Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hverjir stóðu fyrir hinni veigamiklu málhreinsistefnu á 18. og 19. öld og hvernig var henni framfylgt?

Guðrún Kvaran

Á 18. öld þótti íslenskt mál orðið ærið spillt og dönskuskotið. Helst bar á þessu í kringum verslunarstaðina fyrir áhrif frá dönskum kaupmönnum og í máli iðnaðarmanna sem lærðu nær undantekningarlaust í Danmörku og fluttu tækniorðin heim með sér. Á síðari hluta aldarinnar var hafist handa við það í anda fræðslustefnunnar, einnig kölluð upplýsingarstefna, að búa markvisst til íslensk orð yfir ný hugtök á sviðum sem ekki hafði verið skrifað um áður.

Hið íslenska lærdómslistafélag var stofnað 1779 af 12 námsmönnum í Kaupmannahöfn og var Jón Eiríksson lífið og sálin í starfsemi þess. Í stofnskránni var mælt svo fyrir um að félagið skyldi varðveita norræna tungu. Þar stendur meðal annars (stafsetningu breytt):

Einninn skal félagið geyma og varðveita norræna tungu sem eitt fagurt aðalmál, er langa ævi hefir talað verið á Norðurlöndum, og viðleitast að hreinsa ena sömu frá útlendum orðum og talsháttum, er nú taka henni að spilla. Skal því ei í Félagsritum brúka erlend orð um íþróttir, verkfæri og annað, svo fremi menn finni önnur gömul eður miðaldra norræn heiti.

Því má í stað slíkra útlendra orða smíða ný orð, samsett af öðrum norrænum, er vel útskýri náttúru hlutar þess, er þau þýða eigu; skulu þar við vel athugast reglur þær, er tungu þessi fylgja, og brúkaðar eru í smíði góðra gamallra orða; skal og gefast ljós útskýring og þýðing slíkra orða, svo að þau verði almenningi auðskilin. (Ens Islendska Lærdoms=Lista Felags Skraa, 6, 8).


Jón Eiríksson (1728-1787) úr Hinu íslenska lærdómslistafélagi.

Rit félagsins höfðu mikil áhrif og festu í sessi ný orð í stað danskra tökuorða sem farin voru að stinga sér niður. Áður hafði Eggert Ólafsson beitt sér fyrir málrækt í anda danskrar málhreinsunar- og málæktarstefnu og hvatt til myndunar nýyrða í stað erlendra tökuorða.

Það var þó ekki fyrr en með rómantísku stefnunni á 19. öld að almennur skilningur vaknaði á málstefnu Lærdómslistafélagsmanna. Þar komu margir við sögu en Fjölnismenn og kennarar Bessastaðaskóla áttu þar drýgstan þátt í að snúa vörn í sókn. Fjölnismenn voru þeir Jónas Hallgrímsson, Tómas Sæmundsson, Konráð Gíslason og Brynjólfur Pétursson, og voru þeir kenndir við tímaritið Fjölni sem þeir stofnuðu í Kaupmannahöfn. Meðal kennara Bessastaðaskóla voru Hallgrímur Scheving og Sveinbjörn Egilsson skáld og þýðandi.

Mikill áróður var rekinn fyrir vönduðu málfari og gegn dönskum áhrifum. Í fyrsta sinn var nú skrifað um ýmis efni á íslensku og bækur þýddar úr erlendum málum í ríkara mæli en áður. Örlög nýyrðanna réðust af útbreiðslu greinanna og bókanna sem komu þeim á flot, en sá andi sem ríkti í lok 19. aldar gerði allan þorra manna meðvitaðan um mikilvægi þjóðtungunnar.

Mynd: Bild:Coasterislandapeter.jpg. Moneypedia.de.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

26.3.2007

Spyrjandi

Ingi Vífill Guðmundsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hverjir stóðu fyrir hinni veigamiklu málhreinsistefnu á 18. og 19. öld og hvernig var henni framfylgt?“ Vísindavefurinn, 26. mars 2007. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6555.

Guðrún Kvaran. (2007, 26. mars). Hverjir stóðu fyrir hinni veigamiklu málhreinsistefnu á 18. og 19. öld og hvernig var henni framfylgt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6555

Guðrún Kvaran. „Hverjir stóðu fyrir hinni veigamiklu málhreinsistefnu á 18. og 19. öld og hvernig var henni framfylgt?“ Vísindavefurinn. 26. mar. 2007. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6555>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hverjir stóðu fyrir hinni veigamiklu málhreinsistefnu á 18. og 19. öld og hvernig var henni framfylgt?
Á 18. öld þótti íslenskt mál orðið ærið spillt og dönskuskotið. Helst bar á þessu í kringum verslunarstaðina fyrir áhrif frá dönskum kaupmönnum og í máli iðnaðarmanna sem lærðu nær undantekningarlaust í Danmörku og fluttu tækniorðin heim með sér. Á síðari hluta aldarinnar var hafist handa við það í anda fræðslustefnunnar, einnig kölluð upplýsingarstefna, að búa markvisst til íslensk orð yfir ný hugtök á sviðum sem ekki hafði verið skrifað um áður.

Hið íslenska lærdómslistafélag var stofnað 1779 af 12 námsmönnum í Kaupmannahöfn og var Jón Eiríksson lífið og sálin í starfsemi þess. Í stofnskránni var mælt svo fyrir um að félagið skyldi varðveita norræna tungu. Þar stendur meðal annars (stafsetningu breytt):

Einninn skal félagið geyma og varðveita norræna tungu sem eitt fagurt aðalmál, er langa ævi hefir talað verið á Norðurlöndum, og viðleitast að hreinsa ena sömu frá útlendum orðum og talsháttum, er nú taka henni að spilla. Skal því ei í Félagsritum brúka erlend orð um íþróttir, verkfæri og annað, svo fremi menn finni önnur gömul eður miðaldra norræn heiti.

Því má í stað slíkra útlendra orða smíða ný orð, samsett af öðrum norrænum, er vel útskýri náttúru hlutar þess, er þau þýða eigu; skulu þar við vel athugast reglur þær, er tungu þessi fylgja, og brúkaðar eru í smíði góðra gamallra orða; skal og gefast ljós útskýring og þýðing slíkra orða, svo að þau verði almenningi auðskilin. (Ens Islendska Lærdoms=Lista Felags Skraa, 6, 8).


Jón Eiríksson (1728-1787) úr Hinu íslenska lærdómslistafélagi.

Rit félagsins höfðu mikil áhrif og festu í sessi ný orð í stað danskra tökuorða sem farin voru að stinga sér niður. Áður hafði Eggert Ólafsson beitt sér fyrir málrækt í anda danskrar málhreinsunar- og málæktarstefnu og hvatt til myndunar nýyrða í stað erlendra tökuorða.

Það var þó ekki fyrr en með rómantísku stefnunni á 19. öld að almennur skilningur vaknaði á málstefnu Lærdómslistafélagsmanna. Þar komu margir við sögu en Fjölnismenn og kennarar Bessastaðaskóla áttu þar drýgstan þátt í að snúa vörn í sókn. Fjölnismenn voru þeir Jónas Hallgrímsson, Tómas Sæmundsson, Konráð Gíslason og Brynjólfur Pétursson, og voru þeir kenndir við tímaritið Fjölni sem þeir stofnuðu í Kaupmannahöfn. Meðal kennara Bessastaðaskóla voru Hallgrímur Scheving og Sveinbjörn Egilsson skáld og þýðandi.

Mikill áróður var rekinn fyrir vönduðu málfari og gegn dönskum áhrifum. Í fyrsta sinn var nú skrifað um ýmis efni á íslensku og bækur þýddar úr erlendum málum í ríkara mæli en áður. Örlög nýyrðanna réðust af útbreiðslu greinanna og bókanna sem komu þeim á flot, en sá andi sem ríkti í lok 19. aldar gerði allan þorra manna meðvitaðan um mikilvægi þjóðtungunnar.

Mynd: Bild:Coasterislandapeter.jpg. Moneypedia.de.

...