Sólin Sólin Rís 04:00 • sest 23:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:12 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:18 • Síðdegis: 18:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:19 • Síðdegis: 12:23 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:00 • sest 23:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:12 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:18 • Síðdegis: 18:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:19 • Síðdegis: 12:23 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er misþroski?

Evald Sæmundsen

Þegar talað er um misþroska er gjarnan átt við að þroski barns eða færni á ólíkum sviðum sé svo breytileg að það hamli barninu með einum eða öðrum hætti. Dæmi um misþroska gæti verið að hreyfifærni fjögurra ára barns sé á við þriggja ára meðalbarn en að þetta sama fjögurra ára barn sé jafnframt einu ári á undan jafnöldrum sínum í vitsmunaþroska.

Misþroski nær einnig yfir það þegar færni er mjög breytileg innan sama þroskaþáttar. Í því sambandi má hugsa sér fínhreyfingar hjá tilteknu barni sem getur auðveldlega staflað kubbum hverjum ofan á annan með ríkjandi hendi en á mjög erfitt með að stjórna skriffæri með sömu hendi.


Dæmi um misþroska gæti verið ef barn á misauðvelt með fínhreyfingar, getur til að mynda auðveldlega kubbað en á erfitt með að stjórna skriffæri. Barnið á myndinni tengist ekki greininni.

Það sem virðist hamla misþroska börnum er hinn mikli breytileiki. Í dæminu hér að ofan er barnið fært um að skynja, hugsa, draga ályktanir og skipuleggja betur en flestir jafnaldrar. Á sama tíma er framkvæmd allra áætlana hindruð af hreyfingum sem eru bæði klunnalegar og tímafrekar. Ætla má að eftir því sem munur á færni á einstökum sviðum er meiri upplifi barnið fleiri árekstra á milli þess sem er hugsað og hins sem er mögulegt að framkvæma. Slíkt eykur líkur á vanlíðan sem hjá börnum getur birst sem erfið hegðun. Hafa skal í huga að hér er aðeins um eitt dæmi að ræða og langt frá því að það geti skýrt öll tilvik erfiðrar hegðunar hjá misþroska börnum.

Löng hefð er fyrir því að leita skýringa á ýmsum þroskafrávikum með skírskotun til starfsemi heilans. Þetta á ekki síst við um það sem kallað hefur verið á ensku MBD eða vægar truflanir á heilastarfi (VTH) sem koma meðal annars fram í misþroska, bæði milli þroskaþátta og innan þeirra. Þetta er samt sem áður nokkrum vandkvæðum háð. Þegar umtalsverð þroskafrávik koma fram hjá börnum liggur beinast við að leita skýringa á þeim í heilastarfsemi, svo fremi að ekki séu til staðar sjúkdómar sem hafa áhrif á þroska, alvarleg geðræn einkenni eða mjög alvarleg vanræksla. Aftur á móti er mönnum vandi á höndum þegar vægari þroskafrávik eru til staðar þar sem erfitt getur reynst að sýna ótvírætt fram á að starfsemi heilans sé óeðlileg.

Kenningar um orsakir VTH eru fjölbreytilegar, eins og nærri má geta. Margir telja að þetta sé meðfætt ástand, enda þótt til séu kenningar sem leggja áherslu á áhrif næringar, sjúkdóma, áverka við fæðingu og önnur áföll. Að baki hugmyndum um meðfætt ástand liggja tilgátur sem snerta margar fræðigreinar þar sem erfðafræðin vegur trúlega þyngst.

Skilgreiningar á VTH eru ólíkar og gerir það að verkum að tölur um tíðni verða frekar óáreiðanlegar. Áætlað hefur verið að allt frá 1% upp í 3% barna á aldrinum 4-14 ára séu með VTH. Þá eru til niðurstöður sem gera ráð fyrir einu barni með VTH að meðaltali í hverjum 20 barna bekk. Fyrirbærið er talið þrisvar til sjö sinnum algengara meðal drengja en stúlkna.


Þetta svar er hluti greinar af vefsetrinu Persóna.is og birtist örlítið breytt og allmikið stytt á Vísindavefnum með góðfúslegu leyfi aðstandenda þess. Með því að smella hér er hægt að nálgast ítarlegri útgáfu af svarinu.


Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

Höfundur

sálfræðingur

Útgáfudagur

4.1.2007

Spyrjandi

Karvel Þór
Þórunn Hreinsdóttir

Tilvísun

Evald Sæmundsen. „Hvað er misþroski?“ Vísindavefurinn, 4. janúar 2007, sótt 21. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6452.

Evald Sæmundsen. (2007, 4. janúar). Hvað er misþroski? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6452

Evald Sæmundsen. „Hvað er misþroski?“ Vísindavefurinn. 4. jan. 2007. Vefsíða. 21. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6452>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er misþroski?
Þegar talað er um misþroska er gjarnan átt við að þroski barns eða færni á ólíkum sviðum sé svo breytileg að það hamli barninu með einum eða öðrum hætti. Dæmi um misþroska gæti verið að hreyfifærni fjögurra ára barns sé á við þriggja ára meðalbarn en að þetta sama fjögurra ára barn sé jafnframt einu ári á undan jafnöldrum sínum í vitsmunaþroska.

Misþroski nær einnig yfir það þegar færni er mjög breytileg innan sama þroskaþáttar. Í því sambandi má hugsa sér fínhreyfingar hjá tilteknu barni sem getur auðveldlega staflað kubbum hverjum ofan á annan með ríkjandi hendi en á mjög erfitt með að stjórna skriffæri með sömu hendi.


Dæmi um misþroska gæti verið ef barn á misauðvelt með fínhreyfingar, getur til að mynda auðveldlega kubbað en á erfitt með að stjórna skriffæri. Barnið á myndinni tengist ekki greininni.

Það sem virðist hamla misþroska börnum er hinn mikli breytileiki. Í dæminu hér að ofan er barnið fært um að skynja, hugsa, draga ályktanir og skipuleggja betur en flestir jafnaldrar. Á sama tíma er framkvæmd allra áætlana hindruð af hreyfingum sem eru bæði klunnalegar og tímafrekar. Ætla má að eftir því sem munur á færni á einstökum sviðum er meiri upplifi barnið fleiri árekstra á milli þess sem er hugsað og hins sem er mögulegt að framkvæma. Slíkt eykur líkur á vanlíðan sem hjá börnum getur birst sem erfið hegðun. Hafa skal í huga að hér er aðeins um eitt dæmi að ræða og langt frá því að það geti skýrt öll tilvik erfiðrar hegðunar hjá misþroska börnum.

Löng hefð er fyrir því að leita skýringa á ýmsum þroskafrávikum með skírskotun til starfsemi heilans. Þetta á ekki síst við um það sem kallað hefur verið á ensku MBD eða vægar truflanir á heilastarfi (VTH) sem koma meðal annars fram í misþroska, bæði milli þroskaþátta og innan þeirra. Þetta er samt sem áður nokkrum vandkvæðum háð. Þegar umtalsverð þroskafrávik koma fram hjá börnum liggur beinast við að leita skýringa á þeim í heilastarfsemi, svo fremi að ekki séu til staðar sjúkdómar sem hafa áhrif á þroska, alvarleg geðræn einkenni eða mjög alvarleg vanræksla. Aftur á móti er mönnum vandi á höndum þegar vægari þroskafrávik eru til staðar þar sem erfitt getur reynst að sýna ótvírætt fram á að starfsemi heilans sé óeðlileg.

Kenningar um orsakir VTH eru fjölbreytilegar, eins og nærri má geta. Margir telja að þetta sé meðfætt ástand, enda þótt til séu kenningar sem leggja áherslu á áhrif næringar, sjúkdóma, áverka við fæðingu og önnur áföll. Að baki hugmyndum um meðfætt ástand liggja tilgátur sem snerta margar fræðigreinar þar sem erfðafræðin vegur trúlega þyngst.

Skilgreiningar á VTH eru ólíkar og gerir það að verkum að tölur um tíðni verða frekar óáreiðanlegar. Áætlað hefur verið að allt frá 1% upp í 3% barna á aldrinum 4-14 ára séu með VTH. Þá eru til niðurstöður sem gera ráð fyrir einu barni með VTH að meðaltali í hverjum 20 barna bekk. Fyrirbærið er talið þrisvar til sjö sinnum algengara meðal drengja en stúlkna.


Þetta svar er hluti greinar af vefsetrinu Persóna.is og birtist örlítið breytt og allmikið stytt á Vísindavefnum með góðfúslegu leyfi aðstandenda þess. Með því að smella hér er hægt að nálgast ítarlegri útgáfu af svarinu.


Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

...