Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju halda strákar að þeir séu eitthvað merkilegri en stelpur?

Anton Örn Karlsson

Það að piltar líti stundum stórt á sig og telji sig merkilegri en stúlkur má að miklu leyti skýra út frá hugmyndum um mótun og hegðun hópa. Hægt er að skilgreina hóp sem tvo eða fleiri einstaklinga sem eiga eitthvað sameiginlegt (til dæmis kyn) og eru þess vegna flokkaðir saman (Reber & Reber, 2001; Hogg & Vaughan, 2002). Samkvæmt kenningunni um hópsjálf (e. social identity theory) getur það mótað hegðun og hugmyndir fólks að tilheyra ákveðnum hópi. Þannig getur það eitt verið nóg til að hafa áhrif á stráka að þeir telji sig hluta af strákahóp.

Kenningin um hópsjálf gerir ráð fyrir að tala megi um tvenns konar sjálfsmynd, annars vegar eiginsjálf (e. personal self) og hins vegar hópsjálf (e. social identity). Hvað varðar upphaflegu spurninguna skiptir hópsjálfið mestu máli, það er þegar sjálfsmynd fólks er skilgreind út frá þeim hópi sem það tilheyrir. Viðkomandi veit að hann er hluti af hópnum sem aftur mótar álit hans á sjálfum sér og öðrum, sem og samskipti við aðra innan sem utan hópsins (Deaux, 1996; Hogg & Terry, 2001). Þegar hópsjálf stráka er "virkt" hefur það áhrif á samskipti þeirra við þá sem tilheyra öðrum hópum, þar á meðal stelpur.


Komið getur til átaka milli hópa, svo sem stelpna og stráka.

Eitt einkenni samskipta fólks sem tilheyrir ólíkum hópum nefnist millihópaskekkja (e. intergroup bias). Skekkjan felst í þeirri tilhneigingu að vera jákvæður í garð þeirra sem tilheyra sama hópi og maður sjálfur (stundum nefndur innhópurinn eða samherjar) en eigna fólki í öðrum hópum (úthópum, einnig nefndir mótherjar) neikvæða eiginleika (Hewstone, Rubin & Willis, 2002; Deaux, 1996). Þannig hafa strákar tilhneigingu til að líta svo á að aðrir strákar hafi ýmsa góða kosti, en stelpur, sem tilheyra öðrum hópi, eru metnar á mun neikvæðari máta.

Áhugavert er að millihópaskekkja er óháð því hvað liggur til grundvallar hópaskiptingunni (í samræmi við minimal group paradigm, sjá til dæmis, Deaux, 1996). Þannig getur skipting í hópa til dæmis verið af handahófi, jafnvel geta hóparnir verið alveg eins ― samt kemur millihópaskekkjan fram.

Af þessari ástæðu telja sumir strákar að þeir séu merkilegri en stelpur; Þeir sýna greinileg merki um millihópaskekkju vegna hópsjálfs og hafa þar með jákvæða skoðun á sínum hóp en neikvæða skoðun á öðrum hópum, þar með talið stelpum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir

  • Deaux, K. (1996). Social identification. Í A.T. Higgins og A.W. Kruglanski (ritstj.), Social psychology: Handbook of basic principles. New York, NY: The Guilford Press.
  • Hewstone, M., Rubin, M. & Willis, H. (2002). Intergroup bias. Annual review of psychology, 53, 575 – 604.
  • Hogg, M.A. & Terry, D.J. (2001). Social Identity Theory and Organizational Processes. Í M.A. Hogg og D.J. Terry (ritstj.), Social Identity Processes in Organizational Contexts (bls. 1 – 12). Philadelphia, PA: Psychology Press.
  • Hogg, M.A. & Vaughan, G.M. (2002). Social psychology (3. útg.). Essex, Englandi: Pearson.
  • Reber, A.S. & Reber, E. (2002). The penguin dictionary of psychology (3. útg.). London, Englandi: Penguin.
  • Mynd: Boys will be Boys. Flickr.com. Höfundur myndar er Jordan Nielsen. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi.

Höfundur

Anton Örn Karlsson

aðferðafræðingur Hagstofu Íslands og doktorsnemi við sálfræðideild HÍ

Útgáfudagur

30.1.2007

Spyrjandi

Inga Óskarsdóttir, f. 1995

Tilvísun

Anton Örn Karlsson. „Af hverju halda strákar að þeir séu eitthvað merkilegri en stelpur?“ Vísindavefurinn, 30. janúar 2007, sótt 10. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6484.

Anton Örn Karlsson. (2007, 30. janúar). Af hverju halda strákar að þeir séu eitthvað merkilegri en stelpur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6484

Anton Örn Karlsson. „Af hverju halda strákar að þeir séu eitthvað merkilegri en stelpur?“ Vísindavefurinn. 30. jan. 2007. Vefsíða. 10. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6484>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju halda strákar að þeir séu eitthvað merkilegri en stelpur?
Það að piltar líti stundum stórt á sig og telji sig merkilegri en stúlkur má að miklu leyti skýra út frá hugmyndum um mótun og hegðun hópa. Hægt er að skilgreina hóp sem tvo eða fleiri einstaklinga sem eiga eitthvað sameiginlegt (til dæmis kyn) og eru þess vegna flokkaðir saman (Reber & Reber, 2001; Hogg & Vaughan, 2002). Samkvæmt kenningunni um hópsjálf (e. social identity theory) getur það mótað hegðun og hugmyndir fólks að tilheyra ákveðnum hópi. Þannig getur það eitt verið nóg til að hafa áhrif á stráka að þeir telji sig hluta af strákahóp.

Kenningin um hópsjálf gerir ráð fyrir að tala megi um tvenns konar sjálfsmynd, annars vegar eiginsjálf (e. personal self) og hins vegar hópsjálf (e. social identity). Hvað varðar upphaflegu spurninguna skiptir hópsjálfið mestu máli, það er þegar sjálfsmynd fólks er skilgreind út frá þeim hópi sem það tilheyrir. Viðkomandi veit að hann er hluti af hópnum sem aftur mótar álit hans á sjálfum sér og öðrum, sem og samskipti við aðra innan sem utan hópsins (Deaux, 1996; Hogg & Terry, 2001). Þegar hópsjálf stráka er "virkt" hefur það áhrif á samskipti þeirra við þá sem tilheyra öðrum hópum, þar á meðal stelpur.


Komið getur til átaka milli hópa, svo sem stelpna og stráka.

Eitt einkenni samskipta fólks sem tilheyrir ólíkum hópum nefnist millihópaskekkja (e. intergroup bias). Skekkjan felst í þeirri tilhneigingu að vera jákvæður í garð þeirra sem tilheyra sama hópi og maður sjálfur (stundum nefndur innhópurinn eða samherjar) en eigna fólki í öðrum hópum (úthópum, einnig nefndir mótherjar) neikvæða eiginleika (Hewstone, Rubin & Willis, 2002; Deaux, 1996). Þannig hafa strákar tilhneigingu til að líta svo á að aðrir strákar hafi ýmsa góða kosti, en stelpur, sem tilheyra öðrum hópi, eru metnar á mun neikvæðari máta.

Áhugavert er að millihópaskekkja er óháð því hvað liggur til grundvallar hópaskiptingunni (í samræmi við minimal group paradigm, sjá til dæmis, Deaux, 1996). Þannig getur skipting í hópa til dæmis verið af handahófi, jafnvel geta hóparnir verið alveg eins ― samt kemur millihópaskekkjan fram.

Af þessari ástæðu telja sumir strákar að þeir séu merkilegri en stelpur; Þeir sýna greinileg merki um millihópaskekkju vegna hópsjálfs og hafa þar með jákvæða skoðun á sínum hóp en neikvæða skoðun á öðrum hópum, þar með talið stelpum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir

  • Deaux, K. (1996). Social identification. Í A.T. Higgins og A.W. Kruglanski (ritstj.), Social psychology: Handbook of basic principles. New York, NY: The Guilford Press.
  • Hewstone, M., Rubin, M. & Willis, H. (2002). Intergroup bias. Annual review of psychology, 53, 575 – 604.
  • Hogg, M.A. & Terry, D.J. (2001). Social Identity Theory and Organizational Processes. Í M.A. Hogg og D.J. Terry (ritstj.), Social Identity Processes in Organizational Contexts (bls. 1 – 12). Philadelphia, PA: Psychology Press.
  • Hogg, M.A. & Vaughan, G.M. (2002). Social psychology (3. útg.). Essex, Englandi: Pearson.
  • Reber, A.S. & Reber, E. (2002). The penguin dictionary of psychology (3. útg.). London, Englandi: Penguin.
  • Mynd: Boys will be Boys. Flickr.com. Höfundur myndar er Jordan Nielsen. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi.
...