Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju finnst fólki svona merkilegt að stelpur vinni stráka í einhverju?

Anton Örn Karlsson

Þessi spurning snýr að því af hverju það hlýtur svo mikla athygli þegar stelpur bera sigurorð af strákum. Líklega er átt við einhverja tegund af íþróttakappleik þar sem nokkuð vel er skilgreint hver vinnur og hver tapar.

Athyglin sem stelpur fá þegar þær sigra stráka veltur að einhverju leyti á staðalmyndum kynjanna. Staðalmyndir eru einfaldar og útbreiddar hugmyndir um ákveðinn hóp og þá sem honum tilheyra (Hogg og Vaughan, 2002). Þessar hugmyndir hafa áhrif á samskipti fólks við viðkomandi hóp (Wheeler og Petty, 2001).


Samkvæmt staðalmynd geta stelpur ekkert í fótbolta.

Til dæmis gæti það verið útbreidd staðalmynd að allir unglingar hlusti á graðhestatónlist sem aftur gæti stjórnað samskiptum við þennan hóp, svo sem jólagjafainnkaupum foreldra; þannig gætu unglingar verði líklegri en aðrir samfélagshópar til að fá geisladiska með graðhestarokki í jólagjöf.

Í vissum tilvikum eiga staðalmyndir við nokkur rök að styðjast, en þar sem þær ná jafnan yfir stóran hóp fólks er óhjákvæmilegt að þær verði ekki fullkomlega nákvæmar. Til dæmis má gefa sér að til séu unglingar sem kjósa frekar að hlusta á óperur eða Frank Sinatra heldur en graðhestarokk. Staðalmyndir eru því ávallt nokkur einföldun á veruleikanum.

Samkvæmt yfirliti Koivula (1995) eru íþróttir og íþróttaiðkun almennt frekar talin eiga við karla heldur en konur. Því eru staðalmyndir kynjanna þær að karlmenn séu betri í íþróttum en konur, óháð því hvort það sé alltaf sannleikanum samkvæmt (sjá Hogg og Vaughan, 2002). Að því gefnu að fólk telji að strákar séu almennt betri í íþróttum en stelpur, þá mun það koma á óvart þegar stelpur vinna stráka í einhverju; það stingur í stúf við fyrirfram gefnar hugmyndir fólks um getu og kunnáttu kynjanna, það er, í andstöðu við staðalmyndir fólks.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

  • Hogg, M.A. & Vaughan, G.M. (2002). Social psychology (3. útg.). Essex, Englandi: Pearson.
  • Koivula, N. (1995). Ratings of gender appropriateness of sports participation: Effects of gender-based schematic processing. Sex roles: A journal of research, 33, 543 – 557.
  • Wheeler, S.C. & Petty, R.E. (2001). The effects of stereotype activation on behavior: A review of possible mechanisms. Psychological bulletin, 127, 797 – 826.
  • Mynd: Bend It Like Beckham. Flickr.com. Höfundur myndar er Duane Romanell. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi.

Höfundur

Anton Örn Karlsson

aðferðafræðingur Hagstofu Íslands og doktorsnemi við sálfræðideild HÍ

Útgáfudagur

31.1.2007

Spyrjandi

Inga Óskarsdóttir, f. 1995

Tilvísun

Anton Örn Karlsson. „Af hverju finnst fólki svona merkilegt að stelpur vinni stráka í einhverju?“ Vísindavefurinn, 31. janúar 2007, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6485.

Anton Örn Karlsson. (2007, 31. janúar). Af hverju finnst fólki svona merkilegt að stelpur vinni stráka í einhverju? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6485

Anton Örn Karlsson. „Af hverju finnst fólki svona merkilegt að stelpur vinni stráka í einhverju?“ Vísindavefurinn. 31. jan. 2007. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6485>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju finnst fólki svona merkilegt að stelpur vinni stráka í einhverju?
Þessi spurning snýr að því af hverju það hlýtur svo mikla athygli þegar stelpur bera sigurorð af strákum. Líklega er átt við einhverja tegund af íþróttakappleik þar sem nokkuð vel er skilgreint hver vinnur og hver tapar.

Athyglin sem stelpur fá þegar þær sigra stráka veltur að einhverju leyti á staðalmyndum kynjanna. Staðalmyndir eru einfaldar og útbreiddar hugmyndir um ákveðinn hóp og þá sem honum tilheyra (Hogg og Vaughan, 2002). Þessar hugmyndir hafa áhrif á samskipti fólks við viðkomandi hóp (Wheeler og Petty, 2001).


Samkvæmt staðalmynd geta stelpur ekkert í fótbolta.

Til dæmis gæti það verið útbreidd staðalmynd að allir unglingar hlusti á graðhestatónlist sem aftur gæti stjórnað samskiptum við þennan hóp, svo sem jólagjafainnkaupum foreldra; þannig gætu unglingar verði líklegri en aðrir samfélagshópar til að fá geisladiska með graðhestarokki í jólagjöf.

Í vissum tilvikum eiga staðalmyndir við nokkur rök að styðjast, en þar sem þær ná jafnan yfir stóran hóp fólks er óhjákvæmilegt að þær verði ekki fullkomlega nákvæmar. Til dæmis má gefa sér að til séu unglingar sem kjósa frekar að hlusta á óperur eða Frank Sinatra heldur en graðhestarokk. Staðalmyndir eru því ávallt nokkur einföldun á veruleikanum.

Samkvæmt yfirliti Koivula (1995) eru íþróttir og íþróttaiðkun almennt frekar talin eiga við karla heldur en konur. Því eru staðalmyndir kynjanna þær að karlmenn séu betri í íþróttum en konur, óháð því hvort það sé alltaf sannleikanum samkvæmt (sjá Hogg og Vaughan, 2002). Að því gefnu að fólk telji að strákar séu almennt betri í íþróttum en stelpur, þá mun það koma á óvart þegar stelpur vinna stráka í einhverju; það stingur í stúf við fyrirfram gefnar hugmyndir fólks um getu og kunnáttu kynjanna, það er, í andstöðu við staðalmyndir fólks.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

  • Hogg, M.A. & Vaughan, G.M. (2002). Social psychology (3. útg.). Essex, Englandi: Pearson.
  • Koivula, N. (1995). Ratings of gender appropriateness of sports participation: Effects of gender-based schematic processing. Sex roles: A journal of research, 33, 543 – 557.
  • Wheeler, S.C. & Petty, R.E. (2001). The effects of stereotype activation on behavior: A review of possible mechanisms. Psychological bulletin, 127, 797 – 826.
  • Mynd: Bend It Like Beckham. Flickr.com. Höfundur myndar er Duane Romanell. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi.
...