Sólin Sólin Rís 04:02 • sest 22:49 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:53 • Sest 03:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:57 • Síðdegis: 15:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:47 í Reykjavík

Hver er sagan á bak við dauðann, það er manninn með ljáinn?

Árni Björnsson

Á Íslandi er dauðinn gjarnan persónugerður sem maðurinn með ljáinn, og í sálminum ‘Um dauðans óvissan tíma’ líkir Hallgrímur Pétursson dauðanum við slyngan sláttumann. Á ensku heitir hann Grim Reaper eða Scythe-man og á þýsku Sensemann.


Hinn slyngi sláttumaður vitjar deyjandi manns.

Hugmynd okkar á Vesturlöndum um dauðann sem mann með ljá, sigð eða hníf í hendi má sennilega rekja til Opinberunar Jóhannesar í Nýja testamentinu.

Í 14. kapítula, versum 14-20, birtast tveir englar með bitra sigð í hendi. Við annan er sagt: „Ber þú út sigð þína og sker upp, því að komin er stundin til að uppskera, sáðland jarðarinnar er fullþroskað.“ Við hinn er sagt: „Ber þú út bitru sigðina þína, og sker þrúgurnar af vínviði jarðarinnar, því að vínberin á honum eru orðin þroskuð. Og engillinn brá sigð sinni á jörðina, skar af vínvið jarðarinnar og kastaði honum í reiði-vínþröng Guðs hina miklu. Og vínþröngin var troðin fyrir utan borgina og gekk blóð út af vínþrönginni.“

Ekki er með öllu ljóst hvaða sláttuverkfæri er átt við í gríska frumtextanum en í hugarheimi fólks hefur dauðinn trúlega haft það í hendi sem mönnum var skiljanlegast á hverjum stað: Sigð er notuð við kornskurð en ljár á gras. Ekki er sláttumaðurinn fagur engill, heldur oftast fremur óhugnanleg persóna eða beinagrind. Í myndlist miðalda er hann gjarnan með ljá í hendi sem líklega hefur þótt ógnvænlegra en hokinn maður með sigð. Þýsku og flæmsku málararnir Dürer og Bruegel á 16. öld hafa hann auk þess á skinhoruðum hesti.

Eldra en Nýja testamentið er leikrit gríska skáldsins Evripídesar, Alkestis. Í leikritinu birtist dauðinn með sverð í hendi, en þar er engin líking við kornskurð eða heyskap.

Ekki er kunnugt um þessa mynd af dauðanum utan hins kristilega heims, til dæmis ekki í Íslam, en vart er samt unnt að fullyrða að hún kunni ekki að þekkjast víðar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

 • Biblía. Nýja testamentið. Rv. 1981, 311.
 • Handwörterbuch des deutschen Aberglaubens III, 678-79; V, 1490; VIII, 976-79.
 • Wörterbuch der deutschen Volkskunde. Stuttgart 1955, 254, 694.
 • Magnús Jónsson. Hallgrímur Pétursson. Ævi hans og starf. Rv. 1947. I, 272.
 • Grískir harmleikir. Helgi Hálfdanarson þýddi. Rv. 1990, 940.
 • Mynd: Image:Mort.jpg. Wikipedia: The Free Encyclopedia.

Höfundur

Árni Björnsson

dr. phil. í menningarsögu

Útgáfudagur

6.3.2007

Spyrjandi

Jónas Jökull, f. 1990

Tilvísun

Árni Björnsson. „Hver er sagan á bak við dauðann, það er manninn með ljáinn?“ Vísindavefurinn, 6. mars 2007. Sótt 18. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6520.

Árni Björnsson. (2007, 6. mars). Hver er sagan á bak við dauðann, það er manninn með ljáinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6520

Árni Björnsson. „Hver er sagan á bak við dauðann, það er manninn með ljáinn?“ Vísindavefurinn. 6. mar. 2007. Vefsíða. 18. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6520>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er sagan á bak við dauðann, það er manninn með ljáinn?
Á Íslandi er dauðinn gjarnan persónugerður sem maðurinn með ljáinn, og í sálminum ‘Um dauðans óvissan tíma’ líkir Hallgrímur Pétursson dauðanum við slyngan sláttumann. Á ensku heitir hann Grim Reaper eða Scythe-man og á þýsku Sensemann.


Hinn slyngi sláttumaður vitjar deyjandi manns.

Hugmynd okkar á Vesturlöndum um dauðann sem mann með ljá, sigð eða hníf í hendi má sennilega rekja til Opinberunar Jóhannesar í Nýja testamentinu.

Í 14. kapítula, versum 14-20, birtast tveir englar með bitra sigð í hendi. Við annan er sagt: „Ber þú út sigð þína og sker upp, því að komin er stundin til að uppskera, sáðland jarðarinnar er fullþroskað.“ Við hinn er sagt: „Ber þú út bitru sigðina þína, og sker þrúgurnar af vínviði jarðarinnar, því að vínberin á honum eru orðin þroskuð. Og engillinn brá sigð sinni á jörðina, skar af vínvið jarðarinnar og kastaði honum í reiði-vínþröng Guðs hina miklu. Og vínþröngin var troðin fyrir utan borgina og gekk blóð út af vínþrönginni.“

Ekki er með öllu ljóst hvaða sláttuverkfæri er átt við í gríska frumtextanum en í hugarheimi fólks hefur dauðinn trúlega haft það í hendi sem mönnum var skiljanlegast á hverjum stað: Sigð er notuð við kornskurð en ljár á gras. Ekki er sláttumaðurinn fagur engill, heldur oftast fremur óhugnanleg persóna eða beinagrind. Í myndlist miðalda er hann gjarnan með ljá í hendi sem líklega hefur þótt ógnvænlegra en hokinn maður með sigð. Þýsku og flæmsku málararnir Dürer og Bruegel á 16. öld hafa hann auk þess á skinhoruðum hesti.

Eldra en Nýja testamentið er leikrit gríska skáldsins Evripídesar, Alkestis. Í leikritinu birtist dauðinn með sverð í hendi, en þar er engin líking við kornskurð eða heyskap.

Ekki er kunnugt um þessa mynd af dauðanum utan hins kristilega heims, til dæmis ekki í Íslam, en vart er samt unnt að fullyrða að hún kunni ekki að þekkjast víðar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

 • Biblía. Nýja testamentið. Rv. 1981, 311.
 • Handwörterbuch des deutschen Aberglaubens III, 678-79; V, 1490; VIII, 976-79.
 • Wörterbuch der deutschen Volkskunde. Stuttgart 1955, 254, 694.
 • Magnús Jónsson. Hallgrímur Pétursson. Ævi hans og starf. Rv. 1947. I, 272.
 • Grískir harmleikir. Helgi Hálfdanarson þýddi. Rv. 1990, 940.
 • Mynd: Image:Mort.jpg. Wikipedia: The Free Encyclopedia.
...