Bandaríkjamaðurinn D.W. Griffith gerði fyrstu kvikmyndina sem var mærð sem listaverk. Þetta var myndin 'The Birth of a Nation' frá 1915 -- tveggja og hálfrar klukkustundar löng frásögn af þrælastríðinu í Bandaríkjunum, aðdraganda þess og eftirmálum. Kvikmyndin hefur á okkar dögum verið gagnrýnd harðlega fyrir kynþáttafordóma, en meðal aðalhetja myndarinnar eru stofnendur Ku Klux Klan sem berst gegn tilraunum afróamerískra þræla til að ná völdum.
Helstu hlutverk kvikmyndarinnar Birth of a Nation: Lillian Gish ..... Elsie Stoneman Mae Marsh ..... Flora Cameron Henry B. Walthall ..... Colonel Ben Cameron Miriam Cooper ..... Margaret Cameron Mary Alden ..... Lydia Brown Ralph Lewis ..... Austin Stoneman George Siegmann ..... Silas Lynch Walter Long ..... Gus Heimildir: Heimur Kvikmyndanna. Ritstj. Guðni Elísson. Reykjavík 1999. Internet Movie Database