Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað geta mörgæsir lifað lengi?

Mörgæsir lifa mislengi eftir tegundum. Til dæmis lifa keisaramörgæsir, stærstu mörgæsir heims, venjulega í um 20 ár, en geta náð hærri aldri. Talið er að konungsmörgæsir, sem eru næst stærstu mörgæsir heims, verði 15-20 ára gamlar í sínu náttúrlega umhverfi en í haldi manna geta þær orðið allt að 30 ára. Afrískar mörgæsir lifa vanalega í 10-11 ár en elsta afríska mörgæsin sem vitað er um náði 24 ára aldri. Til samanburðar þá lifir minnsta mörgæs heims, litla mörgæsin, að meðaltali í um 6 ½ ár.Litla mörgæsin nær að meðaltali rúmlega 6 ára aldri.

Það er líka breytilegt eftir tegundum hversu langan tíma það tekur egg mörgæsa að klekjast. Egg konungsmörgæsarinnar klekjast út á um 54 dögum, egg afrísku mörgæsarinnar klekjast á 38-42 dögum og egg litlu mörgæsarinnar klekjast út á 33-39 dögum.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg önnur svör um mörgæsir. Hægt er að finna þau með því að smella á efnisorð hér fyrir neðan eða með því að nota leitarvélina hér til vinstri.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemanda á námskeiði Vísindavefsins fyrir bráðger börn í mars 2007.

Útgáfudagur

16.3.2007

Spyrjandi

Sólveig María Thomasdóttir
Marteinn Hjartarson

Höfundur

Tilvísun

Dagur Sigurður Úlfarsson. „Hvað geta mörgæsir lifað lengi? “ Vísindavefurinn, 16. mars 2007. Sótt 21. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=6539.

Dagur Sigurður Úlfarsson. (2007, 16. mars). Hvað geta mörgæsir lifað lengi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6539

Dagur Sigurður Úlfarsson. „Hvað geta mörgæsir lifað lengi? “ Vísindavefurinn. 16. mar. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6539>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sumarliði Ragnar Ísleifsson

1955

Sumarliði R. Ísleifsson er lektor í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa snúið að atvinnu- og félagssögu Íslands og beinst að ímyndum Íslands og Íslendinga og hvernig þær hafa tengst viðhorfum til Grænlands.