Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru einhverjar slöngur í útrýmingarhættu?

Jón Már Halldórsson

Slöngur tilheyra ættbálkinum Squamata og undirættbálkinum Serpentes. Samkvæmt válista IUCN eru rúmlega 30 tegundir sem tilheyra þessum undirættbálki og teljast vera í hættu (e. endangered). Ekki verður þó gerð frekari grein fyrir þessum tegundum hér.

Að mati IUCN töldust hins vegar 10 slöngutegundir vera í alvarlegri útrýmingarhættu (e. critically endangered) árið 2006. Skortur á rannsóknum og takmörkuð þekking á stofnstærð tegunda gerir það hins vegar að verkum að slíkar tölur þarf að taka með fyrirvara. Af þeim tæplega 2.700 slöngutegundum sem til eru er sennilegt að mun fleiri falli í þennan flokk.

Af þeim tegundum sem teljast vera í mikilli útrýmingarhættu má nefna Alsophis antiqua. Þetta er hættulaus, lítill snákur sem finnst aðeins á eyjunni Antiqua í Karíbahafi. Stofnstærð þessa litla snáks er ekki þekkt nákvæmlega, en vitað er að tegundin er að deyja út vegna röskunar á búsvæðum hennar. Stór svæði á þessari litlu eyju hafa verið tekin undir ræktunarland, en einnig hafa aðrar dýrategundir sem menn hafa flutt með sér til eyjarinnar, svo sem rottur og þvottabirnir, verið aðgangsharðar við snákinn. Í dag eru starfandi samtök sem reyna að bjarga snáknum frá útdauða og má finna heimasíðu samtakanna hér.

Önnur tegund sem telst vera í mikilli útrýmingarhættu nefnist á ensku black racer (Alsophis ater), en racer heitið vísar til þess að tegundin er afar snör í snúningnum. Black racer, sem kalla mætti svartsnerpu, finnst á eyjunni Jamaica í Karíbahafi. Líkt og með litla frænda hennar hefur búsvæðaeyðing og ágangur aðfluttra tegunda valdið því að tegundin er nánast útdauð.

Alcatraz lensuhaus (Bothrops alcatraz) finnst aðeins á eyjunni Ilha Alcatrazes undan ströndum Sao Paulo í Brasilíu. Eyjan er einungis 1,35 km2 á stærð og eftir að brasilíski sjóherinn fór að nota hana til fallbyssuskotæfinga hefur mikil hnignun orðið á búsvæðum snáksins.

St. Vincent svartsnákur (Chironius vincenti) er líkt og ofangreindir snákar með afar takmarkaða útbreiðslu. Hann finnst aðeins á eyjunni St. Vincent í Karíbahafi. Líkt og hjá hinum tegundunum er helsta orsök hnignunar stofnsins sú að búsvæði hafa verið eyðilögð.

Aruba skröltormurinn (Crotalus unicolor) er náinn ætttingi hinna kunnu skröltorma sem finnast í Bandaríkjunum. Þessi tegund einskorðast hins vegar við hina smáu eyju Aruba í Karíbahafi. Eftir endurmat á stofnstærð tegundarinnar árið 1996 var hún sett á lista yfir dýr í mikilli útrýmingarhættu og má rekja ástæðuna, líkt og hjá hinum snákunum, til búsvæðaeyðingar.

Um það bil 120 tegundir af snákum finnast á eyjum Karíbahafs, en þar af eru um 115 þeirra (95,8%) einlendar (e. endemic). Þar sem þessar tegundir hafa afar litla útbreiðslu og eru mjög sérhæfðar að sínum búsvæðum eru þær mjög viðkvæmar fyrir öllu raski heimkynna sinna. Þetta skýrir það að flestar tegundir snáka sem teljast vera í mikilli útrýmingarhættu eru ættaðar frá þessum heimshluta.

Opisthobropis kikuzatoi er einlend tegund á japönsku eyjunni Kumejima. Þetta er vatnasnákur sem hefur orðið illa úti í samskiptum við innfluttar tegundir eins og rottur og víslur. Víslur voru fluttar til margra eyja í Japan til að halda niðri snákastofnum og hefur árangurinn ekki látið á sér standa.

Bulgar naðra (Vipera bulgardaghica) finnst á um 100 km2 svæði í Bulgar Dagh fjöllunum í suður Anatolíu í Tyrklandi. Talið er að aðeins um 250 einstaklingar séu til af þessari slöngutegund. Ástæðan fyrir verulegri hnignun tegundarinnar er talin vera framræsla votlendis á þeim svæðum þar sem snákurinn lifir.

Önnur nöðrutegund er Vipera darevskii eða Darevski-naðra. Þessi naðra verður vart meira en 40 cm á lengd og finnst í fjallendi Armeníu, en einnig er hugsanlegt að hana sé að finna í Georgíu. Þetta er afar lítt þekkt tegund og ástæðurnar fyrir hnignun hennar eru ekki þekktar.

Þriðja nöðrutegundin á listanum er Vipera pontica sem finnst í Tyrklandi og Georgíu. Þetta er fremur smávaxin naðra um 30 cm á lengd og gulbrún að lit. Kjörlendi hennar eru brattar skógi- og kjarrvaxnar hlíðar. Líkt og með Darevski-nöðruna eru ástæðurnar fyrir hnignun tegundarinnar lítið þekktar.

Heimild:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

11.4.2007

Spyrjandi

Katla Sigríður, f. 1993

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru einhverjar slöngur í útrýmingarhættu?“ Vísindavefurinn, 11. apríl 2007, sótt 10. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6585.

Jón Már Halldórsson. (2007, 11. apríl). Eru einhverjar slöngur í útrýmingarhættu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6585

Jón Már Halldórsson. „Eru einhverjar slöngur í útrýmingarhættu?“ Vísindavefurinn. 11. apr. 2007. Vefsíða. 10. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6585>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru einhverjar slöngur í útrýmingarhættu?
Slöngur tilheyra ættbálkinum Squamata og undirættbálkinum Serpentes. Samkvæmt válista IUCN eru rúmlega 30 tegundir sem tilheyra þessum undirættbálki og teljast vera í hættu (e. endangered). Ekki verður þó gerð frekari grein fyrir þessum tegundum hér.

Að mati IUCN töldust hins vegar 10 slöngutegundir vera í alvarlegri útrýmingarhættu (e. critically endangered) árið 2006. Skortur á rannsóknum og takmörkuð þekking á stofnstærð tegunda gerir það hins vegar að verkum að slíkar tölur þarf að taka með fyrirvara. Af þeim tæplega 2.700 slöngutegundum sem til eru er sennilegt að mun fleiri falli í þennan flokk.

Af þeim tegundum sem teljast vera í mikilli útrýmingarhættu má nefna Alsophis antiqua. Þetta er hættulaus, lítill snákur sem finnst aðeins á eyjunni Antiqua í Karíbahafi. Stofnstærð þessa litla snáks er ekki þekkt nákvæmlega, en vitað er að tegundin er að deyja út vegna röskunar á búsvæðum hennar. Stór svæði á þessari litlu eyju hafa verið tekin undir ræktunarland, en einnig hafa aðrar dýrategundir sem menn hafa flutt með sér til eyjarinnar, svo sem rottur og þvottabirnir, verið aðgangsharðar við snákinn. Í dag eru starfandi samtök sem reyna að bjarga snáknum frá útdauða og má finna heimasíðu samtakanna hér.

Önnur tegund sem telst vera í mikilli útrýmingarhættu nefnist á ensku black racer (Alsophis ater), en racer heitið vísar til þess að tegundin er afar snör í snúningnum. Black racer, sem kalla mætti svartsnerpu, finnst á eyjunni Jamaica í Karíbahafi. Líkt og með litla frænda hennar hefur búsvæðaeyðing og ágangur aðfluttra tegunda valdið því að tegundin er nánast útdauð.

Alcatraz lensuhaus (Bothrops alcatraz) finnst aðeins á eyjunni Ilha Alcatrazes undan ströndum Sao Paulo í Brasilíu. Eyjan er einungis 1,35 km2 á stærð og eftir að brasilíski sjóherinn fór að nota hana til fallbyssuskotæfinga hefur mikil hnignun orðið á búsvæðum snáksins.

St. Vincent svartsnákur (Chironius vincenti) er líkt og ofangreindir snákar með afar takmarkaða útbreiðslu. Hann finnst aðeins á eyjunni St. Vincent í Karíbahafi. Líkt og hjá hinum tegundunum er helsta orsök hnignunar stofnsins sú að búsvæði hafa verið eyðilögð.

Aruba skröltormurinn (Crotalus unicolor) er náinn ætttingi hinna kunnu skröltorma sem finnast í Bandaríkjunum. Þessi tegund einskorðast hins vegar við hina smáu eyju Aruba í Karíbahafi. Eftir endurmat á stofnstærð tegundarinnar árið 1996 var hún sett á lista yfir dýr í mikilli útrýmingarhættu og má rekja ástæðuna, líkt og hjá hinum snákunum, til búsvæðaeyðingar.

Um það bil 120 tegundir af snákum finnast á eyjum Karíbahafs, en þar af eru um 115 þeirra (95,8%) einlendar (e. endemic). Þar sem þessar tegundir hafa afar litla útbreiðslu og eru mjög sérhæfðar að sínum búsvæðum eru þær mjög viðkvæmar fyrir öllu raski heimkynna sinna. Þetta skýrir það að flestar tegundir snáka sem teljast vera í mikilli útrýmingarhættu eru ættaðar frá þessum heimshluta.

Opisthobropis kikuzatoi er einlend tegund á japönsku eyjunni Kumejima. Þetta er vatnasnákur sem hefur orðið illa úti í samskiptum við innfluttar tegundir eins og rottur og víslur. Víslur voru fluttar til margra eyja í Japan til að halda niðri snákastofnum og hefur árangurinn ekki látið á sér standa.

Bulgar naðra (Vipera bulgardaghica) finnst á um 100 km2 svæði í Bulgar Dagh fjöllunum í suður Anatolíu í Tyrklandi. Talið er að aðeins um 250 einstaklingar séu til af þessari slöngutegund. Ástæðan fyrir verulegri hnignun tegundarinnar er talin vera framræsla votlendis á þeim svæðum þar sem snákurinn lifir.

Önnur nöðrutegund er Vipera darevskii eða Darevski-naðra. Þessi naðra verður vart meira en 40 cm á lengd og finnst í fjallendi Armeníu, en einnig er hugsanlegt að hana sé að finna í Georgíu. Þetta er afar lítt þekkt tegund og ástæðurnar fyrir hnignun hennar eru ekki þekktar.

Þriðja nöðrutegundin á listanum er Vipera pontica sem finnst í Tyrklandi og Georgíu. Þetta er fremur smávaxin naðra um 30 cm á lengd og gulbrún að lit. Kjörlendi hennar eru brattar skógi- og kjarrvaxnar hlíðar. Líkt og með Darevski-nöðruna eru ástæðurnar fyrir hnignun tegundarinnar lítið þekktar.

Heimild: