Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur orðatiltækið „að seljast eins og heitar lummur“?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðatiltækið að eitthvað seljist eins og heitar lummur er ekki gamalt í málinu. Dæmi fara ekki að sjást á timarit.is fyrr en eftir miðja 20. öld. Heitar lummur þóttu, og þykja mörgum enn, mesta lostæti og hægt var að á síðustu öld að kaupa nýbakaðar lummur á kaffihúsum. Því hefur þótt gott að grípa til þeirra þegar aðlaga þurfti danska orðasambandið noget går som varmt brød þótt þar sé talað um volgt brauð. Í ensku eru notaðar kökur, go eða sell like hot cakes, og í þýsku eru það nýbökuðu rúnnstykkin sem seljast vel, wie frische eða warme Semmeln (rúnnstykki) (weg)gehen.

Orðatiltækið að eitthvað seljist eins og heitar lummur er ekki gamalt í málinu. Danir tala um volgt brauð í stað heitra lumma, í ensku eru kökur notaðar en í þýsku rúnnstykki.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

30.4.2013

Spyrjandi

Guðni Rúnar Gíslason

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðatiltækið „að seljast eins og heitar lummur“?“ Vísindavefurinn, 30. apríl 2013, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=64930.

Guðrún Kvaran. (2013, 30. apríl). Hvaðan kemur orðatiltækið „að seljast eins og heitar lummur“? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=64930

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðatiltækið „að seljast eins og heitar lummur“?“ Vísindavefurinn. 30. apr. 2013. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=64930>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðatiltækið „að seljast eins og heitar lummur“?
Orðatiltækið að eitthvað seljist eins og heitar lummur er ekki gamalt í málinu. Dæmi fara ekki að sjást á timarit.is fyrr en eftir miðja 20. öld. Heitar lummur þóttu, og þykja mörgum enn, mesta lostæti og hægt var að á síðustu öld að kaupa nýbakaðar lummur á kaffihúsum. Því hefur þótt gott að grípa til þeirra þegar aðlaga þurfti danska orðasambandið noget går som varmt brød þótt þar sé talað um volgt brauð. Í ensku eru notaðar kökur, go eða sell like hot cakes, og í þýsku eru það nýbökuðu rúnnstykkin sem seljast vel, wie frische eða warme Semmeln (rúnnstykki) (weg)gehen.

Orðatiltækið að eitthvað seljist eins og heitar lummur er ekki gamalt í málinu. Danir tala um volgt brauð í stað heitra lumma, í ensku eru kökur notaðar en í þýsku rúnnstykki.

Mynd:

...