Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvernig hefur fiskur komist í stöðuvötn eins og Hraunsvatn í Öxnadal þar sem ekkert afrennsli er ofanjarðar?

Bjarni E. Guðleifsson (1942-2019)

Nokkrar kenningar eru uppi um þetta en líklegast er að fiskur hafi verið í ánni sem rann um dalinn áður en vatnið myndaðist við berghlaup eftir að ísöld lauk. Hann hafi þá lokast af í vatninu.


Þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson fæddist að Hrauni í Öxnadal ,,þar sem háir hólar hálfan dalinn fylla". Þessir hólar sem Jónas talar um mynduðust þegar fjallið fyrir ofan Hraunsbæinn þar sem hann stendur í dag féll fram með miklu afli svo að eftir stóðu Hraundrangarnir. Innan við Hraunið, í Vatnsdalnum, myndaðist stöðuvatn, Hraunsvatnið, en þar er nokkur veiði, aðallega bleikju. Afrennsli þess er neðanjarðar. Vatnið er þó sennilega frægast fyrir það að þar drukknaði faðir Jónasar Hallgrímssonar.Bleikja er ein þeirra tegunda sem lifir í Hraunsvatni í Öxnadal.

Heimildir eru ekki þekktar um flutning manna á fiski í Hraunsvatn í Öxnadal en taka má saman þrjár megintilgátur um tilveru fiskistofna í vatninu:

  1. Fyrst eftir ísöld var Vatnsdalurinn ofur venjulegur dalur, þar sem á rann úr jöklum og fönnum fjallanna. Bleikja getur lifað við lágt hitastig, og er líklegt að hún hafi synt eftir ánni upp í dalinn. Eftir að jöklarnir hurfu úr dölum landsins og þeir héldu ekki lengur við fjallshlíðarnar, urðu víða berghlaup eða framhlaup, og eitt slíkt viðamikið er í mynni Vatnsdals. Lokaðist þá vatnið af og er síðan að mestu sambandslaust við sjó. Fiskurinn lokast þá af í vatninu. Þetta hefði getað gerst 1000-2000 árum eftir að ísöld lýkur. (Í bókinni Berghlaup eftir Ólaf Jónsson er þetta berghlaup talið eldra en 7000 ára)

  2. Önnur kenning er sú að smáfiskur geti synt eftir sprungum og lækjarseyrum og jafnvel í grunnvatninu upp til fjallavatna. Hraunsáin er stundum uppi þegar miklir vatnavextir eru og þá gæti fiskur farið upp, eða þá eftir þeim neðanjarðarleiðum sem vatnið fer venjulega undir berghlaupið.

  3. Sú kenning sem oftast er gripið til varðandi svona einangruð vötn er að fuglar hafi borið þangað fiska. Þetta er þó fremur ótrúleg skýring. Þannig þyrfti að bera fleiri en einn fisk og þeir þyrftu að vera lifandi. Einnig má hugsa sér að fuglar gætu borið frjóvguð hrogn, og þá þyrfti einnig að bera fleira en eitt hrogn. Hins vegar eru hrognin svo viðkvæm að þessi kenning er fremur vafasöm en ekki útilokuð. Mér skilst að hún hafi aldrei verið sönnuð hérlendis.

Mynd: Wikimedia Commons

Höfundur

Bjarni E. Guðleifsson (1942-2019)

prófessor emeritus Landbúnaðarháskóla Íslands

Útgáfudagur

17.7.2000

Spyrjandi

Ólafur Rúnar Ólafsson

Tilvísun

Bjarni E. Guðleifsson (1942-2019). „Hvernig hefur fiskur komist í stöðuvötn eins og Hraunsvatn í Öxnadal þar sem ekkert afrennsli er ofanjarðar?“ Vísindavefurinn, 17. júlí 2000. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=657.

Bjarni E. Guðleifsson (1942-2019). (2000, 17. júlí). Hvernig hefur fiskur komist í stöðuvötn eins og Hraunsvatn í Öxnadal þar sem ekkert afrennsli er ofanjarðar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=657

Bjarni E. Guðleifsson (1942-2019). „Hvernig hefur fiskur komist í stöðuvötn eins og Hraunsvatn í Öxnadal þar sem ekkert afrennsli er ofanjarðar?“ Vísindavefurinn. 17. júl. 2000. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=657>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig hefur fiskur komist í stöðuvötn eins og Hraunsvatn í Öxnadal þar sem ekkert afrennsli er ofanjarðar?
Nokkrar kenningar eru uppi um þetta en líklegast er að fiskur hafi verið í ánni sem rann um dalinn áður en vatnið myndaðist við berghlaup eftir að ísöld lauk. Hann hafi þá lokast af í vatninu.


Þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson fæddist að Hrauni í Öxnadal ,,þar sem háir hólar hálfan dalinn fylla". Þessir hólar sem Jónas talar um mynduðust þegar fjallið fyrir ofan Hraunsbæinn þar sem hann stendur í dag féll fram með miklu afli svo að eftir stóðu Hraundrangarnir. Innan við Hraunið, í Vatnsdalnum, myndaðist stöðuvatn, Hraunsvatnið, en þar er nokkur veiði, aðallega bleikju. Afrennsli þess er neðanjarðar. Vatnið er þó sennilega frægast fyrir það að þar drukknaði faðir Jónasar Hallgrímssonar.Bleikja er ein þeirra tegunda sem lifir í Hraunsvatni í Öxnadal.

Heimildir eru ekki þekktar um flutning manna á fiski í Hraunsvatn í Öxnadal en taka má saman þrjár megintilgátur um tilveru fiskistofna í vatninu:

  1. Fyrst eftir ísöld var Vatnsdalurinn ofur venjulegur dalur, þar sem á rann úr jöklum og fönnum fjallanna. Bleikja getur lifað við lágt hitastig, og er líklegt að hún hafi synt eftir ánni upp í dalinn. Eftir að jöklarnir hurfu úr dölum landsins og þeir héldu ekki lengur við fjallshlíðarnar, urðu víða berghlaup eða framhlaup, og eitt slíkt viðamikið er í mynni Vatnsdals. Lokaðist þá vatnið af og er síðan að mestu sambandslaust við sjó. Fiskurinn lokast þá af í vatninu. Þetta hefði getað gerst 1000-2000 árum eftir að ísöld lýkur. (Í bókinni Berghlaup eftir Ólaf Jónsson er þetta berghlaup talið eldra en 7000 ára)

  2. Önnur kenning er sú að smáfiskur geti synt eftir sprungum og lækjarseyrum og jafnvel í grunnvatninu upp til fjallavatna. Hraunsáin er stundum uppi þegar miklir vatnavextir eru og þá gæti fiskur farið upp, eða þá eftir þeim neðanjarðarleiðum sem vatnið fer venjulega undir berghlaupið.

  3. Sú kenning sem oftast er gripið til varðandi svona einangruð vötn er að fuglar hafi borið þangað fiska. Þetta er þó fremur ótrúleg skýring. Þannig þyrfti að bera fleiri en einn fisk og þeir þyrftu að vera lifandi. Einnig má hugsa sér að fuglar gætu borið frjóvguð hrogn, og þá þyrfti einnig að bera fleira en eitt hrogn. Hins vegar eru hrognin svo viðkvæm að þessi kenning er fremur vafasöm en ekki útilokuð. Mér skilst að hún hafi aldrei verið sönnuð hérlendis.

Mynd: Wikimedia Commons...