Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða hlutverki gegna nýrnahetturnar?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Tvær nýrnahettur (e. adrenal glands) eru í líkamanum, ein ofan á hvoru nýra. Þær eru þríhyrningslaga og eru rúmlega 1 cm á hæð og um 7,5 cm á lengd. Nýrnahettur eru innkirtlar, sem þýðir að þær mynda hormón.

Hvor nýrnahetta er gerð úr tveimur meginhlutum, að utanverðu er svokallaður börkur sem umlykur merg að innan. Börkurinn er mun fyrirferðameiri en mergurinn. Hann skiptist í þrjú svæði og myndar hvert þeirra mismunandi hormón. Hormón barkarins teljast öll til sterahormóna og kallast einu nafni barksterar (e, corticosteriods).




Nýrnahetturnar eru staðsettar ofan við hvort nýra.

Börkurinn

Ysta svæði barkarins myndar svokallaða saltstera (e. mineralocorticoids), en þeir hafa áhrif á jafnvægi salta í líkamanum. Miðhlutinn myndar svokallaða sykurstera (e. glucocorticoids), sem hafa áhrif á sykurjafnvægi líkamans. Innsta svæðið myndar andrógen sem eru karlkynhormón.

Saltsterar

Saltsterarnir taka þátt í að stjórna samvægi vatns, natríum- og kalíumjóna. Um 95 % af allri saltsteravirkni er vegna saltsterans aldósterón. Hann örvar tilteknar frumur í nýrum til að endursoga natríumjónir úr þvagi og skila aftur út í blóðið. Um leið örvar aldósterón þveiti kalíumjóna sem leiðir til mikils taps á kalíumi úr blóði í þvag.

Seyti aldósteróns er stjórnað af svokölluðu renín-angíótensín ferli. Þetta ferli fer af stað þegar rúmmál blóðs í líkamanum minnkar af einhverjum ástæðum, svo sem vegna vökvaskorts, skorti á natríumjónum og blóðmissi. Sérstakar frumur í nýrunum nema lækkun blóðþrýstings og setja af stað ferli sem eykur seyti aldósteróns. Aldósterón virkar á nýrun með fyrrgreindum hætti sem leiðir að lokum til þess að blóðþrýstingurinn hækkar aftur.

Sykursterar

Sykursterarnir koma við sögu í efnaskiptum líkamans og viðbrögðum við streitu. Kortisól er áhrifamest þessara hormóna. Sykursterarnir hafa einkum þrenns konar áhrif á líkamann.

Í fyrsta lagi vinna þeir með öðrum hormónum til að viðhalda eðlilegum efnaskiptum í líkamanum. Þannig er tryggt að nægilegt magn af ATP-sameindum (orkueiningum líkamans) sé fyrir hendi. Þeir örva jafnframt niðurbrot prótína og fitu.

Í öðru lagi veita sykursterar viðnám gegn streitu. Þeir stuðla að aukningu á glúkósa og þar með fæst aukin orka til að standast ýmis konar álag, til dæmis til að þola öfga í hitastigi og hæð eða jafnvel skurðaðgerð. Sykursterarnir hækka til dæmis blóðþrýsting sem kemur sér vel ef blóðmissir hefur orðið.

Í þriðja lagi hafa sykursterar bólgueyðandi áhrif, en þeir hindra losun bólguvaldandi efna í líkamanum. Því miður draga þeir einnig úr því hversu hratt og vel sár gróa. Stórir skammtar af lyfjum sem líkja eftir sykursterum (til dæmis ofnæmislyfið hýdrókortisón) geta haft skaðleg áhrif á ónæmiskerfi líkamans og þar með dregið úr hæfni hans til að verjast sjúkdómum. Þessi lyf geta hins vegar verið mjög gagnleg við meðhöndlun þrálátra bólgusjúkdóma, eins og til dæmis gigt.



Þverskurður af nýrnahettu. Hér sést hvernig hún skiptist í börk annars vegar og merg hins vegar.

Seyti sykurstera er stjórnað með svokallaðri afturvirkri stjórnun í undirstúku og heiladingli. Streituvaldar leiða til lækkunar á kortisólmagni í blóði. Efnanemar í undirstúku skynja þessar breytingar á styrk kortisóls og örva í kjölfarið seyti stýrihormóns nýrnahettubarkar frá heiladingli. Stýrihormónið berst til nýrnahettna og örvar þær til að seyta kortisóli sem vegur á móti streituvaldinum og jafnvægi kemst aftur á.

Kynhormón

Nýrnahettubörkurinn seytir einnig litlu magni af karlkynhormónum. Þetta er hverfandi magn í samanburði við magn testósteróns (helsta karlkynhormónið) sem eistun seyta. Í

heilbrigðum karlmönnum hafa karlhormónin frá nýrnahettuberkinum hverfandi áhrif, en sýnt hefur verið fram á að þau örvi kynhvöt í konum.

Karlkynhormón eiga þátt í vaxtarkipp sem verður rétt fyrir kynþroska bæði hjá strákum og stelpum. Þekkt er stökkbreytt gen sem veldur því að nýrnahetturnar eru óvenjustórar. Þetta leiðir til þess að meira myndast af karlkynhormónum en venjulegt er. Konur með þennan kvilla eru því frekar karlmannlegar, oft með djúpa rödd, skeggvöxt, lítil brjóst, stóran sníp og óeðlilega litlar eða engar tíðablæðingar.

Mergurinn

Nýrnahettumergurinn er mjög ólíkur berkinum að gerð. Hann tilheyrir í raun sjálfvirka taugakerfinu (e. autonomic nervous system) og er gerður úr svokölluðum eftirhnoðafrumum (e. postgangliotic cells). Þær eru mjög sérhæfðar og seyta hormónum. Hormónaseyti mergsins er undir beinni stjórn sjálfvirka taugakerfisins og bregst mergurinn mjög fljótt við áreiti.

Hormónin sem mergurinn seytir heita adrenalín og noradrenalín, en önnur heiti þeirra eru epínefrín og norepínefrín. Adrenalín er öflugra en noradrenalín og er um 80% af heildarseyti mergsins. Áhrif beggja hormóna minna um margt á hvernig drifkerfi sjálfvirka taugakerfisins vinnur. Í megindráttum eru þau, ásamt sykursterum, hluti af streituviðbrögðum líkamans.

Þegar líkaminn er undir álagi fær undirstúka heilans boð sem hún flytur áfram til sjálfvirka taugakerfisins og þar með til nýrnahettumergs. Hann bregst við með því að auka seyti merghormónanna. Þau valda aukinni hjartsláttartíðni og æðaþrengingu, en þetta leiðir til hækkunar blóðþrýstings. Einnig eykst öndunartíðni á meðan dregið er úr starfsemi meltingafæra, vöðvasamdráttur eykst, blóðsykur hækkar og efnaskipti fruma örvast.

Þessi viðbrögð gera okkur kleift að mæta álagi og eru kölluð fight-or-flight viðbrögð, sem útleggst á íslensku sem berjast-eða-flýja viðbrögð. Þessi streituviðbrögð þekkjast hjá öllum spendýrum og jafnvel þó við þurfum kannski ekki mikið að “berjast eða flýja” í okkar nútímalífi eru þau okkur mjög mikilvæg.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimildir:
  • Tortora, Gerard J. 1997. Introduction to theHuman Body – The Essentials of Anatomy and Physiology. Benjamin Cummins, Menlo Park, CA.
  • EndocrineWeb
  • Tuberose

Höfundur

Útgáfudagur

26.2.2007

Spyrjandi

Aðalheiður Sigursveinsdóttir
Katerina Antonsdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvaða hlutverki gegna nýrnahetturnar?“ Vísindavefurinn, 26. febrúar 2007, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6511.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2007, 26. febrúar). Hvaða hlutverki gegna nýrnahetturnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6511

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvaða hlutverki gegna nýrnahetturnar?“ Vísindavefurinn. 26. feb. 2007. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6511>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða hlutverki gegna nýrnahetturnar?
Tvær nýrnahettur (e. adrenal glands) eru í líkamanum, ein ofan á hvoru nýra. Þær eru þríhyrningslaga og eru rúmlega 1 cm á hæð og um 7,5 cm á lengd. Nýrnahettur eru innkirtlar, sem þýðir að þær mynda hormón.

Hvor nýrnahetta er gerð úr tveimur meginhlutum, að utanverðu er svokallaður börkur sem umlykur merg að innan. Börkurinn er mun fyrirferðameiri en mergurinn. Hann skiptist í þrjú svæði og myndar hvert þeirra mismunandi hormón. Hormón barkarins teljast öll til sterahormóna og kallast einu nafni barksterar (e, corticosteriods).




Nýrnahetturnar eru staðsettar ofan við hvort nýra.

Börkurinn

Ysta svæði barkarins myndar svokallaða saltstera (e. mineralocorticoids), en þeir hafa áhrif á jafnvægi salta í líkamanum. Miðhlutinn myndar svokallaða sykurstera (e. glucocorticoids), sem hafa áhrif á sykurjafnvægi líkamans. Innsta svæðið myndar andrógen sem eru karlkynhormón.

Saltsterar

Saltsterarnir taka þátt í að stjórna samvægi vatns, natríum- og kalíumjóna. Um 95 % af allri saltsteravirkni er vegna saltsterans aldósterón. Hann örvar tilteknar frumur í nýrum til að endursoga natríumjónir úr þvagi og skila aftur út í blóðið. Um leið örvar aldósterón þveiti kalíumjóna sem leiðir til mikils taps á kalíumi úr blóði í þvag.

Seyti aldósteróns er stjórnað af svokölluðu renín-angíótensín ferli. Þetta ferli fer af stað þegar rúmmál blóðs í líkamanum minnkar af einhverjum ástæðum, svo sem vegna vökvaskorts, skorti á natríumjónum og blóðmissi. Sérstakar frumur í nýrunum nema lækkun blóðþrýstings og setja af stað ferli sem eykur seyti aldósteróns. Aldósterón virkar á nýrun með fyrrgreindum hætti sem leiðir að lokum til þess að blóðþrýstingurinn hækkar aftur.

Sykursterar

Sykursterarnir koma við sögu í efnaskiptum líkamans og viðbrögðum við streitu. Kortisól er áhrifamest þessara hormóna. Sykursterarnir hafa einkum þrenns konar áhrif á líkamann.

Í fyrsta lagi vinna þeir með öðrum hormónum til að viðhalda eðlilegum efnaskiptum í líkamanum. Þannig er tryggt að nægilegt magn af ATP-sameindum (orkueiningum líkamans) sé fyrir hendi. Þeir örva jafnframt niðurbrot prótína og fitu.

Í öðru lagi veita sykursterar viðnám gegn streitu. Þeir stuðla að aukningu á glúkósa og þar með fæst aukin orka til að standast ýmis konar álag, til dæmis til að þola öfga í hitastigi og hæð eða jafnvel skurðaðgerð. Sykursterarnir hækka til dæmis blóðþrýsting sem kemur sér vel ef blóðmissir hefur orðið.

Í þriðja lagi hafa sykursterar bólgueyðandi áhrif, en þeir hindra losun bólguvaldandi efna í líkamanum. Því miður draga þeir einnig úr því hversu hratt og vel sár gróa. Stórir skammtar af lyfjum sem líkja eftir sykursterum (til dæmis ofnæmislyfið hýdrókortisón) geta haft skaðleg áhrif á ónæmiskerfi líkamans og þar með dregið úr hæfni hans til að verjast sjúkdómum. Þessi lyf geta hins vegar verið mjög gagnleg við meðhöndlun þrálátra bólgusjúkdóma, eins og til dæmis gigt.



Þverskurður af nýrnahettu. Hér sést hvernig hún skiptist í börk annars vegar og merg hins vegar.

Seyti sykurstera er stjórnað með svokallaðri afturvirkri stjórnun í undirstúku og heiladingli. Streituvaldar leiða til lækkunar á kortisólmagni í blóði. Efnanemar í undirstúku skynja þessar breytingar á styrk kortisóls og örva í kjölfarið seyti stýrihormóns nýrnahettubarkar frá heiladingli. Stýrihormónið berst til nýrnahettna og örvar þær til að seyta kortisóli sem vegur á móti streituvaldinum og jafnvægi kemst aftur á.

Kynhormón

Nýrnahettubörkurinn seytir einnig litlu magni af karlkynhormónum. Þetta er hverfandi magn í samanburði við magn testósteróns (helsta karlkynhormónið) sem eistun seyta. Í

heilbrigðum karlmönnum hafa karlhormónin frá nýrnahettuberkinum hverfandi áhrif, en sýnt hefur verið fram á að þau örvi kynhvöt í konum.

Karlkynhormón eiga þátt í vaxtarkipp sem verður rétt fyrir kynþroska bæði hjá strákum og stelpum. Þekkt er stökkbreytt gen sem veldur því að nýrnahetturnar eru óvenjustórar. Þetta leiðir til þess að meira myndast af karlkynhormónum en venjulegt er. Konur með þennan kvilla eru því frekar karlmannlegar, oft með djúpa rödd, skeggvöxt, lítil brjóst, stóran sníp og óeðlilega litlar eða engar tíðablæðingar.

Mergurinn

Nýrnahettumergurinn er mjög ólíkur berkinum að gerð. Hann tilheyrir í raun sjálfvirka taugakerfinu (e. autonomic nervous system) og er gerður úr svokölluðum eftirhnoðafrumum (e. postgangliotic cells). Þær eru mjög sérhæfðar og seyta hormónum. Hormónaseyti mergsins er undir beinni stjórn sjálfvirka taugakerfisins og bregst mergurinn mjög fljótt við áreiti.

Hormónin sem mergurinn seytir heita adrenalín og noradrenalín, en önnur heiti þeirra eru epínefrín og norepínefrín. Adrenalín er öflugra en noradrenalín og er um 80% af heildarseyti mergsins. Áhrif beggja hormóna minna um margt á hvernig drifkerfi sjálfvirka taugakerfisins vinnur. Í megindráttum eru þau, ásamt sykursterum, hluti af streituviðbrögðum líkamans.

Þegar líkaminn er undir álagi fær undirstúka heilans boð sem hún flytur áfram til sjálfvirka taugakerfisins og þar með til nýrnahettumergs. Hann bregst við með því að auka seyti merghormónanna. Þau valda aukinni hjartsláttartíðni og æðaþrengingu, en þetta leiðir til hækkunar blóðþrýstings. Einnig eykst öndunartíðni á meðan dregið er úr starfsemi meltingafæra, vöðvasamdráttur eykst, blóðsykur hækkar og efnaskipti fruma örvast.

Þessi viðbrögð gera okkur kleift að mæta álagi og eru kölluð fight-or-flight viðbrögð, sem útleggst á íslensku sem berjast-eða-flýja viðbrögð. Þessi streituviðbrögð þekkjast hjá öllum spendýrum og jafnvel þó við þurfum kannski ekki mikið að “berjast eða flýja” í okkar nútímalífi eru þau okkur mjög mikilvæg.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimildir:
  • Tortora, Gerard J. 1997. Introduction to theHuman Body – The Essentials of Anatomy and Physiology. Benjamin Cummins, Menlo Park, CA.
  • EndocrineWeb
  • Tuberose
...