Sólin Sólin Rís 09:22 • sest 17:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:54 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:22 • sest 17:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:54 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ungt fólk sem ég hef átt í samskiptum við er í sífellu að kalla hvert annað sjomli og sjomla. Hvað merkir það eiginlega?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið sjomli er fremur nýtt í málinu og ekki á allra vörum. Ég hef leitað til yngra fólks og þekkja það margir en alls ekki allir. Sumir segja að það merki „gamli minn“, aðrir að það sé notað í merkingunni „spaði eða flottur gaur“ eins og ungur maður orðaði það. Það næsta sem ég hef komist upprunanum er að vinsældir orðsins megi rekja til smáskífu þeirra Friðriks Dórs, Auðuns Blöndal og Sveppa sem ber heitið Sjomleh. Textinn hefst svona:
Sjomleh hvernig ertu?

Mig langar að tengja.

Sjomle hvar ertu?

Mig langar að hengja

Mig á flösku

Fulla af landa ohhoo

Ég vil ekki stranda.

Orðið sjomli er fremur nýtt í málinu og ekki á allra vörum. Vinsældir orðsins er hægt að rekja til smáskífu þeirra Friðriks Dórs, Auðuns Blöndal og Sveppa sem ber heitið Sjomleh.

Lagið er að finna á YouTube Hvort þeir hafa sótt orðið annað er ekki vitað á þessari stundu.


Hjördís Kvaran Einarsdóttir sendi okkur þessa athugasemd um orðið sjomla á Facebook:
Það er alveg á hreinu að þetta er afbökun á orðinu gamli, varð djamli um tíma og þróaðist svo í sjomli. Engin önnur skýring til. Hins vegar þýðir gamli ekki að einhver sé gamall þarna heldur að hann sé góður, kúl, hafi tekist vel til með eitthvað, sérstaklega komi það á óvart eins og til dæmis að koma með flott og óvænt 'punchline' sem fær fólk til að hlæja.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

19.4.2013

Spyrjandi

Óskar Helgi Þorleifsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Ungt fólk sem ég hef átt í samskiptum við er í sífellu að kalla hvert annað sjomli og sjomla. Hvað merkir það eiginlega?“ Vísindavefurinn, 19. apríl 2013, sótt 4. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65021.

Guðrún Kvaran. (2013, 19. apríl). Ungt fólk sem ég hef átt í samskiptum við er í sífellu að kalla hvert annað sjomli og sjomla. Hvað merkir það eiginlega? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65021

Guðrún Kvaran. „Ungt fólk sem ég hef átt í samskiptum við er í sífellu að kalla hvert annað sjomli og sjomla. Hvað merkir það eiginlega?“ Vísindavefurinn. 19. apr. 2013. Vefsíða. 4. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65021>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ungt fólk sem ég hef átt í samskiptum við er í sífellu að kalla hvert annað sjomli og sjomla. Hvað merkir það eiginlega?
Orðið sjomli er fremur nýtt í málinu og ekki á allra vörum. Ég hef leitað til yngra fólks og þekkja það margir en alls ekki allir. Sumir segja að það merki „gamli minn“, aðrir að það sé notað í merkingunni „spaði eða flottur gaur“ eins og ungur maður orðaði það. Það næsta sem ég hef komist upprunanum er að vinsældir orðsins megi rekja til smáskífu þeirra Friðriks Dórs, Auðuns Blöndal og Sveppa sem ber heitið Sjomleh. Textinn hefst svona:

Sjomleh hvernig ertu?

Mig langar að tengja.

Sjomle hvar ertu?

Mig langar að hengja

Mig á flösku

Fulla af landa ohhoo

Ég vil ekki stranda.

Orðið sjomli er fremur nýtt í málinu og ekki á allra vörum. Vinsældir orðsins er hægt að rekja til smáskífu þeirra Friðriks Dórs, Auðuns Blöndal og Sveppa sem ber heitið Sjomleh.

Lagið er að finna á YouTube Hvort þeir hafa sótt orðið annað er ekki vitað á þessari stundu.


Hjördís Kvaran Einarsdóttir sendi okkur þessa athugasemd um orðið sjomla á Facebook:
Það er alveg á hreinu að þetta er afbökun á orðinu gamli, varð djamli um tíma og þróaðist svo í sjomli. Engin önnur skýring til. Hins vegar þýðir gamli ekki að einhver sé gamall þarna heldur að hann sé góður, kúl, hafi tekist vel til með eitthvað, sérstaklega komi það á óvart eins og til dæmis að koma með flott og óvænt 'punchline' sem fær fólk til að hlæja.

...