Sólin Sólin Rís 03:46 • sest 23:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:11 • Síðdegis: 18:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:13 • Síðdegis: 12:17 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvenær er höfuðdagur?

Guðrún Kvaran

Höfuðdagurinn er samkvæmt gildandi tímatali 29. ágúst. Þann dag á Heródes konungur að hafa látið eftir konu sinni að Jóhannes skírari skyldi hálshöggvinn. Vitað er til að minningardagur um aftökuna hafi þekkst þegar á 5. öld bæði í Samaríu og Gallíu. Það var hins vegar páfastóll sem ákvað dagsetninguna 29. ágúst á 7. öld og nefndi daginn Decollatio Johannis sem merkir „afhöfðun Jóhannesar“. Latneska nafnorðið decollatio er leitt af sögninni decollare 'hálshöggva', en collum á latínu er notað um háls á manni.

Túlkun ítalska málarans Caravaggio (1571-1610) á aftöku Jóhannesar skírara. Málverk frá 1608.

Sú þjóðtrú hefur lifað lengi að veður breytist á höfuðdag og haldist þannig næstu þrjár vikur. Árið 1700 var tímatali breytt. Þá fluttist „gamli“ höfuðdagurinn yfir á 9. september og trúðu ýmsir á veðrabreytingar þann dag. Nú er dagurinn ávallt tengdur 29. ágúst. Trúnni á höfuðdaginn fylgdi bæði von og ótti. Mikilvægt þótti að hafa lokið heyskap fyrir höfuðdag ef tíð var góð en einnig lifðu margir í þeirri von að úr rættist við höfuðdag ef sumarið hafði verið vætusamt.

Íslenska heitið höfuðdagur virðist fyrst koma fyrir í bréfi frá 15. öld en þó þannig að nafnið var tengt Jóhannesi skírara, það er ákveðinn verknaður fór fram „á höfuðdaginn Johannis baptiste“. Þessi siður hélst lengi. Liðið var fram á 19. öld áður en farið var að nefna daginn án tilvísunar til Jóhannesar. Í Almannaki Þjóðvinafélagsins frá 1884 stendur þessi skýring:
29. Augustus er kallaður höfuðdagur; hann var fyrrum haldinn heilagur í minningu þess, að þann dag átti Heródes konungur Antipas að hafa látið hálshöggva Jón skírara, árið 31. e. Kr.

Heimildir og mynd:


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

29.8.2013

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvenær er höfuðdagur?“ Vísindavefurinn, 29. ágúst 2013. Sótt 23. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=65641.

Guðrún Kvaran. (2013, 29. ágúst). Hvenær er höfuðdagur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=65641

Guðrún Kvaran. „Hvenær er höfuðdagur?“ Vísindavefurinn. 29. ágú. 2013. Vefsíða. 23. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=65641>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær er höfuðdagur?
Höfuðdagurinn er samkvæmt gildandi tímatali 29. ágúst. Þann dag á Heródes konungur að hafa látið eftir konu sinni að Jóhannes skírari skyldi hálshöggvinn. Vitað er til að minningardagur um aftökuna hafi þekkst þegar á 5. öld bæði í Samaríu og Gallíu. Það var hins vegar páfastóll sem ákvað dagsetninguna 29. ágúst á 7. öld og nefndi daginn Decollatio Johannis sem merkir „afhöfðun Jóhannesar“. Latneska nafnorðið decollatio er leitt af sögninni decollare 'hálshöggva', en collum á latínu er notað um háls á manni.

Túlkun ítalska málarans Caravaggio (1571-1610) á aftöku Jóhannesar skírara. Málverk frá 1608.

Sú þjóðtrú hefur lifað lengi að veður breytist á höfuðdag og haldist þannig næstu þrjár vikur. Árið 1700 var tímatali breytt. Þá fluttist „gamli“ höfuðdagurinn yfir á 9. september og trúðu ýmsir á veðrabreytingar þann dag. Nú er dagurinn ávallt tengdur 29. ágúst. Trúnni á höfuðdaginn fylgdi bæði von og ótti. Mikilvægt þótti að hafa lokið heyskap fyrir höfuðdag ef tíð var góð en einnig lifðu margir í þeirri von að úr rættist við höfuðdag ef sumarið hafði verið vætusamt.

Íslenska heitið höfuðdagur virðist fyrst koma fyrir í bréfi frá 15. öld en þó þannig að nafnið var tengt Jóhannesi skírara, það er ákveðinn verknaður fór fram „á höfuðdaginn Johannis baptiste“. Þessi siður hélst lengi. Liðið var fram á 19. öld áður en farið var að nefna daginn án tilvísunar til Jóhannesar. Í Almannaki Þjóðvinafélagsins frá 1884 stendur þessi skýring:
29. Augustus er kallaður höfuðdagur; hann var fyrrum haldinn heilagur í minningu þess, að þann dag átti Heródes konungur Antipas að hafa látið hálshöggva Jón skírara, árið 31. e. Kr.

Heimildir og mynd:


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

...