Sólin Sólin Rís 09:38 • sest 16:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:36 • Sest 23:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:03 • Síðdegis: 24:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:24 • Síðdegis: 18:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:38 • sest 16:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:36 • Sest 23:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:03 • Síðdegis: 24:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:24 • Síðdegis: 18:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Voru húskarlar þrælar eða höfðu þeir meira frelsi?

Gunnar Karlsson (1939-2019)

Frummerking orðsins húskarl virðist vera „karlmaður í þjónustu annars manns, sem er húsbóndi eða húsfreyja hans“. Ekkert eitt orð um konur samsvarar því nákvæmlega; orðið húskerling er ekki til, og húskona merkir annaðhvort „húsfreyja“ eða var notað um konu sem bjó á heimili manns án þess að vera eiginkona hans eða vinnukona.

Í Noregi var orðið húskarl einkum haft um þjónustumenn konungs eða annarra meiri háttar höfðingja. Stundum virðist orðið merkja nokkurn veginn það sama og hirðmaður, en annars staðar er greint á milli, og eru húskarlar þá ótignari en hirðmenn. Í Konungsskuggsjá, sem er samin í Noregi á 13. öld, segir að húskarlar konungs hafi hálf laun á við hirðmenn. Í einni frásögn sem gerist í Noregi er orðið húskarl líka notað um smábónda.


Ef til vill bardagi milli riddara og húskarls.

Á Íslandi er orðið venjulega haft um vinnumenn bænda. Ekki er alltaf hægt að ráða af samhenginu hvort þeir voru frjálsir menn eða þrælar, en þegar það er hægt í þeim dæmum sem ég þekki virðast þeir alltaf vera frjálsir menn. Orðið merkir þá nokkurn veginn það sama og griðmaður eða það sem var kallað vinnumaður á síðari öldum. Í 31. kafla Egils sögu segir til dæmis frá því að húskarlar riðu með Skalla-Grími og Þórólfi syni hans til veislu. Annars staðar kemur fram að húskarlar tóku þátt í bardögum, til dæmis í 32. kafla Bjarnar sögu Hítdælakappa. Ólíklegt verður að teljast að þrælum hafi verið trúað fyrir vopnum. Jafnan munu fræðimenn hafa gert ráð fyrir að orðið húskarl eigi við frjálsan mann.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Gunnar Karlsson (1939-2019)

prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

20.12.2006

Spyrjandi

Margrét Liv Árnadóttir, f. 1990

Tilvísun

Gunnar Karlsson (1939-2019). „Voru húskarlar þrælar eða höfðu þeir meira frelsi?“ Vísindavefurinn, 20. desember 2006, sótt 9. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6442.

Gunnar Karlsson (1939-2019). (2006, 20. desember). Voru húskarlar þrælar eða höfðu þeir meira frelsi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6442

Gunnar Karlsson (1939-2019). „Voru húskarlar þrælar eða höfðu þeir meira frelsi?“ Vísindavefurinn. 20. des. 2006. Vefsíða. 9. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6442>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Voru húskarlar þrælar eða höfðu þeir meira frelsi?
Frummerking orðsins húskarl virðist vera „karlmaður í þjónustu annars manns, sem er húsbóndi eða húsfreyja hans“. Ekkert eitt orð um konur samsvarar því nákvæmlega; orðið húskerling er ekki til, og húskona merkir annaðhvort „húsfreyja“ eða var notað um konu sem bjó á heimili manns án þess að vera eiginkona hans eða vinnukona.

Í Noregi var orðið húskarl einkum haft um þjónustumenn konungs eða annarra meiri háttar höfðingja. Stundum virðist orðið merkja nokkurn veginn það sama og hirðmaður, en annars staðar er greint á milli, og eru húskarlar þá ótignari en hirðmenn. Í Konungsskuggsjá, sem er samin í Noregi á 13. öld, segir að húskarlar konungs hafi hálf laun á við hirðmenn. Í einni frásögn sem gerist í Noregi er orðið húskarl líka notað um smábónda.


Ef til vill bardagi milli riddara og húskarls.

Á Íslandi er orðið venjulega haft um vinnumenn bænda. Ekki er alltaf hægt að ráða af samhenginu hvort þeir voru frjálsir menn eða þrælar, en þegar það er hægt í þeim dæmum sem ég þekki virðast þeir alltaf vera frjálsir menn. Orðið merkir þá nokkurn veginn það sama og griðmaður eða það sem var kallað vinnumaður á síðari öldum. Í 31. kafla Egils sögu segir til dæmis frá því að húskarlar riðu með Skalla-Grími og Þórólfi syni hans til veislu. Annars staðar kemur fram að húskarlar tóku þátt í bardögum, til dæmis í 32. kafla Bjarnar sögu Hítdælakappa. Ólíklegt verður að teljast að þrælum hafi verið trúað fyrir vopnum. Jafnan munu fræðimenn hafa gert ráð fyrir að orðið húskarl eigi við frjálsan mann.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...