Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þýðir að ganga á eftir einhverjum með grasið í skónum?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðasambandið að ganga á eftir einhverjum með grasið í skónum merkir ‛að sárbæna einhvern um að gera eitthvað, reyna að fá einhvern til að gera eitthvað’. Elsta dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans er úr orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá 18. öld (AM 433 fol.): ganga með grasið í skónum eftir einhverjum. Eldri afbrigði er að finna í ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. Í dæmum frá miðri 17. öld er bæði talað um að ganga með gras í skóm og að hafa gras í skóm:
*gekk og reið með gras í skóm, / sem gerðu menn þá víða.

Ad tolla i tijdskunne, og hafwa grasid i skónum.
Af þessum dæmum að ráða virðist það hafa verið tíska að setja gras í skóna. Annað gamalt dæmi er úr kvæði eftir Eggert Ólafsson frá miðri 18. öld:
*sökkva máttu með gras í skónum, / biðill! og djúpan vaða vog.

Orðasambandið að ganga á eftir einhverjum með grasið í skónum merkir ‛að sárbæna einhvern um að gera eitthvað, reyna að fá einhvern til að gera eitthvað’.

Af einhverjum ástæðum settu menn gras í skó sína þótt ekki sé fullkunnugt hvers vegna. Guðmundur Friðjónsson skáld segir skýringuna vera að grös hafi þótt jákvæð til ásta:
Annars hafa grös þótt góð til ásta hér á landi [ [...]] Þaðan mun stafa orðtækið „að ganga eftir með grasið í skónum“.
Í yfirfærðri merkingu eru elstu dæmi frá 19. öld. Í næsta dæmi frá 1903 sést vel hver merkingin er:
að leiguliði skuli þurfa að ganga eftir jarðeigendum með grasið í skónum til þess að fá að bæta jarðir þeirra.
Mjög er sennilegt er að samband sé milli orðasambandanna í hinni gömlu eiginlegu merkingu og í yfirfærðri merkingu.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

13.12.2013

Spyrjandi

Hjördís Óskarsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir að ganga á eftir einhverjum með grasið í skónum?“ Vísindavefurinn, 13. desember 2013, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65654.

Guðrún Kvaran. (2013, 13. desember). Hvað þýðir að ganga á eftir einhverjum með grasið í skónum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65654

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir að ganga á eftir einhverjum með grasið í skónum?“ Vísindavefurinn. 13. des. 2013. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65654>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir að ganga á eftir einhverjum með grasið í skónum?
Orðasambandið að ganga á eftir einhverjum með grasið í skónum merkir ‛að sárbæna einhvern um að gera eitthvað, reyna að fá einhvern til að gera eitthvað’. Elsta dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans er úr orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá 18. öld (AM 433 fol.): ganga með grasið í skónum eftir einhverjum. Eldri afbrigði er að finna í ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. Í dæmum frá miðri 17. öld er bæði talað um að ganga með gras í skóm og að hafa gras í skóm:

*gekk og reið með gras í skóm, / sem gerðu menn þá víða.

Ad tolla i tijdskunne, og hafwa grasid i skónum.
Af þessum dæmum að ráða virðist það hafa verið tíska að setja gras í skóna. Annað gamalt dæmi er úr kvæði eftir Eggert Ólafsson frá miðri 18. öld:
*sökkva máttu með gras í skónum, / biðill! og djúpan vaða vog.

Orðasambandið að ganga á eftir einhverjum með grasið í skónum merkir ‛að sárbæna einhvern um að gera eitthvað, reyna að fá einhvern til að gera eitthvað’.

Af einhverjum ástæðum settu menn gras í skó sína þótt ekki sé fullkunnugt hvers vegna. Guðmundur Friðjónsson skáld segir skýringuna vera að grös hafi þótt jákvæð til ásta:
Annars hafa grös þótt góð til ásta hér á landi [ [...]] Þaðan mun stafa orðtækið „að ganga eftir með grasið í skónum“.
Í yfirfærðri merkingu eru elstu dæmi frá 19. öld. Í næsta dæmi frá 1903 sést vel hver merkingin er:
að leiguliði skuli þurfa að ganga eftir jarðeigendum með grasið í skónum til þess að fá að bæta jarðir þeirra.
Mjög er sennilegt er að samband sé milli orðasambandanna í hinni gömlu eiginlegu merkingu og í yfirfærðri merkingu.

Mynd:

...