greinargóðar upplýsingar um kynferðislega hegðun barna. Þar er til að mynda að finna upplýsingar um kynferðislega hegðun sem búast má við að börn á ýmsum aldri sýni, hvers konar hegðun ætti að gefa foreldrum eða öðrum tilefni til umhugsunar og hvers konar hegðun gæti verið merki um að börn hafi upplifað kynferðislega áreitni eða verið vitni að slíku, þá ætti að sjálfsögðu að leita aðstoðar sérfræðings.

Um þetta er fjallað í bæklingnum Kynferðisleg hegðun barna, hvað er viðeigandi? (fyrir miðri síðu). Sama bækling er einnig hægt að nálgast hér.

Mynd:


Vísindavefurinn þakkar Ólöfu Ástu Farestveit, uppeldis- og afbrotafræðingi og forstöðumanni Barnahúss, fyrir aðstoð við þetta svar.

Höfundur

Útgáfudagur

21.2.2013

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Barnahús. „Gæti það verið merki um misnotkun ef 4-5 ára börn kyssast í laumi eða er það fullkomlega eðlileg hegðun?“ Vísindavefurinn, 21. febrúar 2013. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=64267.

Barnahús. (2013, 21. febrúar). Gæti það verið merki um misnotkun ef 4-5 ára börn kyssast í laumi eða er það fullkomlega eðlileg hegðun? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=64267

Barnahús. „Gæti það verið merki um misnotkun ef 4-5 ára börn kyssast í laumi eða er það fullkomlega eðlileg hegðun?“ Vísindavefurinn. 21. feb. 2013. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=64267>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Gæti það verið merki um misnotkun ef 4-5 ára börn kyssast í laumi eða er það fullkomlega eðlileg hegðun?
Það er fullkomlega eðlileg hegðun hjá fjögurra til fimm ára gömlum börnum að kyssast í laumi, enda verða börn oft vitni að slíku, til dæmis í myndum, á heimilinu eða annars staðar í umhverfi sínu. Ekkert kynferðislegt er tengt forvitni barna um kynfæri og kossa á þessum aldri.

Búast má við því að flest börn sýni kynferðislega hegðun fyrir 13 ára aldur. Eðlileg og heilbrigð kynferðisleg hegðun barna er oft vegna forvitni þeirra og áhuga á líkamanum. Börn gætu leikið sér í læknisleik og viljað skoða líkama annarra, þar með talda einkastaðina. Börn gætu einnig viljað fara í búleik og prófa að látast vera bæði kona og karl.

Það er fullkomlega eðlileg hegðun hjá fjögurra til fimm ára gömlum börnum að kyssast í laumi.

Börn sem sýna kynferðislega hegðun með öðrum börnum eru oftast á svipuðum aldri og samhliða þeim í þroska. Einnig ber slíkur leikur þess merki að börnin séu viljug til að taka þátt í slíkum leikjum með hvoru öðru. Börnin eru þá oftast félagar sem leika sér einnig í annars konar leikjum saman. Eðlilega kynferðislega hegðunin á sér ekki stað ítrekað, heldur kemur af og til fram hjá börnum í gegnum hin ýmsu þroskaskeið þeirra og er í jafnvægi við forvitni þeirra og tilraunir á öðrum sviðum. Börnin gætu skammast sín vegna kynferðislegrar hegðunar en upplifa þó sjaldan mikla sektarkennd, skömm eða ótta, sé kynferðislega hegðunin eðlileg. Ef börn eru staðin að verki við kynferðislegan leik getur það orðið til þess að þau hætta slíkri hegðun eða sýni hana ekki þegar fullorðnir sjá til.

Hjá Barnaverndarstofu eru greinargóðar upplýsingar um kynferðislega hegðun barna. Þar er til að mynda að finna upplýsingar um kynferðislega hegðun sem búast má við að börn á ýmsum aldri sýni, hvers konar hegðun ætti að gefa foreldrum eða öðrum tilefni til umhugsunar og hvers konar hegðun gæti verið merki um að börn hafi upplifað kynferðislega áreitni eða verið vitni að slíku, þá ætti að sjálfsögðu að leita aðstoðar sérfræðings.

Um þetta er fjallað í bæklingnum Kynferðisleg hegðun barna, hvað er viðeigandi? (fyrir miðri síðu). Sama bækling er einnig hægt að nálgast hér.

Mynd:


Vísindavefurinn þakkar Ólöfu Ástu Farestveit, uppeldis- og afbrotafræðingi og forstöðumanni Barnahúss, fyrir aðstoð við þetta svar....