Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvers vegna hafa nafnorð kyn?

Íslenska telst til málaættar sem kölluð hefur verið indóevrópsk mál. Fornar heimildir um þessa málaætt (sanskrít, gríska, latína) sýna að orð höfðu ákveðið kyn, karlkyn, kvenkyn eða hvorugkyn eins langt aftur og tekist hefur að rekja. Hettitíska, sem einnig er af þessari málaætt og elstar heimildir eru til um, hefur reyndar aðeins tvö kyn, samkyn og hvorugkyn og er um það deilt hvort hún hafi tapað kvenkyninu eða hvort hún sýni eldra stig en sanskrít, latína og gríska.

Þegar í elstu heimildum er ljóst að ekki fór alltaf saman málfræðilegt kyn og raunkyn. Með því er átt við að orð, sem búast mætti við að væri karlkyns eins og naut, er til dæmis hvorugkyns, svanni 'stúlka' er karlkyns o.s.frv. Athuganir á elstu heimildum sýna að orð sem vísuðu til karla eða karlkyns lifandi vera voru oftast karlkyns og þau sem vísuðu til kvenna eða kvenkyns lifandi vera oftast kvenkyns en frá þessu var þó fjöldi undantekninga. Orð sem táknuðu dauða hluti voru ýmist karlkyns, kvenkyns eða hvorugkyns. Talsverðar rannsóknir hafa verið gerðar á kyni nafnorða í indóevrópskum málum og uppruna þess en margt er þar enn á huldu og umdeilt.

Sum indóevrópsk mál, eins og til dæmis íslenska, hafa haldið þremur kynjum fram til þessa. Önnur hafa einfaldast, til dæmis danska sem greinir að samkyn og hvorugkyn.

Útgáfudagur

14.7.2000

Spyrjandi

Bergur E. Benediktsson

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna hafa nafnorð kyn?“ Vísindavefurinn, 14. júlí 2000. Sótt 20. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=649.

Guðrún Kvaran. (2000, 14. júlí). Hvers vegna hafa nafnorð kyn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=649

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna hafa nafnorð kyn?“ Vísindavefurinn. 14. júl. 2000. Vefsíða. 20. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=649>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ingibjörg V. Kaldalóns

1968

Ingibjörg V. Kaldalóns er lektor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið HÍ. Í rannsóknum sínum hefur Ingibjörg einkum beint sjónum að starfsháttum í grunnskólum, velfarnaði nemenda og kennara í skólastarfi og hvernig hagnýta megi rannsóknir jákvæðrar sálfræði í uppeldi og menntastarfi.