Sólin Sólin Rís 07:15 • sest 19:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:55 • Sest 22:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:41 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:59 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík

Af hverju þyngist maður með aldri?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Eftir því sem fólk eldist hefur það meiri tilhneigingu til þess að þyngjast og byrjar það oft þegar fólk er á fertugsaldri. Aukin líkamsþyngd hjá bæði konum og körlum stafar oft af minni hreyfingu, meiri hitaeininganeyslu og minni brennslu. Hjá flestum koma allir þrír þættirnir við sögu. Erfðaþættir geta einnig haft sitt að segja, til dæmis varðandi hvar maður safnar þyngdinni. Ef foreldrar og aðrir ættingjar eru til dæmis með “varadekk” um sig miðja getur verið að maður hafi sjálfur tilhneigingu til þess að safna fitu á þessu svæði.

Þyngdaraukning með aldri getur verið afleiðing af lífeðlisfræðilegum breytingum sem fylgja öldrun. Í körlum minnkar magn hormónsins testósterón smátt og smátt með þeim afleiðingum að vöðvamassi minnkar. Við það hægir á efnaskiptum þar sem vöðvar nota meiri orku en fita. Það þýðir að með hækkandi aldri minnkar hitaeiningaþörfin. Haldist mataræði hins vegar óbreytt samhliða minni hitaeiningaþörf, er hægfara þyngdaraukning óumflýjanleg.Aukin líkamsþyngd starfar oft af minni hreyfingu, aukinni neyslu hitaeininga og minni brennslu.

Margir reyna að draga úr neyslu hitaeininga þegar þeir uppgötva að talan á vigtinni er farin að hækka. Það er þó ekki sama hvernig það er gert. Ef dregið er of mikið úr hitaeininganeyslu bregst líkaminn við með því að draga enn meira úr efnaskiptahraðanum til að spara orku. Það getur reynst mun árangursríkara að hreyfa sig meira og skipta orkuríkum fæðutegundum út fyrir hitaeiningasnauðari matvæli sem eru einnig bætiefnarík. Enn fremur er mikilvægt að sleppa ekki úr máltíðum því það eykur líkur á ofáti í næstu máltíð.

Konur byrja oft að þyngjast nokkrum árum fyrir tíðahvörf. Þetta er talið stafa af minnkandi magni af hormóninu estrógen. Að meðaltali þyngjast þær um hálft kíló á ári á þessu tímabili. Vilji konur sporna við þessari þróun ættu þær þó ekki að einblína um of á að draga úr neyslu hitaeininga, heldur frekar leggja áherslu á litlar máltíðir sem innihalda mikið af bætiefnum. Þær ættu einnig að leggja áherslu á aukna hreyfingu til þess að draga úr þyngdaraukningunni og til að styrkja líkamann.

Minni efnaskiptahraði helst einnig í hendur við breyttan lífsstíl og er því nokkuð sem fólk getur haft áhrif á. Eftir því sem fólk eldist er algengt að það dragi úr hreyfingu og íþróttaiðkun. Reglubundin líkamsrækt á fullorðinsárum dregur hins vegar úr rénun vöðvamassa og getur þar með haldið efnaskiptunum í jafnvægi. Að vera í góðu líkamlegu formi getur einnig hjálpað líkamanum í baráttunni við öldrun og ýmsa fylgikvilla hennar.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um þyngd og holdarfar, til dæmis:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

25.1.2007

Spyrjandi

Edda Solveig Þórarinsdóttir, f. 1994

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju þyngist maður með aldri?“ Vísindavefurinn, 25. janúar 2007. Sótt 24. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=6480.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2007, 25. janúar). Af hverju þyngist maður með aldri? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6480

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju þyngist maður með aldri?“ Vísindavefurinn. 25. jan. 2007. Vefsíða. 24. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6480>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju þyngist maður með aldri?
Eftir því sem fólk eldist hefur það meiri tilhneigingu til þess að þyngjast og byrjar það oft þegar fólk er á fertugsaldri. Aukin líkamsþyngd hjá bæði konum og körlum stafar oft af minni hreyfingu, meiri hitaeininganeyslu og minni brennslu. Hjá flestum koma allir þrír þættirnir við sögu. Erfðaþættir geta einnig haft sitt að segja, til dæmis varðandi hvar maður safnar þyngdinni. Ef foreldrar og aðrir ættingjar eru til dæmis með “varadekk” um sig miðja getur verið að maður hafi sjálfur tilhneigingu til þess að safna fitu á þessu svæði.

Þyngdaraukning með aldri getur verið afleiðing af lífeðlisfræðilegum breytingum sem fylgja öldrun. Í körlum minnkar magn hormónsins testósterón smátt og smátt með þeim afleiðingum að vöðvamassi minnkar. Við það hægir á efnaskiptum þar sem vöðvar nota meiri orku en fita. Það þýðir að með hækkandi aldri minnkar hitaeiningaþörfin. Haldist mataræði hins vegar óbreytt samhliða minni hitaeiningaþörf, er hægfara þyngdaraukning óumflýjanleg.Aukin líkamsþyngd starfar oft af minni hreyfingu, aukinni neyslu hitaeininga og minni brennslu.

Margir reyna að draga úr neyslu hitaeininga þegar þeir uppgötva að talan á vigtinni er farin að hækka. Það er þó ekki sama hvernig það er gert. Ef dregið er of mikið úr hitaeininganeyslu bregst líkaminn við með því að draga enn meira úr efnaskiptahraðanum til að spara orku. Það getur reynst mun árangursríkara að hreyfa sig meira og skipta orkuríkum fæðutegundum út fyrir hitaeiningasnauðari matvæli sem eru einnig bætiefnarík. Enn fremur er mikilvægt að sleppa ekki úr máltíðum því það eykur líkur á ofáti í næstu máltíð.

Konur byrja oft að þyngjast nokkrum árum fyrir tíðahvörf. Þetta er talið stafa af minnkandi magni af hormóninu estrógen. Að meðaltali þyngjast þær um hálft kíló á ári á þessu tímabili. Vilji konur sporna við þessari þróun ættu þær þó ekki að einblína um of á að draga úr neyslu hitaeininga, heldur frekar leggja áherslu á litlar máltíðir sem innihalda mikið af bætiefnum. Þær ættu einnig að leggja áherslu á aukna hreyfingu til þess að draga úr þyngdaraukningunni og til að styrkja líkamann.

Minni efnaskiptahraði helst einnig í hendur við breyttan lífsstíl og er því nokkuð sem fólk getur haft áhrif á. Eftir því sem fólk eldist er algengt að það dragi úr hreyfingu og íþróttaiðkun. Reglubundin líkamsrækt á fullorðinsárum dregur hins vegar úr rénun vöðvamassa og getur þar með haldið efnaskiptunum í jafnvægi. Að vera í góðu líkamlegu formi getur einnig hjálpað líkamanum í baráttunni við öldrun og ýmsa fylgikvilla hennar.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um þyngd og holdarfar, til dæmis:

Heimildir og mynd:...