
Á Íslandi er orðið venjulega haft um vinnumenn bænda. Ekki er alltaf hægt að ráða af samhenginu hvort þeir voru frjálsir menn eða þrælar, en þegar það er hægt í þeim dæmum sem ég þekki virðast þeir alltaf vera frjálsir menn. Orðið merkir þá nokkurn veginn það sama og griðmaður eða það sem var kallað vinnumaður á síðari öldum. Í 31. kafla Egils sögu segir til dæmis frá því að húskarlar riðu með Skalla-Grími og Þórólfi syni hans til veislu. Annars staðar kemur fram að húskarlar tóku þátt í bardögum, til dæmis í 32. kafla Bjarnar sögu Hítdælakappa. Ólíklegt verður að teljast að þrælum hafi verið trúað fyrir vopnum. Jafnan munu fræðimenn hafa gert ráð fyrir að orðið húskarl eigi við frjálsan mann. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Er þrælahald einhvers staðar leyft? eftir Guðrúnu D. Guðmundsdóttur.
- Hvað er frelsi, hve frjáls getur maður verið? eftir Ólaf Pál Jónsson.
- Hvað var vistarbandið? eftir Gísla Gunnarsson.
- Wikipedia.com. Sótt 17.8.2010.