Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvers konar veður er yfirleitt á sumardaginn fyrsta?

Trausti Jónsson

Dagarnir frá 20. apríl eða svo, til um það bil 10. maí, eru sá hluti ársins þegar norðaustanátt er hvað tíðust á landinu og loftþrýstingur hæstur. Slíku veðri fylgir gjarnan þurr næðingur syðra, oft með sólskini, en dauft veður með smáéljahraglanda nyrðra. Mjög bregður þó út af í einstökum árum.

Hæsti hiti sem mælst hefur í Reykjavík á sumardaginn fyrsta frá 1949 að telja er 13,5°C. Það var árið 1998. Ámóta hlýtt var á sumardaginn fyrsta 2004. Á sumardaginn fyrsta 1956 fór hiti ekki niður fyrir átta stig allan sólarhringinn og níu sinnum hefur hámarkshitinn verið yfir 10 stigum. Kaldast var 1949, lágmarkshiti sólarhringsins -8,9°C, og daginn áður var mikið hríðarveður um stóran hluta landsins og samgöngur erfiðar.

Meðalhiti sólarhringsins hefur 12 sinnum verið undir frostmarki á sumardaginn fyrsta í Reykjavík og frost hefur verið 21 sinni nóttina áður. Það hefur gerst fjórum sinnum á tímabilinu frá 1949 að hiti hefur ekki komist upp fyrir frostmark á sumardaginn fyrsta; 1949, en þá var sólarhringshámarkið -2,0 stig, og 1951 var hámarkshiti á sumardaginn fyrsta -0,8 stig. Árin 1967 og 1983 var hámarkshitinn 0°C.

Dagarnir frá 20. apríl eða svo, til um það bil 10. maí, eru sá hluti ársins þegar norðaustanátt er hvað tíðust á landinu og loftþrýstingur hæstur. Slíku veðri fylgir gjarnan þurr næðingur syðra, oft með sólskini, en dauft veður með smáéljahraglanda nyrðra.

Hæsti hiti sem mælst hefur á landinu á sumardaginn fyrsta frá 1949 er 19,8 stig. Það var á Akureyri 22. apríl 1976. Á sumardaginn fyrsta 1949 var frost um land allt, hæsti hiti á skeytastöðvum þann daginn mældist á Hólum í Hornafirði -0,2 stig. Tveimur árum síðar var hæsti hiti á landinu á sumardaginn fyrsta á Stórhöfða í Vestmannaeyjum 0,0°C.

Lægsti hiti á sumardaginn fyrsta frá 1949 mældist á Barkarstöðum í Miðfirði 1988, -18,2°C. Á þessu sama tímabili hefur það aðeins sex sinnum gerst að hiti hafi hvergi á landinu farið niður fyrir frostmark aðfaranótt fyrsta sumardags og alltaf hefur landslágmarkið verið undir 1°C.

Á þessum tíma árs eru þurrir dagar í meirihluta í Reykjavík (51% daga) og aðeins um fjórða hvern dag blotnar vel á steini (úrkoma 1 mm eða meiri).

Sumardagurinn fyrsti árið 2000 var hinn sólríkasti, sólskin mældist í 14,6 klukkustundir. Oft er sólríkt þennan dag, í fjórðungi tilvika hefur verið sólskin í meir en 10 klukkustundir. Flestir þessir sólardagar eiga það þó sameiginlegt að þeir hafa verið kaldir og þá oftast næturfrost. Aðeins einn af hlýjustu dögunum getur jafnframt talist sólardagur, það var 2004. Hlýju dagarnir eru þó oftast úrkomulitlir.

Meðalvindhraði var 14,1 m/s sumardaginn fyrsta 1992 og 1962. Þetta er hæsti meðalvindhraði þessa dags frá og með 1949. Hægviðrasamast var 1955, meðalvindhraði aðeins 0,7 m/s.

Frá 1961 hefur aðeins tvisvar verið alhvít jörð í Reykjavík að morgni sumardagsins fyrsta. Hinn makalausa fyrsta sumardag 1949 var alhvítt og snjódýpt talin 4 cm í Reykjavík.

Mynd:


Þetta svar er fengið af vef Veðurstofu Íslands og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Trausti Jónsson

veðurfræðingur

Útgáfudagur

24.4.2013

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Trausti Jónsson. „Hvers konar veður er yfirleitt á sumardaginn fyrsta?“ Vísindavefurinn, 24. apríl 2013. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=65162.

Trausti Jónsson. (2013, 24. apríl). Hvers konar veður er yfirleitt á sumardaginn fyrsta? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=65162

Trausti Jónsson. „Hvers konar veður er yfirleitt á sumardaginn fyrsta?“ Vísindavefurinn. 24. apr. 2013. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=65162>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers konar veður er yfirleitt á sumardaginn fyrsta?
Dagarnir frá 20. apríl eða svo, til um það bil 10. maí, eru sá hluti ársins þegar norðaustanátt er hvað tíðust á landinu og loftþrýstingur hæstur. Slíku veðri fylgir gjarnan þurr næðingur syðra, oft með sólskini, en dauft veður með smáéljahraglanda nyrðra. Mjög bregður þó út af í einstökum árum.

Hæsti hiti sem mælst hefur í Reykjavík á sumardaginn fyrsta frá 1949 að telja er 13,5°C. Það var árið 1998. Ámóta hlýtt var á sumardaginn fyrsta 2004. Á sumardaginn fyrsta 1956 fór hiti ekki niður fyrir átta stig allan sólarhringinn og níu sinnum hefur hámarkshitinn verið yfir 10 stigum. Kaldast var 1949, lágmarkshiti sólarhringsins -8,9°C, og daginn áður var mikið hríðarveður um stóran hluta landsins og samgöngur erfiðar.

Meðalhiti sólarhringsins hefur 12 sinnum verið undir frostmarki á sumardaginn fyrsta í Reykjavík og frost hefur verið 21 sinni nóttina áður. Það hefur gerst fjórum sinnum á tímabilinu frá 1949 að hiti hefur ekki komist upp fyrir frostmark á sumardaginn fyrsta; 1949, en þá var sólarhringshámarkið -2,0 stig, og 1951 var hámarkshiti á sumardaginn fyrsta -0,8 stig. Árin 1967 og 1983 var hámarkshitinn 0°C.

Dagarnir frá 20. apríl eða svo, til um það bil 10. maí, eru sá hluti ársins þegar norðaustanátt er hvað tíðust á landinu og loftþrýstingur hæstur. Slíku veðri fylgir gjarnan þurr næðingur syðra, oft með sólskini, en dauft veður með smáéljahraglanda nyrðra.

Hæsti hiti sem mælst hefur á landinu á sumardaginn fyrsta frá 1949 er 19,8 stig. Það var á Akureyri 22. apríl 1976. Á sumardaginn fyrsta 1949 var frost um land allt, hæsti hiti á skeytastöðvum þann daginn mældist á Hólum í Hornafirði -0,2 stig. Tveimur árum síðar var hæsti hiti á landinu á sumardaginn fyrsta á Stórhöfða í Vestmannaeyjum 0,0°C.

Lægsti hiti á sumardaginn fyrsta frá 1949 mældist á Barkarstöðum í Miðfirði 1988, -18,2°C. Á þessu sama tímabili hefur það aðeins sex sinnum gerst að hiti hafi hvergi á landinu farið niður fyrir frostmark aðfaranótt fyrsta sumardags og alltaf hefur landslágmarkið verið undir 1°C.

Á þessum tíma árs eru þurrir dagar í meirihluta í Reykjavík (51% daga) og aðeins um fjórða hvern dag blotnar vel á steini (úrkoma 1 mm eða meiri).

Sumardagurinn fyrsti árið 2000 var hinn sólríkasti, sólskin mældist í 14,6 klukkustundir. Oft er sólríkt þennan dag, í fjórðungi tilvika hefur verið sólskin í meir en 10 klukkustundir. Flestir þessir sólardagar eiga það þó sameiginlegt að þeir hafa verið kaldir og þá oftast næturfrost. Aðeins einn af hlýjustu dögunum getur jafnframt talist sólardagur, það var 2004. Hlýju dagarnir eru þó oftast úrkomulitlir.

Meðalvindhraði var 14,1 m/s sumardaginn fyrsta 1992 og 1962. Þetta er hæsti meðalvindhraði þessa dags frá og með 1949. Hægviðrasamast var 1955, meðalvindhraði aðeins 0,7 m/s.

Frá 1961 hefur aðeins tvisvar verið alhvít jörð í Reykjavík að morgni sumardagsins fyrsta. Hinn makalausa fyrsta sumardag 1949 var alhvítt og snjódýpt talin 4 cm í Reykjavík.

Mynd:


Þetta svar er fengið af vef Veðurstofu Íslands og birt með góðfúslegu leyfi....