Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær að hausti hefur hiti fyrst farið niður fyrir -10 stig hér á landi?

Það kann að koma einhverjum á óvart hversu snemma hausts frost hefur fyrst farið niður fyrir -10 gráður en það er 9. september. Það gerðist árið 1977 og lágmarkið, -10,2 stig, mældist í veðurstöðinni í Sandbúðum á Sprengisandi. Þá gerði merkilegt landsynningsillviðri þann 27. ágúst sem hreinsaði sumarið út af borðinu. Vindur snerist síðan til norðurs og komið var harðahaust.

En Sandbúðir eru hátt á fjöllum. Fyrstu -10 stigin í byggð hafa mælst 18. september. Það var á Raufarhöfn í september 1892. Ekki var lágmarkshitamælir á staðnum og því er líklegt að hitinn hafi farið enn neðar en þau -10,5 sem rituð voru í athugunarskýrsluna. Árið 1892 var eitt hið kaldasta sem mælst hefur hérlendis og ekkert jafnkalt eða kaldara hefur komið síðan.

Haust á Þingvöllum.

En með fjölgun veðurstöðva á fjöllum má gera ráð fyrir að við eigum eftir að fá að sjá enn lægri tölur um miðjan september í framtíðinni því kuldamet mánaðarins eru miklu lægri. Á botni lágmarka eru -19,6 stig sem mældust í Möðrudal þann 27. september árið 1954 og -16,1 stig í Reykjahlíð við Mývatn 26. september 1943. Þetta eru stöðvar í byggð.

Mynd:


Þetta svar, og mynd, er fengið af Hungurdiski, bloggi Trausta Jónssonar og birt með góðfúslegu leyfi. Textinn hefur aðeins verið aðlagaður að Vísindavefnum.

Útgáfudagur

7.10.2013

Spyrjandi

Ritstjórn

Höfundur

Trausti Jónsson

veðurfræðingur

Tilvísun

Trausti Jónsson. „Hvenær að hausti hefur hiti fyrst farið niður fyrir -10 stig hér á landi?“ Vísindavefurinn, 7. október 2013. Sótt 12. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=65983.

Trausti Jónsson. (2013, 7. október). Hvenær að hausti hefur hiti fyrst farið niður fyrir -10 stig hér á landi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=65983

Trausti Jónsson. „Hvenær að hausti hefur hiti fyrst farið niður fyrir -10 stig hér á landi?“ Vísindavefurinn. 7. okt. 2013. Vefsíða. 12. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=65983>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Kristín Norðdahl

1956

Kristín Norðdahl er dósent í náttúrufræðimenntun við deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði HÍ. Rannsóknir hennar beinast m.a. að hugmyndum leikskólabarna um náttúruna og hvernig má bregðast við þeim í skólastarfi.