Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hver var fyrsta bíómyndin, hver leikstýrði henni og hverjir léku í henni?

Haukur Már Helgason og Hrannar Baldursson

Fyrsta kvikmyndavélin var myndavél í laginu eins og riffill og gat tekið 12 myndir á sekúndu. Hún var hönnuð 1882 af Frakkanum Etienne-Jules Marey.

Uppfinningamaðurinn Tómas Alva Edison kynnti árið 1893 kassalega gægju-sýningarvél sem sýndi einum áhorfanda örsmáar svarthvítar kvikmyndir. Vélina nefndi hann Kinetoscope.

Hinn 28. desember 1895 frumsýndu Lumière-bræðurnir frönsku, Louis og Auguste, tíu örstuttar kvikmyndir á Ciématographe-vél sinni sem varpaði myndunum á tjald. Þetta fór fram á kaffihúsi frammi fyrir 35 áhorfendum.

---

Bandaríkjamaðurinn D.W. Griffith gerði fyrstu kvikmyndina sem var mærð sem listaverk. Þetta var myndin 'The Birth of a Nation' frá 1915 -- tveggja og hálfrar klukkustundar löng frásögn af þrælastríðinu í Bandaríkjunum, aðdraganda þess og eftirmálum. Kvikmyndin hefur á okkar dögum verið gagnrýnd harðlega fyrir kynþáttafordóma, en meðal aðalhetja myndarinnar eru stofnendur Ku Klux Klan sem berst gegn tilraunum afróamerískra þræla til að ná völdum.


Helstu hlutverk kvikmyndarinnar Birth of a Nation:

Lillian Gish ..... Elsie Stoneman

Mae Marsh ..... Flora Cameron

Henry B. Walthall ..... Colonel Ben Cameron

Miriam Cooper ..... Margaret Cameron

Mary Alden ..... Lydia Brown

Ralph Lewis ..... Austin Stoneman

George Siegmann ..... Silas Lynch

Walter Long ..... Gus

Heimildir:

Heimur Kvikmyndanna. Ritstj. Guðni Elísson. Reykjavík 1999.

Internet Movie Database

Höfundar

heimspekingur og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

uppeldisfræðingur og heimspekingur

Útgáfudagur

17.7.2000

Spyrjandi

Einar Aðalsteinsson

Tilvísun

Haukur Már Helgason og Hrannar Baldursson. „Hver var fyrsta bíómyndin, hver leikstýrði henni og hverjir léku í henni?“ Vísindavefurinn, 17. júlí 2000. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=654.

Haukur Már Helgason og Hrannar Baldursson. (2000, 17. júlí). Hver var fyrsta bíómyndin, hver leikstýrði henni og hverjir léku í henni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=654

Haukur Már Helgason og Hrannar Baldursson. „Hver var fyrsta bíómyndin, hver leikstýrði henni og hverjir léku í henni?“ Vísindavefurinn. 17. júl. 2000. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=654>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var fyrsta bíómyndin, hver leikstýrði henni og hverjir léku í henni?
Fyrsta kvikmyndavélin var myndavél í laginu eins og riffill og gat tekið 12 myndir á sekúndu. Hún var hönnuð 1882 af Frakkanum Etienne-Jules Marey.

Uppfinningamaðurinn Tómas Alva Edison kynnti árið 1893 kassalega gægju-sýningarvél sem sýndi einum áhorfanda örsmáar svarthvítar kvikmyndir. Vélina nefndi hann Kinetoscope.

Hinn 28. desember 1895 frumsýndu Lumière-bræðurnir frönsku, Louis og Auguste, tíu örstuttar kvikmyndir á Ciématographe-vél sinni sem varpaði myndunum á tjald. Þetta fór fram á kaffihúsi frammi fyrir 35 áhorfendum.

---

Bandaríkjamaðurinn D.W. Griffith gerði fyrstu kvikmyndina sem var mærð sem listaverk. Þetta var myndin 'The Birth of a Nation' frá 1915 -- tveggja og hálfrar klukkustundar löng frásögn af þrælastríðinu í Bandaríkjunum, aðdraganda þess og eftirmálum. Kvikmyndin hefur á okkar dögum verið gagnrýnd harðlega fyrir kynþáttafordóma, en meðal aðalhetja myndarinnar eru stofnendur Ku Klux Klan sem berst gegn tilraunum afróamerískra þræla til að ná völdum.


Helstu hlutverk kvikmyndarinnar Birth of a Nation:

Lillian Gish ..... Elsie Stoneman

Mae Marsh ..... Flora Cameron

Henry B. Walthall ..... Colonel Ben Cameron

Miriam Cooper ..... Margaret Cameron

Mary Alden ..... Lydia Brown

Ralph Lewis ..... Austin Stoneman

George Siegmann ..... Silas Lynch

Walter Long ..... Gus

Heimildir:

Heimur Kvikmyndanna. Ritstj. Guðni Elísson. Reykjavík 1999.

Internet Movie Database

...