Sólin Sólin Rís 03:36 • sest 23:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:09 • Sest 23:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 17:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:36 • sest 23:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:09 • Sest 23:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 17:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er nýsköpun?

Andri Heiðar Kristinsson

Nýsköpun í sinni einföldustu mynd er að skapa eða búa til eitthvað nýtt sem og endurbæta það sem þegar er til staðar. Á þetta jafnt við um nýja eða endurbætta vöru, þjónustu, tækni, aðferðafræði, framleiðsluaðferð, stjórnskipulag eða leið til sölu- og markaðssetningar. Nýsköpun er ekki það sama og ný hugmynd heldur er aðeins talað um nýsköpun þegar hugmyndinni eða endurbótinni hefur verið hrint í framkvæmd.


Innovit, Nýsköpunarsjóður námsmanna, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Rannís og Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru meðal þeirra aðila sem styðja við nýsköpun á Íslandi.

Nýsköpun getur átt sér stað á ýmsum sviðum. Hún er mikilvæg í viðskiptum, öllu vísindastarfi, tækniþróun, stjórnunarstörfum, listum, menningu og svo að segja í öllu okkar umhverfi. Algengast er þó að tala um nýsköpun í samhengi við nýja tækni, viðskiptatækifæri eða leið til markaðssetningar.

Nýsköpun getur verið ný fyrir allan heiminn eða einungis fyrir afmarkað svæði svo sem heimsálfu, land, borg eða jafnvel bara tiltekið fyrirtæki eða stofnun. Það er því dæmi um nýsköpun í Afríku en ekki Evrópu þegar byrjað er að flytja inn og selja vöru í Afríku sem áður hefur verið á markaði í Evrópu í nokkurn tíma.

Nýsköpun er talin einkar mikilvæg fyrir efnahagslífið á því svæði sem hún á sér stað. Hún getur ýtt verulega undir hagvöxt vegna þess að í henni felst framleiðsluaukning eða hagræðing sem leiðir af sér meiri framleiðni hjá þeim sem að nýsköpuninni standa.

Nánari skilgreiningu á nýsköpun er hægt að finna á:

Höfundur

Framkvæmdastjóri Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs við HÍ

Útgáfudagur

20.4.2007

Spyrjandi

Egill Hlöðversson, f. 1993

Tilvísun

Andri Heiðar Kristinsson. „Hvað er nýsköpun?“ Vísindavefurinn, 20. apríl 2007, sótt 13. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6601.

Andri Heiðar Kristinsson. (2007, 20. apríl). Hvað er nýsköpun? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6601

Andri Heiðar Kristinsson. „Hvað er nýsköpun?“ Vísindavefurinn. 20. apr. 2007. Vefsíða. 13. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6601>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er nýsköpun?
Nýsköpun í sinni einföldustu mynd er að skapa eða búa til eitthvað nýtt sem og endurbæta það sem þegar er til staðar. Á þetta jafnt við um nýja eða endurbætta vöru, þjónustu, tækni, aðferðafræði, framleiðsluaðferð, stjórnskipulag eða leið til sölu- og markaðssetningar. Nýsköpun er ekki það sama og ný hugmynd heldur er aðeins talað um nýsköpun þegar hugmyndinni eða endurbótinni hefur verið hrint í framkvæmd.


Innovit, Nýsköpunarsjóður námsmanna, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Rannís og Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru meðal þeirra aðila sem styðja við nýsköpun á Íslandi.

Nýsköpun getur átt sér stað á ýmsum sviðum. Hún er mikilvæg í viðskiptum, öllu vísindastarfi, tækniþróun, stjórnunarstörfum, listum, menningu og svo að segja í öllu okkar umhverfi. Algengast er þó að tala um nýsköpun í samhengi við nýja tækni, viðskiptatækifæri eða leið til markaðssetningar.

Nýsköpun getur verið ný fyrir allan heiminn eða einungis fyrir afmarkað svæði svo sem heimsálfu, land, borg eða jafnvel bara tiltekið fyrirtæki eða stofnun. Það er því dæmi um nýsköpun í Afríku en ekki Evrópu þegar byrjað er að flytja inn og selja vöru í Afríku sem áður hefur verið á markaði í Evrópu í nokkurn tíma.

Nýsköpun er talin einkar mikilvæg fyrir efnahagslífið á því svæði sem hún á sér stað. Hún getur ýtt verulega undir hagvöxt vegna þess að í henni felst framleiðsluaukning eða hagræðing sem leiðir af sér meiri framleiðni hjá þeim sem að nýsköpuninni standa.

Nánari skilgreiningu á nýsköpun er hægt að finna á:

...