Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:49 • Sest 15:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:06 • Síðdegis: 23:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:41 • Síðdegis: 17:31 í Reykjavík

Af hverju fær maður gæsahúð?

HMS

Fólk fær yfirleitt gæsahúð við tvenns konar aðstæður: Þegar því er kalt og þegar það upplifir sterkar tilfinningar.

Þegar kalt er í veðri reynir líkaminn að tapa sem minnstum varma. Ein leið er að láta líkamshárin rísa því þannig skapast einangrun. Þetta viðbragð kemur sér vel fyrir loðin dýr en gagnast okkur mönnunum lítið. Viðbragðið er þó enn til staðar hjá okkur, enda hefur það eflaust gagnast loðnum forfeðrum okkar sem höfðu ekki hlý föt til að klæðast í sama tilgangi.

Þegar fólk kemst í tilfinningalegt uppnám fær það gæsahúð; til dæmis er talað um að hárin rísi af hræðslu. Þetta viðbragð gegnir sömuleiðis mikilvægu hlutverki hjá ýmsum loðnum spendýrum en litlu hjá okkur mönnunum. Þegar hætta steðjar til dæmis að ketti rísa á honum hárin svo hann sýnist stærri en ella. Með þessu verður hann óárennilegri og því er ólíklegra að á hann verði ráðist.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.


Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimild

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

30.3.2007

Spyrjandi

Björk Magnúsdóttir

Tilvísun

HMS. „Af hverju fær maður gæsahúð?“ Vísindavefurinn, 30. mars 2007. Sótt 4. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=6566.

HMS. (2007, 30. mars). Af hverju fær maður gæsahúð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6566

HMS. „Af hverju fær maður gæsahúð?“ Vísindavefurinn. 30. mar. 2007. Vefsíða. 4. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6566>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju fær maður gæsahúð?
Fólk fær yfirleitt gæsahúð við tvenns konar aðstæður: Þegar því er kalt og þegar það upplifir sterkar tilfinningar.

Þegar kalt er í veðri reynir líkaminn að tapa sem minnstum varma. Ein leið er að láta líkamshárin rísa því þannig skapast einangrun. Þetta viðbragð kemur sér vel fyrir loðin dýr en gagnast okkur mönnunum lítið. Viðbragðið er þó enn til staðar hjá okkur, enda hefur það eflaust gagnast loðnum forfeðrum okkar sem höfðu ekki hlý föt til að klæðast í sama tilgangi.

Þegar fólk kemst í tilfinningalegt uppnám fær það gæsahúð; til dæmis er talað um að hárin rísi af hræðslu. Þetta viðbragð gegnir sömuleiðis mikilvægu hlutverki hjá ýmsum loðnum spendýrum en litlu hjá okkur mönnunum. Þegar hætta steðjar til dæmis að ketti rísa á honum hárin svo hann sýnist stærri en ella. Með þessu verður hann óárennilegri og því er ólíklegra að á hann verði ráðist.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.


Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimild

...