Sólin Sólin Rís 09:38 • sest 16:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:36 • Sest 23:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:03 • Síðdegis: 24:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:24 • Síðdegis: 18:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:38 • sest 16:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:36 • Sest 23:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:03 • Síðdegis: 24:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:24 • Síðdegis: 18:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Eiríkur sá sem gaf Eiríksjökli nafnið sitt?

Svavar Sigmundsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Fyrst skal tekið fram að ekki er víst að Eiríkur sá hafi sjálfur gefið jöklinum nafn heldur er líklegra að einhverjir aðrir hafi kennt jökulinn við hann.

Elsta heimild um nafnið er frá því um 1700. Árni Magnússon skrifar: “Þetta Eiríksjökulsnafn er rangt, óefað gjört af rangri eftirtekt Sunnlendinga, eftir Eiríksgnípu, sem er í Baldjökli.” (Chorographica Islandica (1955), bls. 99).



Ekki eru þekkt deili á Eiríki þeim sem Eiríksjökull á að vera kenndur við.

Frá því er sagt að veturinn 1759-60 hafi í stílsefni fyrir latneska stíla í Skálholtsskóla verið frásögn af því, að útileguþjófar í Surtshelli hafi verið felldir þar sem heitir Fyrirsátur, allir utan einn, “sem hét Eirekur. Hann komst á flótta og var þó höggvinn af honum fóturinn. En svo skyldi hann hafa verið frækinn, að hann fór á öðrum fæti upp á fjallsgnípu þá, er síðan heitir Eiríksgnípa, svo þeir höfðu hans ei.” (Blanda II:415-19, eftir ÍB 350, 8vo).

Í Hellismanna sögu í Þjóðsögum Jóns Árnasonar stendur að Eiríkur hafi farið á handahlaupi upp undir jökulinn, sem síðan sé við hann kenndur og hlaupið upp á Eiríksgnípu (2. útg. II:290-93). En ekki fylgir sögunni nánar hverra manna þessi Eiríkur var.

Þórhallur Vilmundarson taldi að nafnið Eiríksjökull gæti verið dregið af *Ein-ríkr ‘sá sem ríkir einn’, um stakar gnípur, strýtur eða fjöll, og hefur hann gert nánari grein fyrir heimildum um nafnið í grein sinni um Eiríksjökul í Grímni 3:75-77 (* merkir endurgerð nafnmynd).

Eldra heiti á Eiríksjökli er Baldjökull eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvenær og af hverju varð Baldjökull að Langjökli?

Mynd: Flugskóli Akureyrar

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

15.3.2007

Spyrjandi

Eric Kooy

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hver var Eiríkur sá sem gaf Eiríksjökli nafnið sitt?“ Vísindavefurinn, 15. mars 2007, sótt 9. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6535.

Svavar Sigmundsson. (2007, 15. mars). Hver var Eiríkur sá sem gaf Eiríksjökli nafnið sitt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6535

Svavar Sigmundsson. „Hver var Eiríkur sá sem gaf Eiríksjökli nafnið sitt?“ Vísindavefurinn. 15. mar. 2007. Vefsíða. 9. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6535>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Eiríkur sá sem gaf Eiríksjökli nafnið sitt?
Fyrst skal tekið fram að ekki er víst að Eiríkur sá hafi sjálfur gefið jöklinum nafn heldur er líklegra að einhverjir aðrir hafi kennt jökulinn við hann.

Elsta heimild um nafnið er frá því um 1700. Árni Magnússon skrifar: “Þetta Eiríksjökulsnafn er rangt, óefað gjört af rangri eftirtekt Sunnlendinga, eftir Eiríksgnípu, sem er í Baldjökli.” (Chorographica Islandica (1955), bls. 99).



Ekki eru þekkt deili á Eiríki þeim sem Eiríksjökull á að vera kenndur við.

Frá því er sagt að veturinn 1759-60 hafi í stílsefni fyrir latneska stíla í Skálholtsskóla verið frásögn af því, að útileguþjófar í Surtshelli hafi verið felldir þar sem heitir Fyrirsátur, allir utan einn, “sem hét Eirekur. Hann komst á flótta og var þó höggvinn af honum fóturinn. En svo skyldi hann hafa verið frækinn, að hann fór á öðrum fæti upp á fjallsgnípu þá, er síðan heitir Eiríksgnípa, svo þeir höfðu hans ei.” (Blanda II:415-19, eftir ÍB 350, 8vo).

Í Hellismanna sögu í Þjóðsögum Jóns Árnasonar stendur að Eiríkur hafi farið á handahlaupi upp undir jökulinn, sem síðan sé við hann kenndur og hlaupið upp á Eiríksgnípu (2. útg. II:290-93). En ekki fylgir sögunni nánar hverra manna þessi Eiríkur var.

Þórhallur Vilmundarson taldi að nafnið Eiríksjökull gæti verið dregið af *Ein-ríkr ‘sá sem ríkir einn’, um stakar gnípur, strýtur eða fjöll, og hefur hann gert nánari grein fyrir heimildum um nafnið í grein sinni um Eiríksjökul í Grímni 3:75-77 (* merkir endurgerð nafnmynd).

Eldra heiti á Eiríksjökli er Baldjökull eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvenær og af hverju varð Baldjökull að Langjökli?

Mynd: Flugskóli Akureyrar...