Sólin Sólin Rís 09:25 • sest 16:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:26 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:55 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:25 • sest 16:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:26 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:55 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er rökfræðin í því að segja að eitthvað svínvirki?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Svín- í sögninni svínvirka telst til svokallaðra herðandi forliða. Margir slíkir forliðir eru notaðir í málinu, svo sem hund- í hundleiðinlegur, hundvondur, hundgamall, hundóánægður, hrút- í hrútleiðinlegur, naut- í nautheimskur, mold- í moldríkur og dauð- í dauðhræddur, dauðþreyttur, dauðlúinn.

Líklegt er að dönsk áhrif hafi upphaflega ýtt undir notkun forliðarins svín- en í því máli er svine- algengur herðandi forliður. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans um svín(a)- í herðandi merkingu eru flest frá 19. öld og eiga sér samsvaranir í dönsku, til dæmis svínaheppni (d. svineheld), svínahundur sem niðrandi lýsing á manni (d. svinehund, þ. Schweinehund), svínbeygja (d. svinebøje), svínbinda 'rígbinda' (d. svinebinde), svínfullur (d. svinefuld), svínheppni, svínheppinn (d. svineheld, svineheldig). Síðar er farið að nota forliðinn þar sem engar samsvaranir virðast í dönsku, til dæmis í sögninni að svínvirka.

Elsta dæmi Orðabókarinnar um svín- er reyndar frá 17. öld í orðinu svíndrukkinn. Það kemur fyrir í postillu sem þýdd var úr þýsku en í því máli er Schweine- einnig notað í herðandi merkingu.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

14.7.2000

Spyrjandi

Stefán Benedikt Vilhelmsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er rökfræðin í því að segja að eitthvað svínvirki?“ Vísindavefurinn, 14. júlí 2000, sótt 5. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=650.

Guðrún Kvaran. (2000, 14. júlí). Hver er rökfræðin í því að segja að eitthvað svínvirki? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=650

Guðrún Kvaran. „Hver er rökfræðin í því að segja að eitthvað svínvirki?“ Vísindavefurinn. 14. júl. 2000. Vefsíða. 5. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=650>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er rökfræðin í því að segja að eitthvað svínvirki?
Svín- í sögninni svínvirka telst til svokallaðra herðandi forliða. Margir slíkir forliðir eru notaðir í málinu, svo sem hund- í hundleiðinlegur, hundvondur, hundgamall, hundóánægður, hrút- í hrútleiðinlegur, naut- í nautheimskur, mold- í moldríkur og dauð- í dauðhræddur, dauðþreyttur, dauðlúinn.

Líklegt er að dönsk áhrif hafi upphaflega ýtt undir notkun forliðarins svín- en í því máli er svine- algengur herðandi forliður. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans um svín(a)- í herðandi merkingu eru flest frá 19. öld og eiga sér samsvaranir í dönsku, til dæmis svínaheppni (d. svineheld), svínahundur sem niðrandi lýsing á manni (d. svinehund, þ. Schweinehund), svínbeygja (d. svinebøje), svínbinda 'rígbinda' (d. svinebinde), svínfullur (d. svinefuld), svínheppni, svínheppinn (d. svineheld, svineheldig). Síðar er farið að nota forliðinn þar sem engar samsvaranir virðast í dönsku, til dæmis í sögninni að svínvirka.

Elsta dæmi Orðabókarinnar um svín- er reyndar frá 17. öld í orðinu svíndrukkinn. Það kemur fyrir í postillu sem þýdd var úr þýsku en í því máli er Schweine- einnig notað í herðandi merkingu....