Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Ágúst Kvaran segir á Vísindavefnum að gler sígi en Lifandi vísindi að það sé kviksaga. Hvort er rétt?

Ágúst Kvaran

Menn greinir ekki á um hvort gler sígi eða ekki. Staðreynd málsins er sú að gler er undirkældur vökvi sem lætur undan þyngdarkraftinum með því að síga á löngum tíma. Frá þessu er bæði greint í svari undirritaðs við spurningunni Af hverju er gler gegnsætt og hvaða efni eru í gleri? á vísindavefnum og í svari við spurningunni "Er gler vökvi?", sem gefið er í 6. hefti ársins 2000 á bls. 11 í tímaritinu Lifandi Vísindi.

Hins vegar eru skiptar skoðanir um það hvort sighraðinn sé nógu mikill til að hann geti talist meginskýring á óreglulegri lögun sem algengt er að sjá á rúðugleri.



Í Lifandi vísindum er því haldið fram að misþykkt í gömlu rúðugleri eigi fyrst og fremst rætur sínar að rekja til ónákvæmari vinnsluaðferða fyrr á tíðum en nú tíðkast. Vitað er að sig í gleri er breytilegt eftir hitastigi og að það eykst með hita. Þá hefir ein meginþróun við (rúðu)glergerð á undanförnum árum falist í því að búa til efnablöndur sem auka seigju (og þar af leiðandi minnka sighraða) glersins. Sig í gleri kann því að vera mismikið eftir samsetningu þess, aldri, umhverfi og hita svo nokkuð sé nefnt.

Eins og svo oft á við í vísindum þarf ekki einhver ein skýring að vera algild í þessu tilliti.

Höfundur

Ágúst Kvaran

prófessor emeritus í eðlisefnafræði við HÍ

Útgáfudagur

14.7.2000

Spyrjandi

Gunnar Geir Pétursson, f. 1981

Efnisorð

Tilvísun

Ágúst Kvaran. „Ágúst Kvaran segir á Vísindavefnum að gler sígi en Lifandi vísindi að það sé kviksaga. Hvort er rétt?“ Vísindavefurinn, 14. júlí 2000. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=653.

Ágúst Kvaran. (2000, 14. júlí). Ágúst Kvaran segir á Vísindavefnum að gler sígi en Lifandi vísindi að það sé kviksaga. Hvort er rétt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=653

Ágúst Kvaran. „Ágúst Kvaran segir á Vísindavefnum að gler sígi en Lifandi vísindi að það sé kviksaga. Hvort er rétt?“ Vísindavefurinn. 14. júl. 2000. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=653>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ágúst Kvaran segir á Vísindavefnum að gler sígi en Lifandi vísindi að það sé kviksaga. Hvort er rétt?
Menn greinir ekki á um hvort gler sígi eða ekki. Staðreynd málsins er sú að gler er undirkældur vökvi sem lætur undan þyngdarkraftinum með því að síga á löngum tíma. Frá þessu er bæði greint í svari undirritaðs við spurningunni Af hverju er gler gegnsætt og hvaða efni eru í gleri? á vísindavefnum og í svari við spurningunni "Er gler vökvi?", sem gefið er í 6. hefti ársins 2000 á bls. 11 í tímaritinu Lifandi Vísindi.

Hins vegar eru skiptar skoðanir um það hvort sighraðinn sé nógu mikill til að hann geti talist meginskýring á óreglulegri lögun sem algengt er að sjá á rúðugleri.



Í Lifandi vísindum er því haldið fram að misþykkt í gömlu rúðugleri eigi fyrst og fremst rætur sínar að rekja til ónákvæmari vinnsluaðferða fyrr á tíðum en nú tíðkast. Vitað er að sig í gleri er breytilegt eftir hitastigi og að það eykst með hita. Þá hefir ein meginþróun við (rúðu)glergerð á undanförnum árum falist í því að búa til efnablöndur sem auka seigju (og þar af leiðandi minnka sighraða) glersins. Sig í gleri kann því að vera mismikið eftir samsetningu þess, aldri, umhverfi og hita svo nokkuð sé nefnt.

Eins og svo oft á við í vísindum þarf ekki einhver ein skýring að vera algild í þessu tilliti. ...