
Það er líka breytilegt eftir tegundum hversu langan tíma það tekur egg mörgæsa að klekjast. Egg konungsmörgæsarinnar klekjast út á um 54 dögum, egg afrísku mörgæsarinnar klekjast á 38-42 dögum og egg litlu mörgæsarinnar klekjast út á 33-39 dögum. Á Vísindavefnum eru fjölmörg önnur svör um mörgæsir. Hægt er að finna þau með því að smella á efnisorð hér fyrir neðan eða með því að nota leitarvélina hér til vinstri. Heimildir og mynd:
- International Penguin Conservation Working Group
- Penguins Around the World
- Australian Museum Online
- Animal Diversity Web
- Wikipedia: Penguin
Þetta svar er eftir nemanda á námskeiði Vísindavefsins fyrir bráðger börn í mars 2007.