Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað orsakar offitu barna?

Persóna.is

Að minnsta kosti eitt af hverjum fimm börnum í Bandaríkjunum er of feitt og tala þeirra sem berjast við offitu fer stöðugt vaxandi. Á síðustu tveimur áratugum hefur of feitum börnum fjölgað um helming og tala þeirra sem eru mjög feit hefur tvöfaldast (Arch Pediatr Adolesc Med. 1995:149: 1085-91). Hlutfall of þungra barna hér á Íslandi er aðeins lægra en hefur þó farið vaxandi undanfarin ár. Nýleg könnun leiddi í ljós að íslensk börn eru meðal þeirra þyngstu í Evrópu.

Eigi að kanna hvort barn sé of þungt þarf að mæla hæð þess og þyngd og reikna út frá því kjörþyngd þess. Best er að láta lækna um slíka útreikninga. Börn fá síður sjúkdóma tengda offitu en fullorðnir, en engu að síður eiga börn sem eru of feit á hættu að verða of feitir unglingar og of feitt fullorðið fólk. Offitusjúklingum hættir til þess að fá hjartasjúkdóma, sykursýki, of háan blóðþrýsting og sumar tegundir krabbameins, svo eitthvað sé nefnt.


Offita barna getur orsakast af erfðaþáttum, lítilli hreyfingu, óhollum mat og/eða óheilbrigðum matarvenjum. Höfundur myndar er Felicia Webb.

Börn geta orðið of feit af ýmsum ástæðum. Hinar algengustu eru erfðaþættir, lítil hreyfing, óhollur matur og óheilbrigðar matarvenjur, eða sambland alls þessa. Einstaka sinnum er unnt að rekja offitu til sjaldgæfra sjúkdóma eins og innkirtlaröskunar. Heimilislæknir getur gert nákvæma læknisskoðun og tekið blóðprufur til að útiloka þennan möguleika.

Börn sem eiga of feita foreldra eða of feit systkini eiga það á hættu að verða líka of feit. Þótt offita geti verið ættgeng er ekki þar með sagt að börnin erfi hana. Erfðaþættir hafa vissulega mikið að segja um líkamsþyngd en lífsmynstur fjölskyldunnar, svo sem matarvenjur og hreyfing, spila einnig stórt hlutverk.

Matarvenjur og hreyfing skipta miklu máli fyrir þyngd. Vinsældir sjónvarps og tölvuleikja stuðla að líferni sem felur í sér litla sem enga hreyfingu. Bandarísk börn eyða að meðaltali 24 klukkustundum fyrir framan sjónvarpið á viku, tíma sem væri vel varið í hvers konar hreyfingu.


Þetta svar er hluti greinar af vefsetrinu Persóna.is og birtist örlítið breytt á Vísindavefnum með góðfúslegu leyfi aðstandenda þess. Með því að smella hér er hægt að nálgast ítarlegri útgáfu af svarinu.


Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimild og mynd

  • Greinin er byggð á efni frá heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna.
  • Mynd: Winners 2004. Visions of science.

Höfundur

Útgáfudagur

29.12.2006

Spyrjandi

Þórdís Bachmann

Tilvísun

Persóna.is. „Hvað orsakar offitu barna?“ Vísindavefurinn, 29. desember 2006, sótt 16. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6447.

Persóna.is. (2006, 29. desember). Hvað orsakar offitu barna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6447

Persóna.is. „Hvað orsakar offitu barna?“ Vísindavefurinn. 29. des. 2006. Vefsíða. 16. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6447>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað orsakar offitu barna?
Að minnsta kosti eitt af hverjum fimm börnum í Bandaríkjunum er of feitt og tala þeirra sem berjast við offitu fer stöðugt vaxandi. Á síðustu tveimur áratugum hefur of feitum börnum fjölgað um helming og tala þeirra sem eru mjög feit hefur tvöfaldast (Arch Pediatr Adolesc Med. 1995:149: 1085-91). Hlutfall of þungra barna hér á Íslandi er aðeins lægra en hefur þó farið vaxandi undanfarin ár. Nýleg könnun leiddi í ljós að íslensk börn eru meðal þeirra þyngstu í Evrópu.

Eigi að kanna hvort barn sé of þungt þarf að mæla hæð þess og þyngd og reikna út frá því kjörþyngd þess. Best er að láta lækna um slíka útreikninga. Börn fá síður sjúkdóma tengda offitu en fullorðnir, en engu að síður eiga börn sem eru of feit á hættu að verða of feitir unglingar og of feitt fullorðið fólk. Offitusjúklingum hættir til þess að fá hjartasjúkdóma, sykursýki, of háan blóðþrýsting og sumar tegundir krabbameins, svo eitthvað sé nefnt.


Offita barna getur orsakast af erfðaþáttum, lítilli hreyfingu, óhollum mat og/eða óheilbrigðum matarvenjum. Höfundur myndar er Felicia Webb.

Börn geta orðið of feit af ýmsum ástæðum. Hinar algengustu eru erfðaþættir, lítil hreyfing, óhollur matur og óheilbrigðar matarvenjur, eða sambland alls þessa. Einstaka sinnum er unnt að rekja offitu til sjaldgæfra sjúkdóma eins og innkirtlaröskunar. Heimilislæknir getur gert nákvæma læknisskoðun og tekið blóðprufur til að útiloka þennan möguleika.

Börn sem eiga of feita foreldra eða of feit systkini eiga það á hættu að verða líka of feit. Þótt offita geti verið ættgeng er ekki þar með sagt að börnin erfi hana. Erfðaþættir hafa vissulega mikið að segja um líkamsþyngd en lífsmynstur fjölskyldunnar, svo sem matarvenjur og hreyfing, spila einnig stórt hlutverk.

Matarvenjur og hreyfing skipta miklu máli fyrir þyngd. Vinsældir sjónvarps og tölvuleikja stuðla að líferni sem felur í sér litla sem enga hreyfingu. Bandarísk börn eyða að meðaltali 24 klukkustundum fyrir framan sjónvarpið á viku, tíma sem væri vel varið í hvers konar hreyfingu.


Þetta svar er hluti greinar af vefsetrinu Persóna.is og birtist örlítið breytt á Vísindavefnum með góðfúslegu leyfi aðstandenda þess. Með því að smella hér er hægt að nálgast ítarlegri útgáfu af svarinu.


Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimild og mynd

  • Greinin er byggð á efni frá heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna.
  • Mynd: Winners 2004. Visions of science.
...