Sólin Sólin Rís 03:54 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:46 • Síðdegis: 17:17 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:55 • Síðdegis: 23:37 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:54 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:46 • Síðdegis: 17:17 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:55 • Síðdegis: 23:37 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig má skilgreina nörd?

HMH

Enska orðið nerd hefur náð fótfestu í tungunni, fyrst sem ómenguð sletta, nörd en um nokkurt skeið hefur einnig borið á frekari aðlögun orðsins að tungunni og bæði nörður og njörður heyrast notuð í þess stað.

Merkingin er upphaflega og yfirleitt niðrandi. Orðið er notað sem skammaryrði yfir þá sem eru á einhvern veg utangátta, yfirleitt sökum óvenjulegra áhugamála eða samskiptamynstra í bland við óöryggi og annað smálegt, svosem einkennilegan klæðaburð.

Orðið er aðallega notað meðal yngra fólks, einkum unglinga, og hefur í hugtakinu nokkurn veginn slegið saman því sem meint er með orðunum 'auli' og 'kúristi'.

Orðið hefur sérstaklega fest við þá sem beina áhuga sínum að tölvum og tækni. Þegar orðið er þannig notað er það ekki lengur óhjákvæmilega niðrandi, heldur oft aðeins lýsandi -- tölvunörd er maður sem hefur óvenju mikinn áhuga og/eða þekkingu á tölvumálum.

Orðið hefur einnig verið heimfært upp á einstaklinga sem ekki hafa allt til að bera til að falla undir það í upprunalegri merkingu, heldur aðeins einstaka tiltekna eiginleika eða eiginleika hliðstæða þeim sem fyrr voru nefndir. Maður með óvenjulega mikinn áhuga á ljósmyndun, til dæmis, kann að vera kallaður nörd fyrir vikið, án þess þó að hann sé á nokkurn hátt utan gátta fyrir áhuga sinn. Hann ætti það hins vegar sameiginlegt með mörgum nördum að beina áhuga sínum og metnaði að tilteknu sviði og sinna hefðbundnum hugðarefnum manna minna en flestir.

Höfundur

heimspekingur og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

14.7.2000

Spyrjandi

Hjálmar K. Sveinbjörnsson

Tilvísun

HMH. „Hvernig má skilgreina nörd?“ Vísindavefurinn, 14. júlí 2000, sótt 19. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=647.

HMH. (2000, 14. júlí). Hvernig má skilgreina nörd? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=647

HMH. „Hvernig má skilgreina nörd?“ Vísindavefurinn. 14. júl. 2000. Vefsíða. 19. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=647>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig má skilgreina nörd?
Enska orðið nerd hefur náð fótfestu í tungunni, fyrst sem ómenguð sletta, nörd en um nokkurt skeið hefur einnig borið á frekari aðlögun orðsins að tungunni og bæði nörður og njörður heyrast notuð í þess stað.

Merkingin er upphaflega og yfirleitt niðrandi. Orðið er notað sem skammaryrði yfir þá sem eru á einhvern veg utangátta, yfirleitt sökum óvenjulegra áhugamála eða samskiptamynstra í bland við óöryggi og annað smálegt, svosem einkennilegan klæðaburð.

Orðið er aðallega notað meðal yngra fólks, einkum unglinga, og hefur í hugtakinu nokkurn veginn slegið saman því sem meint er með orðunum 'auli' og 'kúristi'.

Orðið hefur sérstaklega fest við þá sem beina áhuga sínum að tölvum og tækni. Þegar orðið er þannig notað er það ekki lengur óhjákvæmilega niðrandi, heldur oft aðeins lýsandi -- tölvunörd er maður sem hefur óvenju mikinn áhuga og/eða þekkingu á tölvumálum.

Orðið hefur einnig verið heimfært upp á einstaklinga sem ekki hafa allt til að bera til að falla undir það í upprunalegri merkingu, heldur aðeins einstaka tiltekna eiginleika eða eiginleika hliðstæða þeim sem fyrr voru nefndir. Maður með óvenjulega mikinn áhuga á ljósmyndun, til dæmis, kann að vera kallaður nörd fyrir vikið, án þess þó að hann sé á nokkurn hátt utan gátta fyrir áhuga sinn. Hann ætti það hins vegar sameiginlegt með mörgum nördum að beina áhuga sínum og metnaði að tilteknu sviði og sinna hefðbundnum hugðarefnum manna minna en flestir....