Sólin Sólin Rís 03:51 • sest 23:15 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:50 • Síðdegis: 16:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:03 • Síðdegis: 22:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:51 • sest 23:15 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:50 • Síðdegis: 16:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:03 • Síðdegis: 22:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða tungumál er talið það flóknasta í heimi og hvað eru tungumálin mörg?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Engin leið er til að svara því hvaða mál er talið flóknast í heimi. Tungumál eru byggð misjafnlega upp. Sum eru beygingarmál, önnur beygingarlaus, sum teljast til svokallaðra viðskeytamála, önnur til fjöltengimála. Þeim sem vanist hefur beygingarlausu máli kann að finnast íslenska flókið mál á sama hátt og Íslendingum finnst grænlenska flókin en hún telst til fjöltengimála. Enn fjarlægari mál, eins og ýmis mál í Afríku, eru saman sett af smellihljóðum sem Evrópubúum eru t.d. mjög framandi. Það er því afstætt hvað telst flókið og hvað ekki.

Botsvanamenn við ána Okavango. Um 305 þúsund manns sem búa við ána tala tungumálið gciriki sem inniheldur smellihljóð.

Einnig er erfitt að svara því hversu mörg tungumálin eru. Í nýlegri bók eftir Baldur Ragnarsson, Tungumál veraldar, frá 1999 eru þau talin um og yfir 4000. Í Íslensku alfræðiorðabókinni (III:434) eru tungumál heims talin milli 2000 og 3000. Þessar mismunandi tölur ráðast af því hvað kallað er mál og hvað mállýska en oft er þar mjótt á munum. Oftast er litið svo á að tvö mál teljist mállýskur ef þau skiljast gagnkvæmt en að um sérstök mál sé að ræða ef þau skiljast ekki gagnkvæmt.

Sjá svar sama höfundar við spurningunni: Hvers vegna er ekki bara eitt tungumál í heiminum?

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

13.7.2000

Síðast uppfært

4.7.2018

Spyrjandi

Hlynur Gylfason

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða tungumál er talið það flóknasta í heimi og hvað eru tungumálin mörg?“ Vísindavefurinn, 13. júlí 2000, sótt 18. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=644.

Guðrún Kvaran. (2000, 13. júlí). Hvaða tungumál er talið það flóknasta í heimi og hvað eru tungumálin mörg? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=644

Guðrún Kvaran. „Hvaða tungumál er talið það flóknasta í heimi og hvað eru tungumálin mörg?“ Vísindavefurinn. 13. júl. 2000. Vefsíða. 18. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=644>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða tungumál er talið það flóknasta í heimi og hvað eru tungumálin mörg?
Engin leið er til að svara því hvaða mál er talið flóknast í heimi. Tungumál eru byggð misjafnlega upp. Sum eru beygingarmál, önnur beygingarlaus, sum teljast til svokallaðra viðskeytamála, önnur til fjöltengimála. Þeim sem vanist hefur beygingarlausu máli kann að finnast íslenska flókið mál á sama hátt og Íslendingum finnst grænlenska flókin en hún telst til fjöltengimála. Enn fjarlægari mál, eins og ýmis mál í Afríku, eru saman sett af smellihljóðum sem Evrópubúum eru t.d. mjög framandi. Það er því afstætt hvað telst flókið og hvað ekki.

Botsvanamenn við ána Okavango. Um 305 þúsund manns sem búa við ána tala tungumálið gciriki sem inniheldur smellihljóð.

Einnig er erfitt að svara því hversu mörg tungumálin eru. Í nýlegri bók eftir Baldur Ragnarsson, Tungumál veraldar, frá 1999 eru þau talin um og yfir 4000. Í Íslensku alfræðiorðabókinni (III:434) eru tungumál heims talin milli 2000 og 3000. Þessar mismunandi tölur ráðast af því hvað kallað er mál og hvað mállýska en oft er þar mjótt á munum. Oftast er litið svo á að tvö mál teljist mállýskur ef þau skiljast gagnkvæmt en að um sérstök mál sé að ræða ef þau skiljast ekki gagnkvæmt.

Sjá svar sama höfundar við spurningunni: Hvers vegna er ekki bara eitt tungumál í heiminum?

Mynd:...