Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er sauðlaukur sem Sauðlauksdalur er kenndur við?

Svavar Sigmundsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Sauðlauksdalur er fyrrum prestssetur í Rauðasandshreppi í Vestur-Barðastrandarsýslu. Í kirknatali Páls Jónssonar biskups frá því um 1200 er staðurinn aðeins nefndur Dalur: Kirkja í Dal (Ísl. fornbréfasafn XII, 13). Í Prestssögu Guðmundar góða frá fyrri hluta 13. aldar er nafnmyndin Sauðlausdalr (Sturlunga saga I, 143) og er það elsta varðveitta mynd samsetta nafnsins. Í skjali frá 1458 er nafnið skrifað saudlogsdalr (Ísl. fornbréfasafn V, 163) og sambærilegar myndir með -g-, -x- eða -k- eru allmargar frá 15. og 16. öld.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1703 er staðurinn nefndur Sauðlausdalur (VI, 325). Í ritinu Grasnytjar eftir séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal sem út kom 1783 nefnir séra Björn að bújörð sín taki nafn af jurtinni sauðlauk (Triglochin maritimum) (Björn Halldórsson 1983, 332). Árið 1840 er myndin Sauðlauksdalur allsráðandi í sóknarlýsingu sr. Gísla Ólafssonar (211) og hefur svo verið síðan í heimildum.

Sauðlauksdalur séð til norðurs. Patreksfjörður í baksýn.

Vafalítið hefur upphaflega nafnið verið Sauðlausdalur en breyst af einhverjum ástæðum. Orðið sauðlaukur er vissulega til, mýrasauðlaukur og strandsauðlaukur sem teljast til sauðlauksættar. Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur telur í skýringum við rit Björns að hann eigi sýnilega við strandsauðlauk (Triglochin maritimum) (1983, 414) (samanber Hörð Kristinsson 2010, 300). Arnþór Garðarsson prófessor emeritus hefur haldið því fram (í nýlegum tölvupósti) að sauðlaukur gæti átt við melgresi (Leymus arenarius) sem sé einkennisgróður sandhólanna neðan við Sauðlauksdal, og „að sjálfsögðu mikilvæg beitarjurt sauða“. Séra Björn nefnir mel í Grasnytjum og segir hann besta nautafóður og líka gott mjólkurhey en hvorki getur hann þess að hann sé sérstakt sauðafóður né setur hann í samband við sauðlauk. Ekki er aðrar heimildir að finna mér tiltækar sem tengja nafnið sauðlauk við melgresi.

Samkvæmt Flóru Íslands er mýrasauðlaukur (Triglochin palustris) algengur um land allt í rökum flögum og öðru deiglendi. Blöðin eru mjó og sívöl en blómin í löngum klasa.

Það verður haft fyrir satt að bærinn hafi á einhverju tímabili borið nafnið Sauðlausdalur en það hafi síðan ekki þótt réttnefni og því hafi nafnið breyst í skiljanlegri nafnmynd, Sauðlauksdal.

Annað örnefni kennt við sauðleysi er Sauðleysur sem eru fjögur keilulaga fjöll vestan Dómadals á Landmannaafrétti í Rangárvallasýslu. Þær eru gróðurlausar að kalla og því er ekki fé í þeim.

Heimildir og myndir:

  • Árni Magnússon og Páll Vídalín, Jarðabók. Sjötta bindi. Kaupmannahöfn 1938.
  • Björn Halldórsson í Sauðlauksdal, Rit. Gísli Kristjánsson og Björn Sigfússon bjuggu til prentunar. Reykjavík 1983.
  • Hörður Kristinsson, Íslenska plöntuhandbókin. Blómplöntur og byrkningar. 3. útg. aukin og endurbætt. Reykjavík 2010.
  • Íslenzkt fornbréfasafn I-. Kaupmannahöfn 1857-.
  • Sóknalýsingar Vestfjarða. I. Barðastrandarsýsla. Reykjavík 1952.
  • Sturlunga saga I. Jón Jóhannesson, Magnús Finnbogason og Kristján Eldjárn sáu um útgáfuna. Reykjavík 1946.
  • Mynd af Sauðlauksdal: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. (Sótt 27. 5. 2013).
  • Mynd af mýrasauðlauk: Marsh Arrow-grass, Triglochin palustris - Flowers - NatureGate. Ljósmyndari: Jouko Lehmuskallio. (Sótt 27. 5. 2013).


Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvers konar laukur er sauðlaukur, samanber Sauðlauksdalur?


Svar við þessari spurningu birtist fyrst á Vísindavefnum 29.5.2013. Endurskoðað svar var birt 8.7.2013.

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

29.5.2013

Síðast uppfært

18.9.2024

Spyrjandi

Sævar Helgi Bragason og Háskólalestin

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hvað er sauðlaukur sem Sauðlauksdalur er kenndur við?“ Vísindavefurinn, 29. maí 2013, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65284.

Svavar Sigmundsson. (2013, 29. maí). Hvað er sauðlaukur sem Sauðlauksdalur er kenndur við? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65284

Svavar Sigmundsson. „Hvað er sauðlaukur sem Sauðlauksdalur er kenndur við?“ Vísindavefurinn. 29. maí. 2013. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65284>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er sauðlaukur sem Sauðlauksdalur er kenndur við?
Sauðlauksdalur er fyrrum prestssetur í Rauðasandshreppi í Vestur-Barðastrandarsýslu. Í kirknatali Páls Jónssonar biskups frá því um 1200 er staðurinn aðeins nefndur Dalur: Kirkja í Dal (Ísl. fornbréfasafn XII, 13). Í Prestssögu Guðmundar góða frá fyrri hluta 13. aldar er nafnmyndin Sauðlausdalr (Sturlunga saga I, 143) og er það elsta varðveitta mynd samsetta nafnsins. Í skjali frá 1458 er nafnið skrifað saudlogsdalr (Ísl. fornbréfasafn V, 163) og sambærilegar myndir með -g-, -x- eða -k- eru allmargar frá 15. og 16. öld.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1703 er staðurinn nefndur Sauðlausdalur (VI, 325). Í ritinu Grasnytjar eftir séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal sem út kom 1783 nefnir séra Björn að bújörð sín taki nafn af jurtinni sauðlauk (Triglochin maritimum) (Björn Halldórsson 1983, 332). Árið 1840 er myndin Sauðlauksdalur allsráðandi í sóknarlýsingu sr. Gísla Ólafssonar (211) og hefur svo verið síðan í heimildum.

Sauðlauksdalur séð til norðurs. Patreksfjörður í baksýn.

Vafalítið hefur upphaflega nafnið verið Sauðlausdalur en breyst af einhverjum ástæðum. Orðið sauðlaukur er vissulega til, mýrasauðlaukur og strandsauðlaukur sem teljast til sauðlauksættar. Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur telur í skýringum við rit Björns að hann eigi sýnilega við strandsauðlauk (Triglochin maritimum) (1983, 414) (samanber Hörð Kristinsson 2010, 300). Arnþór Garðarsson prófessor emeritus hefur haldið því fram (í nýlegum tölvupósti) að sauðlaukur gæti átt við melgresi (Leymus arenarius) sem sé einkennisgróður sandhólanna neðan við Sauðlauksdal, og „að sjálfsögðu mikilvæg beitarjurt sauða“. Séra Björn nefnir mel í Grasnytjum og segir hann besta nautafóður og líka gott mjólkurhey en hvorki getur hann þess að hann sé sérstakt sauðafóður né setur hann í samband við sauðlauk. Ekki er aðrar heimildir að finna mér tiltækar sem tengja nafnið sauðlauk við melgresi.

Samkvæmt Flóru Íslands er mýrasauðlaukur (Triglochin palustris) algengur um land allt í rökum flögum og öðru deiglendi. Blöðin eru mjó og sívöl en blómin í löngum klasa.

Það verður haft fyrir satt að bærinn hafi á einhverju tímabili borið nafnið Sauðlausdalur en það hafi síðan ekki þótt réttnefni og því hafi nafnið breyst í skiljanlegri nafnmynd, Sauðlauksdal.

Annað örnefni kennt við sauðleysi er Sauðleysur sem eru fjögur keilulaga fjöll vestan Dómadals á Landmannaafrétti í Rangárvallasýslu. Þær eru gróðurlausar að kalla og því er ekki fé í þeim.

Heimildir og myndir:

  • Árni Magnússon og Páll Vídalín, Jarðabók. Sjötta bindi. Kaupmannahöfn 1938.
  • Björn Halldórsson í Sauðlauksdal, Rit. Gísli Kristjánsson og Björn Sigfússon bjuggu til prentunar. Reykjavík 1983.
  • Hörður Kristinsson, Íslenska plöntuhandbókin. Blómplöntur og byrkningar. 3. útg. aukin og endurbætt. Reykjavík 2010.
  • Íslenzkt fornbréfasafn I-. Kaupmannahöfn 1857-.
  • Sóknalýsingar Vestfjarða. I. Barðastrandarsýsla. Reykjavík 1952.
  • Sturlunga saga I. Jón Jóhannesson, Magnús Finnbogason og Kristján Eldjárn sáu um útgáfuna. Reykjavík 1946.
  • Mynd af Sauðlauksdal: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. (Sótt 27. 5. 2013).
  • Mynd af mýrasauðlauk: Marsh Arrow-grass, Triglochin palustris - Flowers - NatureGate. Ljósmyndari: Jouko Lehmuskallio. (Sótt 27. 5. 2013).


Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvers konar laukur er sauðlaukur, samanber Sauðlauksdalur?


Svar við þessari spurningu birtist fyrst á Vísindavefnum 29.5.2013. Endurskoðað svar var birt 8.7.2013. ...