Sólin Sólin Rís 08:30 • sest 18:51 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:02 • Sest 08:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:10 • Síðdegis: 22:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:09 • Síðdegis: 16:19 í Reykjavík

Hvað fer fram í vinstra heilahveli og hvað fer fram í því hægra?

Þuríður Þorbjarnardóttir og Heiða María Sigurðardóttir

Við fyrstu sýn virðast heilahelmingarnir tveir, vinstra og hægra heilahvel (e. hemisphere), vera nákvæmlega eins. Við nánari athugun kemur þó í ljós að líffærafræðilegur munur er á þeim. Til dæmis er stærðarmunur á einstökum heilastöðvum, þótt hann sé reyndar nokkuð einstaklingsbundinn. Hægra heilahvelið er yfirleitt hið ríkjandi hvel, eða í 95% tilfella meðal rétthentra og 70% tilfella meðal örvhentra. Það er því ekki rétt, eins og stundum er haldið fram, að heili örvhentra sé ætíð eins og spegilmynd af heila rétthentra.


Að jafnaði gildir að hvort hvel um sig stjórnar andstæðum hluta líkamans: þannig sendir hægra heilahvelið hreyfiboð til vinstri hluta líkamans og öfugt. Einnig gildir í flestum tilfellum að skynboð berast fyrst til andstæðs heilahvels. Til að mynda berast sjónboð frá hægra sjónsviði fyrst til vinstra heilahvels. Þó má ekki líta fram hjá því að heilahvelin tvö vinna ekki sitt í hvoru lagi heldur senda þvert á móti skilaboð fram og til baka sín á milli gegnum svokölluð hvelatengsl (e. corpus callosum).

Almennt er talið að vinstra heilahvelið sé sundurgreinandi en hið hægra samþættandi. Þannig á vinstra heilahvelið auðveldara með að greina heild niður í grunneiningar, en hægra heilahvel sameinar fremur hluta í heild. Dæmi um verkefni sem krefst sundurgreiningar er að skilja mælt mál; heilinn þarf að glíma við það verkefni að greina samfelldan orðaflaum niður í aðskilin hljóð, orð og setningar. Rúmskynjun er aftur á móti dæmi um samþættandi verkefni þar sem greina þarf innbyrðis afstöðu ólíkra hluta.

Ýmsar aðferðir má nota til að kanna verkaskiptingu heilahvelanna, eins og lesa má um í svari Heiðu Maríu Sigurðardóttur við spurningunni Hversu mikill hluti heilans er enn órannsakaður? Ein aðferð sem gefið hefur vísindamönnum mikilvægar upplýsingar er að skoða heila sjúklinga sem hafa fengið heilablóðfall eða aðra heilasjúkdóma. Hafi skemmd á tilteknu heilasvæði þau áhrif að hæfileikar skerðist eða breytist á ákveðnu sviði má leiða að því líkur að heilavæðið gegni einhverju hlutverki í þeim hæfileika.


Þannig uppgötvaði til dæmis Frakkinn Paul Broca (1824-1880) svæði í vinstra heilahveli sjúklings sem hafði misst málið eftir heilaskemmd. Að sjúklingnum látnum var hann krufinn og heilinn skoðaður. Þá kom í ljós skemmd á svæði sem síðan hefur verið nefnt Brocasvæði. Þetta svæði virðist sjá um orðmyndun og að stjórna talhreyfingum, það er hreyfingum tungu, vara og raddbanda. Skemmd í Brocasvæði veldur, tal-, lestrar- og skriftarörðugleikum frekar en truflun á málskilningi.

Stuttu eftir uppgötvun Broca fannst annað mikilvægt svæði, einnig í vinstra heilahveli, sem kallað er Wernickesvæði, og heitir það eftir þýska lækninum Carl Wernicke (1848-1905). Wernickesvæðið gegnir lykilhlutverki í málskilningi okkar en skemmdir á því koma aðallega fram sem erfiðleikar við að skynja og skilja talað eða skrifað mál.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir

  • Aldís Guðmundsdóttir og Jörgen Pind (2003). Almenn sálfræði: Hugur, heili, hátterni. Reykjavík: Mál og menning.
  • Carlson, N. R. (2001). Physiology of behavior (7. útgáfa). Needham Heights, MA: Allyn and Bacon.

Myndir

Höfundar

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

20.2.2007

Spyrjandi

Gísli Guðmundsson

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir og Heiða María Sigurðardóttir. „Hvað fer fram í vinstra heilahveli og hvað fer fram í því hægra?“ Vísindavefurinn, 20. febrúar 2007. Sótt 2. mars 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6505.

Þuríður Þorbjarnardóttir og Heiða María Sigurðardóttir. (2007, 20. febrúar). Hvað fer fram í vinstra heilahveli og hvað fer fram í því hægra? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6505

Þuríður Þorbjarnardóttir og Heiða María Sigurðardóttir. „Hvað fer fram í vinstra heilahveli og hvað fer fram í því hægra?“ Vísindavefurinn. 20. feb. 2007. Vefsíða. 2. mar. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6505>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað fer fram í vinstra heilahveli og hvað fer fram í því hægra?
Við fyrstu sýn virðast heilahelmingarnir tveir, vinstra og hægra heilahvel (e. hemisphere), vera nákvæmlega eins. Við nánari athugun kemur þó í ljós að líffærafræðilegur munur er á þeim. Til dæmis er stærðarmunur á einstökum heilastöðvum, þótt hann sé reyndar nokkuð einstaklingsbundinn. Hægra heilahvelið er yfirleitt hið ríkjandi hvel, eða í 95% tilfella meðal rétthentra og 70% tilfella meðal örvhentra. Það er því ekki rétt, eins og stundum er haldið fram, að heili örvhentra sé ætíð eins og spegilmynd af heila rétthentra.


Að jafnaði gildir að hvort hvel um sig stjórnar andstæðum hluta líkamans: þannig sendir hægra heilahvelið hreyfiboð til vinstri hluta líkamans og öfugt. Einnig gildir í flestum tilfellum að skynboð berast fyrst til andstæðs heilahvels. Til að mynda berast sjónboð frá hægra sjónsviði fyrst til vinstra heilahvels. Þó má ekki líta fram hjá því að heilahvelin tvö vinna ekki sitt í hvoru lagi heldur senda þvert á móti skilaboð fram og til baka sín á milli gegnum svokölluð hvelatengsl (e. corpus callosum).

Almennt er talið að vinstra heilahvelið sé sundurgreinandi en hið hægra samþættandi. Þannig á vinstra heilahvelið auðveldara með að greina heild niður í grunneiningar, en hægra heilahvel sameinar fremur hluta í heild. Dæmi um verkefni sem krefst sundurgreiningar er að skilja mælt mál; heilinn þarf að glíma við það verkefni að greina samfelldan orðaflaum niður í aðskilin hljóð, orð og setningar. Rúmskynjun er aftur á móti dæmi um samþættandi verkefni þar sem greina þarf innbyrðis afstöðu ólíkra hluta.

Ýmsar aðferðir má nota til að kanna verkaskiptingu heilahvelanna, eins og lesa má um í svari Heiðu Maríu Sigurðardóttur við spurningunni Hversu mikill hluti heilans er enn órannsakaður? Ein aðferð sem gefið hefur vísindamönnum mikilvægar upplýsingar er að skoða heila sjúklinga sem hafa fengið heilablóðfall eða aðra heilasjúkdóma. Hafi skemmd á tilteknu heilasvæði þau áhrif að hæfileikar skerðist eða breytist á ákveðnu sviði má leiða að því líkur að heilavæðið gegni einhverju hlutverki í þeim hæfileika.


Þannig uppgötvaði til dæmis Frakkinn Paul Broca (1824-1880) svæði í vinstra heilahveli sjúklings sem hafði misst málið eftir heilaskemmd. Að sjúklingnum látnum var hann krufinn og heilinn skoðaður. Þá kom í ljós skemmd á svæði sem síðan hefur verið nefnt Brocasvæði. Þetta svæði virðist sjá um orðmyndun og að stjórna talhreyfingum, það er hreyfingum tungu, vara og raddbanda. Skemmd í Brocasvæði veldur, tal-, lestrar- og skriftarörðugleikum frekar en truflun á málskilningi.

Stuttu eftir uppgötvun Broca fannst annað mikilvægt svæði, einnig í vinstra heilahveli, sem kallað er Wernickesvæði, og heitir það eftir þýska lækninum Carl Wernicke (1848-1905). Wernickesvæðið gegnir lykilhlutverki í málskilningi okkar en skemmdir á því koma aðallega fram sem erfiðleikar við að skynja og skilja talað eða skrifað mál.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir

  • Aldís Guðmundsdóttir og Jörgen Pind (2003). Almenn sálfræði: Hugur, heili, hátterni. Reykjavík: Mál og menning.
  • Carlson, N. R. (2001). Physiology of behavior (7. útgáfa). Needham Heights, MA: Allyn and Bacon.

Myndir

...