Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju stríða strákar stelpum?

Hrannar Baldursson og nemendur

Tilgangur stríðni í mannlegum samskiptum er margþættur og þar er ekki allt sem sýnist. Sumir stríða sjálfum sér eða hópnum til skemmtunar, aðrir eru að reyna að brjóta samskiptamúrinn eða finna sér nýtt öryggi. Stríðni getur verið leið til að hefja sig í hópnum eða til að kynnast stelpunni af viðbrögðum hennar. Stríðnin lýsir yfirleitt áhuga á samskiptum.


Móðir mín sagði mér alltaf að strákar stríddu aðeins stelpum ef þeim líkaði við þær. En er það eina ástæðan fyrir því að strákar stríða stelpum?

Þegar ein manneskja stríðir annarri, er yfirleitt ástæða fyrir stríðninni. Sumir stríða öðrum einfaldlega til skemmtunar. Aðrir stríða til að brjóta samskiptamúrinn, eða til að finna öryggi við nýjar aðstæður. En vitum við samt sem áður fyrir víst hvers vegna strákar um allan heim hafa þessa tilhneigingu til að stríða stelpum?

Samkvæmt strákunum í heimspekihópi Rachel Lux er fjöldinn allur af hlutum sem hvetja stráka til að stríða stelpum. Þessi stríðni getur hugsanlega átt upptök sín í áhuga á að sýnast meiri í augum annarra stráka í hópnum, en fólk sem stríðir er án nokkurs vafa í leit að einhvers konar viðbrögðum. Sumum strákum finnst gott að stríða stelpum til að létta andrúmsloftið við óþægilegar aðstæður. En eitt er víst: Strákurinn er áreiðanlega að leita eftir viðbrögðum við stríðninni.

Ein ástæða stríðninnar kynni að vera löngun til þekkingar. Með því að stríða finnst strákum að þeir geti lært meira um stelpur, byggt á viðbrögðunum sem þeir fá við stríðninni. Ef stelpa stríðir á móti, væri strákurinn líklegri til að leita vináttu við hana heldur en ef hún pirraðist og yrði mjög reið.

Stríða strákar stundum stelpum af því að þeim líkar við þær? Svarið við þessari spurningu er já. Strákar stríða oft stelpum til að brjóta ísinn. Að hefja samtal við manneskju af hinu kyninu getur verið afar erfitt. Stríðni og glens kunna að vera góðar leiðir til að hleypa út smáþrýstingi, en samt verður sá sem stríðir að sýna næmni og kunnáttu til að hrekja ekki viðmælandann enn lengra í burtu. Þannig er stríðni stundum í rauninni daður.

Einnig er mögulegt að strákur eigi stelpu að góðum vin. Þegar strákar eru saman í hóp, hafa þeir mikla tilhneigingu til að stríða hver öðrum. Ef strákur lítur á stelpu sem eina af hans bestu vinum, mun hann sjálfsagt stríða henni jafnmikið og hann stríddi góðum karlkyns vini. Stríðnina mætti túlka sem merki um hlýju til hennar. Því betur sem tvær manneskjur þekkja hvor aðra, því fleiri ástæður hafa þær til að stríða hvor annarri.

Það má segja að stríðni sé leið til samskipta sem notendur telja skemmtilega og halda að auðvelt sé að komast upp með hana án þess að lenda í vandræðum.

Höfundur ásamt Hrannari Baldurssyni: Rachel Lux, nemandi hans á heimspekinámskeiði í Nebraska.

Höfundar

uppeldisfræðingur og heimspekingur

Útgáfudagur

14.7.2000

Spyrjandi

Íris María Bjarkad f. 1988, Aldís Eva Friðriksdóttir f. 1990

Efnisorð

Tilvísun

Hrannar Baldursson og nemendur. „Af hverju stríða strákar stelpum?“ Vísindavefurinn, 14. júlí 2000, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=646.

Hrannar Baldursson og nemendur. (2000, 14. júlí). Af hverju stríða strákar stelpum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=646

Hrannar Baldursson og nemendur. „Af hverju stríða strákar stelpum?“ Vísindavefurinn. 14. júl. 2000. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=646>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju stríða strákar stelpum?
Tilgangur stríðni í mannlegum samskiptum er margþættur og þar er ekki allt sem sýnist. Sumir stríða sjálfum sér eða hópnum til skemmtunar, aðrir eru að reyna að brjóta samskiptamúrinn eða finna sér nýtt öryggi. Stríðni getur verið leið til að hefja sig í hópnum eða til að kynnast stelpunni af viðbrögðum hennar. Stríðnin lýsir yfirleitt áhuga á samskiptum.


Móðir mín sagði mér alltaf að strákar stríddu aðeins stelpum ef þeim líkaði við þær. En er það eina ástæðan fyrir því að strákar stríða stelpum?

Þegar ein manneskja stríðir annarri, er yfirleitt ástæða fyrir stríðninni. Sumir stríða öðrum einfaldlega til skemmtunar. Aðrir stríða til að brjóta samskiptamúrinn, eða til að finna öryggi við nýjar aðstæður. En vitum við samt sem áður fyrir víst hvers vegna strákar um allan heim hafa þessa tilhneigingu til að stríða stelpum?

Samkvæmt strákunum í heimspekihópi Rachel Lux er fjöldinn allur af hlutum sem hvetja stráka til að stríða stelpum. Þessi stríðni getur hugsanlega átt upptök sín í áhuga á að sýnast meiri í augum annarra stráka í hópnum, en fólk sem stríðir er án nokkurs vafa í leit að einhvers konar viðbrögðum. Sumum strákum finnst gott að stríða stelpum til að létta andrúmsloftið við óþægilegar aðstæður. En eitt er víst: Strákurinn er áreiðanlega að leita eftir viðbrögðum við stríðninni.

Ein ástæða stríðninnar kynni að vera löngun til þekkingar. Með því að stríða finnst strákum að þeir geti lært meira um stelpur, byggt á viðbrögðunum sem þeir fá við stríðninni. Ef stelpa stríðir á móti, væri strákurinn líklegri til að leita vináttu við hana heldur en ef hún pirraðist og yrði mjög reið.

Stríða strákar stundum stelpum af því að þeim líkar við þær? Svarið við þessari spurningu er já. Strákar stríða oft stelpum til að brjóta ísinn. Að hefja samtal við manneskju af hinu kyninu getur verið afar erfitt. Stríðni og glens kunna að vera góðar leiðir til að hleypa út smáþrýstingi, en samt verður sá sem stríðir að sýna næmni og kunnáttu til að hrekja ekki viðmælandann enn lengra í burtu. Þannig er stríðni stundum í rauninni daður.

Einnig er mögulegt að strákur eigi stelpu að góðum vin. Þegar strákar eru saman í hóp, hafa þeir mikla tilhneigingu til að stríða hver öðrum. Ef strákur lítur á stelpu sem eina af hans bestu vinum, mun hann sjálfsagt stríða henni jafnmikið og hann stríddi góðum karlkyns vini. Stríðnina mætti túlka sem merki um hlýju til hennar. Því betur sem tvær manneskjur þekkja hvor aðra, því fleiri ástæður hafa þær til að stríða hvor annarri.

Það má segja að stríðni sé leið til samskipta sem notendur telja skemmtilega og halda að auðvelt sé að komast upp með hana án þess að lenda í vandræðum.

Höfundur ásamt Hrannari Baldurssyni: Rachel Lux, nemandi hans á heimspekinámskeiði í Nebraska....