Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hver var Anna Frank og fyrir hvað er hún svona fræg?

Ásgeir Sölvi Sölvason

Anna Frank, fædd 12. júní 1929, var þýsk stúlka af gyðingaættum sem neyddist til að fara í felur á meðan ofsóknir nasista gegn Gyðingum stóðu yfir. Þann 6. júlí 1942 flúði fjölskylda Önnu heimili sitt og kom sér fyrir í leyniherbergi á vinnustað föður hennar í Amsterdam í Hollandi. Þar höfðust þau við í 25 mánuði allt þar til sagt var til þeirra. Nasistar handsömuðu fjölskylduna 4. ágúst 1944 og 3. september var hún send í útrýmingarbúðirnar í Auschwitz. Anna var svo síðar send í fangabúðirnar í Bergen-Belsen. Í Bergen-Belsen dó Anna úr flekkusótt (e. typhus), einnig kölluð útbrotataugaveiki, í mars 1945, um níu mánuðum eftir handtökuna. Hún varð aðeins fimmtán ára.

Anna Frank varð fræg fyrir dagbók sína sem hún skrifaði í bók sem hún fékk að gjöf á þrettán ára afmælisdaginn. Í dagbókinni segir frá lífi Önnu frá 12. júní 1942 til 1. ágúst 1944. Góð vinkona fjölskyldunnar, Miep Gies, fann bókina og kom henni í hendur föður Önnu eftir stríðið. Dagbókin var fyrst gefin út árið 1947 og hefur nú verið þýdd á tugi tungumála. Bókin er líklega ein af mest lesnu bókum í veröldinni og hefur snert við fólki um allan heim.

Heimildir og mynd

Höfundur

Útgáfudagur

14.3.2007

Spyrjandi

Arney Einarsdóttir, f. 1991
Karítas Sigurðardóttir, f. 1993
Sólveig Albertsdóttir

Tilvísun

Ásgeir Sölvi Sölvason. „Hver var Anna Frank og fyrir hvað er hún svona fræg?“ Vísindavefurinn, 14. mars 2007. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6534.

Ásgeir Sölvi Sölvason. (2007, 14. mars). Hver var Anna Frank og fyrir hvað er hún svona fræg? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6534

Ásgeir Sölvi Sölvason. „Hver var Anna Frank og fyrir hvað er hún svona fræg?“ Vísindavefurinn. 14. mar. 2007. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6534>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var Anna Frank og fyrir hvað er hún svona fræg?
Anna Frank, fædd 12. júní 1929, var þýsk stúlka af gyðingaættum sem neyddist til að fara í felur á meðan ofsóknir nasista gegn Gyðingum stóðu yfir. Þann 6. júlí 1942 flúði fjölskylda Önnu heimili sitt og kom sér fyrir í leyniherbergi á vinnustað föður hennar í Amsterdam í Hollandi. Þar höfðust þau við í 25 mánuði allt þar til sagt var til þeirra. Nasistar handsömuðu fjölskylduna 4. ágúst 1944 og 3. september var hún send í útrýmingarbúðirnar í Auschwitz. Anna var svo síðar send í fangabúðirnar í Bergen-Belsen. Í Bergen-Belsen dó Anna úr flekkusótt (e. typhus), einnig kölluð útbrotataugaveiki, í mars 1945, um níu mánuðum eftir handtökuna. Hún varð aðeins fimmtán ára.

Anna Frank varð fræg fyrir dagbók sína sem hún skrifaði í bók sem hún fékk að gjöf á þrettán ára afmælisdaginn. Í dagbókinni segir frá lífi Önnu frá 12. júní 1942 til 1. ágúst 1944. Góð vinkona fjölskyldunnar, Miep Gies, fann bókina og kom henni í hendur föður Önnu eftir stríðið. Dagbókin var fyrst gefin út árið 1947 og hefur nú verið þýdd á tugi tungumála. Bókin er líklega ein af mest lesnu bókum í veröldinni og hefur snert við fólki um allan heim.

Heimildir og mynd

...