Sekkjapípur hafa verið notaðar sem hljóðfæri í ýmsum myndum í Evrópu að minnsta kosti frá fyrstu öld eftir Krist þegar þeirra er fyrst getið í latneskum textum. Má ráða af þeim að þær séu þá nýinnfluttar frá Asíu en elsta þekkta vísun í hljóðfæri af þessari tegund er reyndar frá Hittítum frá því um 1000 fyrir Krist. Frá upphafi voru sekkjarpípurnar alþýðleg hljóðfæri, en frá 15. öld var einnig farið að nota þær við hirðir og sem herhljóðfæri. Þannig var farið að nota þær sem slíkar í skosku hálöndunum á 18. öld og þá með trommuslætti.
Sú tegund sekkjapípna sem þekktust er nú um stundir er skosku hálandasekkjapípurnar og telur fólk þær því oft sérstaklega skoskt hljóðfæri. Það er þó alls ekki rétt, vegna þess að leikið var á sekkjapípur um alla Evrópu og reyndar einnig víða í Asíu og Afríku um aldir og þær eru enn mikilvægt hljóðfæri í alþýðutónlist víða á meginlandi Evrópu, svo sem á Bretagne-skaga í Frakklandi og á Balkanskaga.
Mynd: Vefsetur Oliver Seeler: The Universe Of Bagpipes