Sólin Sólin Rís 04:00 • sest 23:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:12 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:18 • Síðdegis: 18:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:19 • Síðdegis: 12:23 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:00 • sest 23:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:12 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:18 • Síðdegis: 18:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:19 • Síðdegis: 12:23 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Verður mannslíkaminn breyttur árið 3500?

ÞV

Framtíð mannanna hefur verið dálítið misjafnlega björt á undanförnum áratugum. Um tíma héldu ýmsir að mannkynið kynni að tortíma sjálfu sér með kjarnorkustyrjöldum en nú hafa flestir líklega ekki trú á því. Og þó að vel geti farið svo að mönnum verði á alvarleg mistök í umhverfismálum þurfa þau engan veginn að leiða til þess að maðurinn sem tegundi deyi út á næstunni. Slík hafa að vísu orðið örlög langflestra tegunda sem hafa lifað á jörðinni en bæði hefur það gerst á miklu lengri tímakvarða og eins hafa þá ýmsar tegundir þróast yfir í nýjar.

Lítill vafi er á því að mannslíkaminn verður almennt talsvert öðruvísi eftir 1500 ár en hann er núna. Um það getum við meðal annars stuðst við reynsluna: Við höfum ýmsar heimildir, til dæmis úr fornleifafræði, fyrir því að menn eru nú talsvert öðruvísi en þeir voru til að mynda fyrir 1000 árum, til dæmis hvað varðar líkamsstærð og holdafar. Engin ástæða er til að ætla að slíkar breytingar séu að stöðvast þó að óvíst kunni að vera í hvaða átt þær muni stefna.

Þessar breytingar milli fortíðar og nútíðar sem við sjáum svo glöggt byggjast yfirleitt ekki á erfðum enda taka verulegar breytingar á erfðaefninu alla jafna miklu lengri tíma en svo. Hins vegar tengjast breytingarnar ýmiss konar nýjum lífsháttum, betra mataræði, meiri næringu, minni hreyfingu, lengri meðalævi, minni ungbarnadauða og svo framvegis.

Ef við horfum til framtíðar erum við auðvitað ekki lengur að horfa á staðreyndir heldur á líklega þróun. Til dæmis er þá freistandi að ætla að tölvurnar hafi talsverð áhrif á mannslíkamann með því að stuðla að hreyfingarleysi. Við getum auðvitað leyft okkur að vera bjartsýn og vona að mönnum takist að ná tökum á offitu og öðrum þess konar vandamálum sem nú valda örustum breytingum á líkama okkar. Engu að síður verða ýmsar breytingar sem eru ekki taldar til ills, til dæmis vaxandi líkamshæð.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

30.3.2007

Spyrjandi

Alexander Hafþórsson, f. 1994

Tilvísun

ÞV. „Verður mannslíkaminn breyttur árið 3500?“ Vísindavefurinn, 30. mars 2007, sótt 21. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6568.

ÞV. (2007, 30. mars). Verður mannslíkaminn breyttur árið 3500? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6568

ÞV. „Verður mannslíkaminn breyttur árið 3500?“ Vísindavefurinn. 30. mar. 2007. Vefsíða. 21. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6568>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Verður mannslíkaminn breyttur árið 3500?
Framtíð mannanna hefur verið dálítið misjafnlega björt á undanförnum áratugum. Um tíma héldu ýmsir að mannkynið kynni að tortíma sjálfu sér með kjarnorkustyrjöldum en nú hafa flestir líklega ekki trú á því. Og þó að vel geti farið svo að mönnum verði á alvarleg mistök í umhverfismálum þurfa þau engan veginn að leiða til þess að maðurinn sem tegundi deyi út á næstunni. Slík hafa að vísu orðið örlög langflestra tegunda sem hafa lifað á jörðinni en bæði hefur það gerst á miklu lengri tímakvarða og eins hafa þá ýmsar tegundir þróast yfir í nýjar.

Lítill vafi er á því að mannslíkaminn verður almennt talsvert öðruvísi eftir 1500 ár en hann er núna. Um það getum við meðal annars stuðst við reynsluna: Við höfum ýmsar heimildir, til dæmis úr fornleifafræði, fyrir því að menn eru nú talsvert öðruvísi en þeir voru til að mynda fyrir 1000 árum, til dæmis hvað varðar líkamsstærð og holdafar. Engin ástæða er til að ætla að slíkar breytingar séu að stöðvast þó að óvíst kunni að vera í hvaða átt þær muni stefna.

Þessar breytingar milli fortíðar og nútíðar sem við sjáum svo glöggt byggjast yfirleitt ekki á erfðum enda taka verulegar breytingar á erfðaefninu alla jafna miklu lengri tíma en svo. Hins vegar tengjast breytingarnar ýmiss konar nýjum lífsháttum, betra mataræði, meiri næringu, minni hreyfingu, lengri meðalævi, minni ungbarnadauða og svo framvegis.

Ef við horfum til framtíðar erum við auðvitað ekki lengur að horfa á staðreyndir heldur á líklega þróun. Til dæmis er þá freistandi að ætla að tölvurnar hafi talsverð áhrif á mannslíkamann með því að stuðla að hreyfingarleysi. Við getum auðvitað leyft okkur að vera bjartsýn og vona að mönnum takist að ná tökum á offitu og öðrum þess konar vandamálum sem nú valda örustum breytingum á líkama okkar. Engu að síður verða ýmsar breytingar sem eru ekki taldar til ills, til dæmis vaxandi líkamshæð.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....