Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað eru bomsur og eru til fleiri en ein skýring á orðinu?

Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elsta dæmi um bomsur úr blaðinu Speglinum frá 1932:
Gúmmístígvjel á börn og fullorðna, með bæjarins lægsta verði. Bomsur og skóhlífar í miklu úrvali. Stefán Gunnarsson Skóverslun Austurstræti 12.
Heldur eldri dæmi er að finna á timarit.is eða úr Vísi frá 1928. Öll elstu dæmin eru úr auglýsingum og ljóst að lesendur vissu hvað verið var að auglýsa. Orðið mun því eitthvað eldra í mæltu máli.

Bomsur eru skóhlífar, oftast úr gúmmíi.

Uppruni orðsins er ekki fullljós. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:71) er orðið talið tökuorð í merkingunni ‛(ökklahá) skóhlíf’. Ásgeir tengir það sænska orðinu pampuscher ‛svirgulslegir skór, háar snjó-skóhlífar’ og giskar á að bomsa sé einhvers konar ummyndun úr því orði. Önnur skýring er mér ekki kunn.

Mynd:

Útgáfudagur

15.4.2013

Spyrjandi

Ívar Arnarson

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað eru bomsur og eru til fleiri en ein skýring á orðinu?“ Vísindavefurinn, 15. apríl 2013. Sótt 18. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=64373.

Guðrún Kvaran. (2013, 15. apríl). Hvað eru bomsur og eru til fleiri en ein skýring á orðinu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=64373

Guðrún Kvaran. „Hvað eru bomsur og eru til fleiri en ein skýring á orðinu?“ Vísindavefurinn. 15. apr. 2013. Vefsíða. 18. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=64373>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Áslaug Helgadóttir

1953

Áslaug Helgadóttir er prófessor emeritus í jarðrækt og plöntukynbótum við Landbúnaðarháskóla Íslands. Meginviðfangsefni Áslaugar hafa verið ræktun og kynbætur fóðurjurta fyrir íslenskan landbúnað.