Sólin Sólin Rís 06:01 • sest 20:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 15:33 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvernig er kýrillíska stafrófið sem notað er í Rússlandi?

Guðrún Kvaran

Kýrillíska stafrófið varð til á 9. öld e. Kr. og var það hannað til nota fyrir þær þjóðir sem töluðu slavnesk mál og tilheyrðu rétttrúnaðarkirkjunni. Rússar, Hvítrússar, Úkraínumenn og Serbar nota enn þetta stafróf. Sömuleiðis er það enn í notkun í Makedóníu og Bosníu.

Elsta slavneska letrið nefndist glagolica en aðeins yngra var letrið kyrillica. Talsverður munur er á stafagerðinni. Uppruni glagólíska letursins var lengi umdeildur. Sagan segir hins vegar að tveir trúboðar hafi mótað kýrillíska letrið með grísku að fyrirmynd. Þeir hétu Konstantinos, sem síðar var nefndur Kyrillos (827–869) og stafrófið eftir honum, og Methodios (d. 885).

Í dag vita menn að Kyrillos er ekki faðir kýrillíska stafrófsins. Honum er eignað stafrófið glagolica en nemandi hans, Klement frá Ochrid, á að hafa lagað kýrillíska letrið eftir gríska stafrófinu þótt fáeinir stafir eigi að vísu rætur að rekja til glagólíska stafrófsins. Sagan um Kyrillos og Methodios lifir samt sem áður enn meðal fólks.Efri mynd: Kýrillískt stafróf frá 10. öld. Neðri mynd: Rússnesk útgáfa stafrófsins frá 1918.

Trúboðarnir lögðu upp í trúboðsstarf sitt frá grísku eyjunni Saloniki og fóru afar víða um Balkanskagann. Þeir kynntust fyrst slavnesku eins og hún var töluð í Makedóníu. Á þeim tíma voru mállýskur þó ekki miklar og Slavar í Serbíu, Króatíu og Mæri gátu skilið hver annan og einnig slavnesku í Makedóníu.

Þegar talað er um kýrillískt stafróf í dag kemur flestum í hug rússneska sem þekktust er þeirra mála sem nota letrið. Fyrir slavnesku 9. aldar þurfti marga stafi og í upphaflega stafrófinu voru þeir 43. Í kýrillíska stafrófinu nú eru mun færri stafir en fjöldinn er aðeins mismunandi eftir tungumálum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimild

  • Harald Haarmann. 1990. Universalgeschichte der Schrift. Campus Verlag, Frankfurt/New York.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

18.1.2007

Spyrjandi

Guðmundur Stefánsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig er kýrillíska stafrófið sem notað er í Rússlandi?“ Vísindavefurinn, 18. janúar 2007. Sótt 13. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6471.

Guðrún Kvaran. (2007, 18. janúar). Hvernig er kýrillíska stafrófið sem notað er í Rússlandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6471

Guðrún Kvaran. „Hvernig er kýrillíska stafrófið sem notað er í Rússlandi?“ Vísindavefurinn. 18. jan. 2007. Vefsíða. 13. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6471>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er kýrillíska stafrófið sem notað er í Rússlandi?
Kýrillíska stafrófið varð til á 9. öld e. Kr. og var það hannað til nota fyrir þær þjóðir sem töluðu slavnesk mál og tilheyrðu rétttrúnaðarkirkjunni. Rússar, Hvítrússar, Úkraínumenn og Serbar nota enn þetta stafróf. Sömuleiðis er það enn í notkun í Makedóníu og Bosníu.

Elsta slavneska letrið nefndist glagolica en aðeins yngra var letrið kyrillica. Talsverður munur er á stafagerðinni. Uppruni glagólíska letursins var lengi umdeildur. Sagan segir hins vegar að tveir trúboðar hafi mótað kýrillíska letrið með grísku að fyrirmynd. Þeir hétu Konstantinos, sem síðar var nefndur Kyrillos (827–869) og stafrófið eftir honum, og Methodios (d. 885).

Í dag vita menn að Kyrillos er ekki faðir kýrillíska stafrófsins. Honum er eignað stafrófið glagolica en nemandi hans, Klement frá Ochrid, á að hafa lagað kýrillíska letrið eftir gríska stafrófinu þótt fáeinir stafir eigi að vísu rætur að rekja til glagólíska stafrófsins. Sagan um Kyrillos og Methodios lifir samt sem áður enn meðal fólks.Efri mynd: Kýrillískt stafróf frá 10. öld. Neðri mynd: Rússnesk útgáfa stafrófsins frá 1918.

Trúboðarnir lögðu upp í trúboðsstarf sitt frá grísku eyjunni Saloniki og fóru afar víða um Balkanskagann. Þeir kynntust fyrst slavnesku eins og hún var töluð í Makedóníu. Á þeim tíma voru mállýskur þó ekki miklar og Slavar í Serbíu, Króatíu og Mæri gátu skilið hver annan og einnig slavnesku í Makedóníu.

Þegar talað er um kýrillískt stafróf í dag kemur flestum í hug rússneska sem þekktust er þeirra mála sem nota letrið. Fyrir slavnesku 9. aldar þurfti marga stafi og í upphaflega stafrófinu voru þeir 43. Í kýrillíska stafrófinu nú eru mun færri stafir en fjöldinn er aðeins mismunandi eftir tungumálum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimild

  • Harald Haarmann. 1990. Universalgeschichte der Schrift. Campus Verlag, Frankfurt/New York.
...