Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvenær voru sekkjapípur fundnar upp?

Guðmundur Hálfdanarson

Sekkjapípur hafa verið notaðar sem hljóðfæri í ýmsum myndum í Evrópu að minnsta kosti frá fyrstu öld eftir Krist þegar þeirra er fyrst getið í latneskum textum. Má ráða af þeim að þær séu þá nýinnfluttar frá Asíu en elsta þekkta vísun í hljóðfæri af þessari tegund er reyndar frá Hittítum frá því um 1000 fyrir Krist. Frá upphafi voru sekkjarpípurnar alþýðleg hljóðfæri, en frá 15. öld var einnig farið að nota þær við hirðir og sem herhljóðfæri. Þannig var farið að nota þær sem slíkar í skosku hálöndunum á 18. öld og þá með trommuslætti.

Sú tegund sekkjapípna sem þekktust er nú um stundir er skosku hálandasekkjapípurnar og telur fólk þær því oft sérstaklega skoskt hljóðfæri. Það er þó alls ekki rétt, vegna þess að leikið var á sekkjapípur um alla Evrópu og reyndar einnig víða í Asíu og Afríku um aldir og þær eru enn mikilvægt hljóðfæri í alþýðutónlist víða á meginlandi Evrópu, svo sem á Bretagne-skaga í Frakklandi og á Balkanskaga.


Mynd: Vefsetur Oliver Seeler: The Universe Of Bagpipes

Höfundur

Guðmundur Hálfdanarson

prófessor í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

14.7.2000

Spyrjandi

Arnar Orri Eyjólfsson

Tilvísun

Guðmundur Hálfdanarson. „Hvenær voru sekkjapípur fundnar upp?“ Vísindavefurinn, 14. júlí 2000. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=645.

Guðmundur Hálfdanarson. (2000, 14. júlí). Hvenær voru sekkjapípur fundnar upp? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=645

Guðmundur Hálfdanarson. „Hvenær voru sekkjapípur fundnar upp?“ Vísindavefurinn. 14. júl. 2000. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=645>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær voru sekkjapípur fundnar upp?
Sekkjapípur hafa verið notaðar sem hljóðfæri í ýmsum myndum í Evrópu að minnsta kosti frá fyrstu öld eftir Krist þegar þeirra er fyrst getið í latneskum textum. Má ráða af þeim að þær séu þá nýinnfluttar frá Asíu en elsta þekkta vísun í hljóðfæri af þessari tegund er reyndar frá Hittítum frá því um 1000 fyrir Krist. Frá upphafi voru sekkjarpípurnar alþýðleg hljóðfæri, en frá 15. öld var einnig farið að nota þær við hirðir og sem herhljóðfæri. Þannig var farið að nota þær sem slíkar í skosku hálöndunum á 18. öld og þá með trommuslætti.

Sú tegund sekkjapípna sem þekktust er nú um stundir er skosku hálandasekkjapípurnar og telur fólk þær því oft sérstaklega skoskt hljóðfæri. Það er þó alls ekki rétt, vegna þess að leikið var á sekkjapípur um alla Evrópu og reyndar einnig víða í Asíu og Afríku um aldir og þær eru enn mikilvægt hljóðfæri í alþýðutónlist víða á meginlandi Evrópu, svo sem á Bretagne-skaga í Frakklandi og á Balkanskaga.


Mynd: Vefsetur Oliver Seeler: The Universe Of Bagpipes ...