Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær geisuðu Skaftáreldarnir?

Jón Hjörtur Jónsson

Skaftáreldar eru með frægustu eldgosum á Íslandi. Þann 8. júní 1783 hófst gos í Lakagígum í Vestur-Skaftafellssýslu og stóð það fram í febrúar 1784. Í þessu gosi kom upp mesta hraun sem runnið hefur í einu gosi á jörðinni síðasta árþúsundið. Heildarrúmál hraunsins er um 12 km3 og flatarmál þess 580 km2.

Gosinu fylgdu aska og eiturefni sem bárust um allt land og skildu eftir sig sviðna jörð. Veturinn á eftir var líka harður. Allt þetta leiddi til mikilla hörmunga. Heyfengur var lítill, skepnur féllu bæði úr hor og vegna sjúkdóma sem fylgdu eiturefnunum úr gjóskunni og hungursneyð varð meðal fólks. Talið að sauðfé hafi fækkað um allt að 80%, hrossum um 60% og nautgripum um 50%. Þessar hörmungar, sem kallaðar hafa verið Móðuharðindin, stóðu yfir til ársins 1785 og kostuðu meira en 10.000 manns (rúmlega 20% þjóðarinnar) lífið.

Heimildir og mynd:

  • Árni Daníel Júlíusson, Jón Ólafur Ísberg og Helgi Skúli Kjartansson. 1989. Íslenskur söguatlas, 1. bindi. Reykjavík, Almenna bókafélagið.
  • Einar Laxness. 1995. Íslandssaga a-ö. Reykjavík, Vaka-Helgafell.
  • Náttúruhamfarir & Mannlíf
  • Þjóðskjalasafn Íslands - Skólavefur
  • Örlygur Hálfdánarson. 1990. Íslenska alfræðiorðabókin. Reykjavík, Örn og Örlygur.


Þetta svar er eftir nemanda á námskeiði Vísindavefsins fyrir bráðger börn í mars 2007.

Höfundur

grunnskólanemi

Útgáfudagur

13.3.2007

Spyrjandi

Vigfús Björnsson
Brynjar Eiríksson

Tilvísun

Jón Hjörtur Jónsson. „Hvenær geisuðu Skaftáreldarnir?“ Vísindavefurinn, 13. mars 2007, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6530.

Jón Hjörtur Jónsson. (2007, 13. mars). Hvenær geisuðu Skaftáreldarnir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6530

Jón Hjörtur Jónsson. „Hvenær geisuðu Skaftáreldarnir?“ Vísindavefurinn. 13. mar. 2007. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6530>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær geisuðu Skaftáreldarnir?
Skaftáreldar eru með frægustu eldgosum á Íslandi. Þann 8. júní 1783 hófst gos í Lakagígum í Vestur-Skaftafellssýslu og stóð það fram í febrúar 1784. Í þessu gosi kom upp mesta hraun sem runnið hefur í einu gosi á jörðinni síðasta árþúsundið. Heildarrúmál hraunsins er um 12 km3 og flatarmál þess 580 km2.

Gosinu fylgdu aska og eiturefni sem bárust um allt land og skildu eftir sig sviðna jörð. Veturinn á eftir var líka harður. Allt þetta leiddi til mikilla hörmunga. Heyfengur var lítill, skepnur féllu bæði úr hor og vegna sjúkdóma sem fylgdu eiturefnunum úr gjóskunni og hungursneyð varð meðal fólks. Talið að sauðfé hafi fækkað um allt að 80%, hrossum um 60% og nautgripum um 50%. Þessar hörmungar, sem kallaðar hafa verið Móðuharðindin, stóðu yfir til ársins 1785 og kostuðu meira en 10.000 manns (rúmlega 20% þjóðarinnar) lífið.

Heimildir og mynd:

  • Árni Daníel Júlíusson, Jón Ólafur Ísberg og Helgi Skúli Kjartansson. 1989. Íslenskur söguatlas, 1. bindi. Reykjavík, Almenna bókafélagið.
  • Einar Laxness. 1995. Íslandssaga a-ö. Reykjavík, Vaka-Helgafell.
  • Náttúruhamfarir & Mannlíf
  • Þjóðskjalasafn Íslands - Skólavefur
  • Örlygur Hálfdánarson. 1990. Íslenska alfræðiorðabókin. Reykjavík, Örn og Örlygur.


Þetta svar er eftir nemanda á námskeiði Vísindavefsins fyrir bráðger börn í mars 2007....